arnio skrifaði:Ég er í háskólanámi og verður hún aðalega notuð við lærdóm, vafra, sjónvarpsgláp og leikjaspilun í litlu magni (Hearthtone, Dota2) svo er ég með leikjatölvu heima sem sér um þyngri leiki.
Persónulega myndi ég setja leikjaspilunarmöguleika alveg neðst á forgangslistann fyrir skólavél, sérstaklega ef þú ert með leikjavél heima.
Ein mistök sem ég hef séð marga gera, yfirleitt bara einu sinni, ég þar með talinn, er að vanmeta þyngd tölvunnar. Eitt kíló auka telur alveg lygilega mikið þegar maður er að burðast með tölvuna í skólanum. Því mæli ég eindregið með því að kaupa eins létta tölvu og þú kemst upp með. Sjálfur var ég með 12.2" skjá á tölvunni sem ég er búinn að vera með í háskólanum síðustu ár og hefur það alveg dugað. Einu skiptin sem ég bölvaði því að vera ekki með stærri skjá það var í forritunarverkefnum en það sleppur með góðu skipulagi á vinnuumhverfinu. Er að vísu núna með 14" skjá þar sem gamli jálkurinn hrundi um daginn en nýja vélin er samt jafn létt eða léttari en sú gamla.
Varðandi týpu þá mæli ég eindregið með Thinkpad vélunum. Ég mun seint fá mér annað sem vinnutölvu. Þær þola alveg ótrúlega mikið hnjask, án þess þó að vera sérstaklega hannaðar sem "rugged" og endast ótrúlega vel. Ég veit m.a. um tvær Thinkpad vélar, önnur 12 ára og hin 10 ára, mikið notaðar sem eru ennþá í fullkomnu lagi. Svo eru þær með
"spill protection" þannig þú getur áhyggjulaus verið með kaffikönnuna við hliðina á vélinni.
Hvaða týpu þú ættir að fá þér fer eiginlega alveg eftir því í hvaða námi þú ert og þá hvaða hugbúnað þú ert að fara að nota. Mæli með að skoða bandarísku
sölusíðuna hjá þeim og helst kíkja niður í Nýherja og skoða þær í persónu áður en þú ákveður þig. Þú þarft líka aðeins að pæla í ábyrgðinni því það fer eftir týpunúmerinu á þeim hvort þeim fylgi alþjóðleg ábyrgð. Þú getur séð hvort týpan þín gerir það á Lenovo síðunni. Ef týpan er í alþjóðlegri ábyrgð þá mun Nýherji þjónusta hana á ábyrgðartímabilinu.
Ég keypti 12.2" vélina notaða á ebay á 2008 en get hvorki mælt með né á móti því þar sem söluaðilarnir eru jafn misgóðir og þeir eru margir. Amazon hef ég tekið eftir að eru stundum með góða díla á þeim. En best væri líklega að panta beint af Lenovo síðunni. Þá þyrftirðu reyndar hugsanlega að gera það í gegnum sölufulltrúa nema þú sért með aðgang að amerísku kreditkorti.