Spjaldtölva fyrir mömmu

Svara

Höfundur
Fernando
Fiktari
Póstar: 92
Skráði sig: Mán 17. Okt 2005 19:02
Staða: Ótengdur

Spjaldtölva fyrir mömmu

Póstur af Fernando »

Móðir mín er að nálgast sjötugt, er að fikra sig áfram í tækniheiminum. Hún á lélega spjaldtölvu (gömul með android stýrikerfi) sem höktir, kominn tími á uppfærslu.

Spjaldtölvan þarf að nýtast við eftirfarandi

-Facebook
-Tölvupóst
-Létt netráp
-Skype

Plús ef að hægt er að tengja lyklaborð við tölvuna og nota hana við ritvinnslu.
Einföld og notendavæn eru lykilatriði.

Best væri ef tölvan væri frekar ódýr, þar sem ég ætla að gefa henni hana.

Hvað leggið þið Vaktarar til? Apple eða android? Hvaða týpur? Einhver góð ráð?


Bestu kveðjur
Fernando

Tesy
</Snillingur>
Póstar: 1064
Skráði sig: Mán 08. Feb 2010 01:20
Staðsetning: 108 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Spjaldtölva fyrir mömmu

Póstur af Tesy »

Allan dag iPad fyrir "gamalt" fólk.

Myndi reyna að finna eitthvað notað, annars er tölvutek með:
- 16gb WIFI iPad Mini (First generation) á 39.900kr.
- 16gb WIFI iPad Mini 2 Retina (Alveg eins og Mini 3 mínus Touch ID) á 54.810kr.
- 16gb WIFI iPad Air (First generation) á 63.920kr.

Ástæðan fyrir því að ég linkaði hlutir frá tölvutek er vegna þess að þeir eru einir sem ég fann sem eiga eldri týpur af iPad á lager, fyrir utan TL sem ég versla ekki hjá.
ASUS X570-F | Ryzen 9 3900XT með Noctua NH-D15 | ASUS 1080ti | 32GB 3200MHz RAM | 2TB Samsung 970 EVO Plus NVMe
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Spjaldtölva fyrir mömmu

Póstur af Sallarólegur »

Ef ég væri sjötug kona þá væri þetta drauma setupið(nema að það væri iOS stýrikerfi, ekki OS :face )

Mynd

Mynd
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller

Framed
Nörd
Póstar: 133
Skráði sig: Fös 28. Nóv 2003 02:54
Staða: Ótengdur

Re: Spjaldtölva fyrir mömmu

Póstur af Framed »

Stóra spurningin (pun intended) er hversu stóra vél þarf hún?

Miðað við það sem ég hef skoðað, endilega leiðrétta mig ef einhver veit betur, þá færðu langmest fyrir peninginn með Google Nexus tölvunum.

Ég gaf móður minni Nexus 7 (2013) um síðustu jól og dugði það henni vel fyrir einmitt sömu notkun og þú tekur fram hér að ofan. Hef hins vegar ekki séð 10" Nexus hérna heima svo ég muni til þannig að ef 7" er of lítil þá gengur það líklega ekki.

Þá væri pæling að skoða Samsung Tab t.d.
Barnsmóðir mín keypti Tab4 fyrir sig og dóttur okkar og hef ég ekki heyrt þær kvarta yfir henni.

EDIT:
Núna nota ég Nexus vélina sem pdf reader í skólanum og leikjaspjald fyrir dóttur mína og virðist hún bara virka vel í því hlutverki.

Eina sem ég myndi forðast eru budget, budget tölvurnar eins og United og álíka.
Skjámynd

Swooper
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 02. Ágú 2008 22:11
Staða: Ótengdur

Re: Spjaldtölva fyrir mömmu

Póstur af Swooper »

Framed skrifaði: Hef hins vegar ekki séð 10" Nexus hérna heima svo ég muni til þannig að ef 7" er of lítil þá gengur það líklega ekki.
Hef séð Nexus 10 í Elko í fríhöfninni, a.m.k. Ekki listað á heimasíðunni þeirra reyndar, svo ég veit ekki hver er staðan á því hjá þeim.
PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Spjaldtölva fyrir mömmu

Póstur af AntiTrust »

Ég hef gert mér til gamans pínu test á þessu og látið foreldra og tengdaforeldra mína fikta bæði í Android tabletinu og iPadinum mínum, það er eiginlega lygilegt hvað fólk er fljótt að átta sig á iOS umhverfinu, tölvufatlað eður ei.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Svara