skilyrðislaus grunnframfærsla

Allt utan efnis

capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Staða: Ótengdur

Re: skilyrðislaus grunnframfærsla

Póstur af capteinninn »

Nariur skrifaði:Hakkarin, til að endurtaka mig, þá yrði tekjuskattur væntanlega hækkaður svo þetta kæmi út á eitt fyrir millistéttina og ríkari.
Mjög líklega en ég væri samt til í að sjá rannsóknir gerðar á því hversu mikið þetta myndi spara fyrir almannatryggingakerfið og hvort hægt væri að gera þetta án þess að hækka skatt neitt verulega.

Annars hafa frjálshyggjuvinir mínir talað um að það sé mun betra að hækka bara persónuafsláttinn frekar mjög mikið. Þannig þyrfti ríkið ekki að beinlínis gefa peninga en myndi hinsvegar taka mun minna.

hfinity
Græningi
Póstar: 34
Skráði sig: Mið 18. Jan 2012 23:17
Staða: Ótengdur

Re: skilyrðislaus grunnframfærsla

Póstur af hfinity »

Annars hafa frjálshyggjuvinir mínir talað um að það sé mun betra að hækka bara persónuafsláttinn frekar mjög mikið. Þannig þyrfti ríkið ekki að beinlínis gefa peninga en myndi hinsvegar taka mun minna.
Hvað þá með öryrkja og atvinnulausa? Þeir gleyma að hugsa um leiðir til að hjálpa þeim líka.
Það hjálpar landinu að þau fái líka að standa á eigin fótum.

Til að prófa þetta gæti byrjað með því að gefa atvinnulausum og öryrkjum bætur án skilyrða.
Þá mun slatti af fólki sem hefur alltaf þurft að fylgjast með ÖLLU ekki lengur þurft að vinna þannig vinnu.
Fullt af peningi sem þurfti til að sjá um vinnuna getur verið notaður þá.
Skjámynd

hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Staða: Ótengdur

Re: skilyrðislaus grunnframfærsla

Póstur af hakkarin »

hfinity skrifaði:
Annars hafa frjálshyggjuvinir mínir talað um að það sé mun betra að hækka bara persónuafsláttinn frekar mjög mikið. Þannig þyrfti ríkið ekki að beinlínis gefa peninga en myndi hinsvegar taka mun minna.
Hvað þá með öryrkja og atvinnulausa? Þeir gleyma að hugsa um leiðir til að hjálpa þeim líka.
Það hjálpar landinu að þau fái líka að standa á eigin fótum.

Til að prófa þetta gæti byrjað með því að gefa atvinnulausum og öryrkjum bætur án skilyrða.
Þá mun slatti af fólki sem hefur alltaf þurft að fylgjast með ÖLLU ekki lengur þurft að vinna þannig vinnu.
Fullt af peningi sem þurfti til að sjá um vinnuna getur verið notaður þá.
Ég er öryrki, en samt vinn ég takmarka vinnu. Ég þarf að borga 37% sirka af því sem að ég vinn mér inn, að því að persónuafslátturinn fer mest allur í tekjuskattinn af bótunum mínum. Ég myndi græða ef að persónuafslátturinn væri hærri.

hfinity
Græningi
Póstar: 34
Skráði sig: Mið 18. Jan 2012 23:17
Staða: Ótengdur

Re: skilyrðislaus grunnframfærsla

Póstur af hfinity »

hakkarin skrifaði:Ég er öryrki, en samt vinn ég takmarka vinnu. Ég þarf að borga 37% sirka af því sem að ég vinn mér inn, að því að persónuafslátturinn fer mest allur í tekjuskattinn af bótunum mínum. Ég myndi græða ef að persónuafslátturinn væri hærri.
Já en ég var að tala um hina sem vinna ekki. Þú myndir líka græða ef þý færð skilyrðislausa framfærslu og værir í sömu vinnu með persónuafsláttinn tekinn í burtu (ef framfærslan væri nógu há).
Skjámynd

hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Staða: Ótengdur

Re: skilyrðislaus grunnframfærsla

Póstur af hakkarin »

Eitt sem að ég var að fatta...

Ef að skattar eru hækkaðir á alla og allir fá síðan sömu upphæðina til baka, að þá er verið að ræna þá sem að eiga meira, þar sem að tekjuhærri einstaklingar skila meira til skattsins en fá ekkert meira en aðrir. Þetta er í raun sósíalísk endurdreifing auðs.

Endurdreyfing auðs er ekkert alltaf vond, en mér finnst hlutinir vera komir út í öfgar þegar fólk í millistétt vil ræna þá ríku til að auðga sjálft sig. Þetta blaður um að þetta hagnist þeim sem að eiga lítið er bara yfirvarp. Þetta fólk vill græða sjálft líka. Með því að éta þá ríku.
Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3525
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: skilyrðislaus grunnframfærsla

Póstur af urban »

hakkarin skrifaði:Eitt sem að ég var að fatta...

Ef að skattar eru hækkaðir á alla og allir fá síðan sömu upphæðina til baka, að þá er verið að ræna þá sem að eiga meira, þar sem að tekjuhærri einstaklingar skila meira til skattsins en fá ekkert meira en aðrir. Þetta er í raun sósíalísk endurdreifing auðs.
.
Hvernig helduru að þetta virki í dag ?
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

hfinity
Græningi
Póstar: 34
Skráði sig: Mið 18. Jan 2012 23:17
Staða: Ótengdur

Re: skilyrðislaus grunnframfærsla

Póstur af hfinity »

Hakkarin - Mér sýnist þú trúa blint að frjálslyndar skoðanir geti aldrei haft neitt í gott í för með sér.

Þú þarft læra betur að þessi endurdreyfing á auði kemur mjög lítið socíalísma við.
Aðferðafræðin við þetta getur verið notuð í frjálslyndum kapítalísma, stórhlutafélagshyggju, frjálshyggju, og jafnvel kommúnisma.
Það er ekki verið að minnka kjör hátekjufólks meira en þau hafa verið minnkuð hingað til.
Það að endurdreyfa auð sem er tekinn af ríkinu er sér stefna út af fyrir sig.
  • Til að þú skiljir betur þá snýst raunverulegur socíalísmi um það að dreyfa atvinnu og atvinnusköpun sem eign allra og taka í burtu frjálshyggju. Þar með stjórnar ríki yfir öllum tekjum og kostnaði þess kerfis. Okkar ríki hefur þegar gert það með eign sinni á heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu.
  • Þó að ég sé frjálshyggjumaður til dæmis og alfarið á móti því að ríki stjórni þessum kerfum á þennan hátt, þá er ég ekki á móti því að það stjórni stefnu og aðferðum kerfanna.
Þessi breyting, ef hún verður notuð, mun ekki skerða einstaklinga með há laun meir.
Þetta myndi virka sem tekjuaukn í stað persónuafslátts.

og ef þú fattar það ekki þá er núverandi persónuafsláttur fyrir árið: 605.977 kr. og skammtast hann jafnt mánaðarlega eða eftir því hvernig launatímabil þitt er. Viltu ekki frekar fá meiri peninga en þann sem persónuafsláttur gefur þér?
Skjámynd

hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Staða: Ótengdur

Re: skilyrðislaus grunnframfærsla

Póstur af hakkarin »

Ég vill bara láta ykkur vita, að sama hvað gerist, að á elska ég ykkur alla. =D> =D> =D> =D> =D> :P :P :P :P :P
Svara