Hvar er það tekið fram ? ef aldrei heyrt af svoleiðis. Hvað ef maður ætlar að láta senda eithvað hratt og nota TNT eða DHL eða svoleiðis þjónustu og það kostar kannski bara 100$ að senda er ég þá þvingaður að greiða skatt af því ?arons4 skrifaði:Það er alltaf tekið vsk af flutningskostnaði, hefur alltaf verið svoleiðis. Þú átt ekki rétt á endurgreiðslu fyrir þessa 30 usd.Dúlli skrifaði:En það er ekki varan ? það besta sem ég veit að maður greiðir eingöngu toll og vsk af vörunni en ekki sendingunni það er bara kjánalegt.Oak skrifaði:Borgar alltaf vsk af sendingunni líka.
Tollur & Tollmeðferð
Re: Tollur & Tollmeðferð
Re: Tollur & Tollmeðferð
Sérð tildæmis á reiknivélinni á tollur.is stendur "Verð með flutningi (tollverð)". Getur örugglega fundir meiri upplýsingar inn á tollur.is um þetta. Og já ef þú notar dýrari flutningsþjónustu borgaru meiri vsk.Dúlli skrifaði:Hvar er það tekið fram ? ef aldrei heyrt af svoleiðis. Hvað ef maður ætlar að láta senda eithvað hratt og nota TNT eða DHL eða svoleiðis þjónustu og það kostar kannski bara 100$ að senda er ég þá þvingaður að greiða skatt af því ?arons4 skrifaði:Það er alltaf tekið vsk af flutningskostnaði, hefur alltaf verið svoleiðis. Þú átt ekki rétt á endurgreiðslu fyrir þessa 30 usd.Dúlli skrifaði:En það er ekki varan ? það besta sem ég veit að maður greiðir eingöngu toll og vsk af vörunni en ekki sendingunni það er bara kjánalegt.Oak skrifaði:Borgar alltaf vsk af sendingunni líka.
Re: Tollur & Tollmeðferð
Já sæll, hef aldrei tekið eftir þessu, mín mistök en þetta er rugl.
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 288
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2014 12:23
- Staða: Ótengdur
Re: Tollur & Tollmeðferð
Þetta er rugl og endurspeglar ekki virði vörunnar, satt
en svona hefur þetta alltaf verið :/
en svona hefur þetta alltaf verið :/
Re: Tollur & Tollmeðferð
Eitt í sambandi við þetta allt er að þegar ég hef pantað beint frá kína þá er enginn tollur þ.e. fríverslunnar samningur,
afhverju borga ég þá tollmeðferðar gjald? Þar sem það liggur fyrir að pakkin kemur frá kína því það stendur á honum.
Það hafa nú ekki allar sendingar lennt í meðferð c.a. 3 af 10.
afhverju borga ég þá tollmeðferðar gjald? Þar sem það liggur fyrir að pakkin kemur frá kína því það stendur á honum.
Það hafa nú ekki allar sendingar lennt í meðferð c.a. 3 af 10.
Re: Tollur & Tollmeðferð
Ef það þarf að skila öllu á pappírsformi niður á Tryggvagötu þá sparast nú minna en maður heldur við að gera þetta sjálfur, kæmi svo mikill óbeinn kostnaður. Meina þú þarft að kaupa blöð/blek og eyða tíma í að fylla þetta út og svo þarftu að koma þér niður á Tryggvagötu (bensín/strætó) + borga í stæði (er ekki allt gjaldskylt þarna niður í bæ?). Endar örugglega ekki á því að spara eins mikið og maður heldur.
edit: Annars held ég að þetta sé bara bundið við starfsmennina hjá tollinum sem fara yfir pakkana hvort maður lendi í þessu veseni eða ekki. Ég hef oft verið að panta svipaða hluti frá Ebay og það er handahófskennt hvort ég þurfi að borga eða ekki(allt sambærilegir hlutir í sama tollflokki, svipuð stærð á pakkanum, allt handútfylltir fylgiseðlar, svipuð þyngd, svipaðar umbúðir), Eru þetta ekki bara útaf lötum starfsmönnum sem nenna ekki að standa í þessu veseni við að biðja um fylgigögn og svona, kannski er pakkinn hjá þeim sem "lenda" í þessu akkúrat að fara í gegn þegar vaktstjórinn eða eitthvað er í yfirlitsferð yfir svæðið
edit: Annars held ég að þetta sé bara bundið við starfsmennina hjá tollinum sem fara yfir pakkana hvort maður lendi í þessu veseni eða ekki. Ég hef oft verið að panta svipaða hluti frá Ebay og það er handahófskennt hvort ég þurfi að borga eða ekki(allt sambærilegir hlutir í sama tollflokki, svipuð stærð á pakkanum, allt handútfylltir fylgiseðlar, svipuð þyngd, svipaðar umbúðir), Eru þetta ekki bara útaf lötum starfsmönnum sem nenna ekki að standa í þessu veseni við að biðja um fylgigögn og svona, kannski er pakkinn hjá þeim sem "lenda" í þessu akkúrat að fara í gegn þegar vaktstjórinn eða eitthvað er í yfirlitsferð yfir svæðið
Last edited by Haxdal on Fös 10. Okt 2014 16:53, edited 1 time in total.
Atvinnunörd - Part of the 2%
> FX8350 | Gigabyte 990FXA-UD3 | Nvidia GTX 760 | 8GB Somethingsomething | Corsair Graphite 600T <
> FX8350 | Gigabyte 990FXA-UD3 | Nvidia GTX 760 | 8GB Somethingsomething | Corsair Graphite 600T <
Re: Tollur & Tollmeðferð
Þú þarft að borga virðisaukaskatt og þó svo að það sé ekki tollur á honum þá þarf samt að tollafgreiða hann ef það þarf að borga einhver gjöld.konice skrifaði:Eitt í sambandi við þetta allt er að þegar ég hef pantað beint frá kína þá er enginn tollur þ.e. fríverslunnar samningur,
afhverju borga ég þá tollmeðferðar gjald? Þar sem það liggur fyrir að pakkin kemur frá kína því það stendur á honum.
Það hafa nú ekki allar sendingar lennt í meðferð c.a. 3 af 10.
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 288
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2014 12:23
- Staða: Ótengdur
Re: Tollur & Tollmeðferð
samt ekki góð lógík.
tollmeðferðargjald er fast gjald fyrir vinnuna sem það tekur að taka vöruna og kvittunina og flokka hana og ábyrgjast rétta tollun og so far.
hitt er basically horfa á verðmiða og margfalda með fasta.
bónus rukkar mig ekki 550 fyrir að reikna vaskinn af innkaupakerrunni minni, góð þjónusta í bónus!
edit: ef það var ekki á hreinu þá var ég að replya á dóra
tollmeðferðargjald er fast gjald fyrir vinnuna sem það tekur að taka vöruna og kvittunina og flokka hana og ábyrgjast rétta tollun og so far.
hitt er basically horfa á verðmiða og margfalda með fasta.
bónus rukkar mig ekki 550 fyrir að reikna vaskinn af innkaupakerrunni minni, góð þjónusta í bónus!
edit: ef það var ekki á hreinu þá var ég að replya á dóra
Þú þarft að borga virðisaukaskatt og þó svo að það sé ekki tollur á honum þá þarf samt að tollafgreiða hann ef það þarf að borga einhver gjöld.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3525
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Tollur & Tollmeðferð
Ef að þið eruð svona rosalega á móti því að borga VSK og toll af vörunni sem að þið eruð að panta (það er, borga það sérstaklega)
þá getiði alveg rölt ykkur í einhverja búð hérlendir og keypt vöruna þar.
nú eða ef að þið eruð á móti því að borga tollmeðferðargjald, þá efast ég ekkert um annað en að tollinum vanti fólk sem að er tilbúið að vinna frítt.
þá getiði alveg rölt ykkur í einhverja búð hérlendir og keypt vöruna þar.
nú eða ef að þið eruð á móti því að borga tollmeðferðargjald, þá efast ég ekkert um annað en að tollinum vanti fólk sem að er tilbúið að vinna frítt.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Re: Tollur & Tollmeðferð
urban skrifaði:Ef að þið eruð svona rosalega á móti því að borga VSK og toll af vörunni sem að þið eruð að panta (það er, borga það sérstaklega)
þá getiði alveg rölt ykkur í einhverja búð hérlendir og keypt vöruna þar.
nú eða ef að þið eruð á móti því að borga tollmeðferðargjald, þá efast ég ekkert um annað en að tollinum vanti fólk sem að er tilbúið að vinna frítt.
Tollurinn fær ekki krónu af þessu gjaldi. Það er pósturinn sem rukkar þetta gjald og fær það í vasann. Fólki er frjálst að fylla út tollskýrslur sjálft ef það vill sleppa við að greiða þetta gjald til póstsins.
common sense is not so common.
Re: Tollur & Tollmeðferð
Þú gleymir að hugsa út í að það þarf að útbúa tollskýrslu þó svo að varan sé tollfrjáls. Tollskýrslu sem segir að varan sé í tollflokki sem ber ekki toll (t.d. tölvur) eða að hún komi frá landi sem við erum í tollabandalagi við (t.d. ESB og núna Kína). Það er nákvæmlega sama vinna fyrir þá (Póstinn). Þú ert að bera saman allt aðra hluti með það að Bónus selji þér einhverjar vörur sem er búið að tollafgreiða.machinefart skrifaði:samt ekki góð lógík.
tollmeðferðargjald er fast gjald fyrir vinnuna sem það tekur að taka vöruna og kvittunina og flokka hana og ábyrgjast rétta tollun og so far.
hitt er basically horfa á verðmiða og margfalda með fasta.
bónus rukkar mig ekki 550 fyrir að reikna vaskinn af innkaupakerrunni minni, góð þjónusta í bónus!
edit: ef það var ekki á hreinu þá var ég að replya á dóra
Þú þarft að borga virðisaukaskatt og þó svo að það sé ekki tollur á honum þá þarf samt að tollafgreiða hann ef það þarf að borga einhver gjöld.
Það er mjög margt við kerfið okkar hérna sem má endurskoða en þessi þráður er uppfullur af kommentum sem lýsa svo mikilli vanþekkingu á því sem þið eruð að tala um að það er eiginlega vandræðalegt.
Re: Tollur & Tollmeðferð
Mátt fræða mig um þessi máldori skrifaði:Þú gleymir að hugsa út í að það þarf að útbúa tollskýrslu þó svo að varan sé tollfrjáls. Tollskýrslu sem segir að varan sé í tollflokki sem ber ekki toll (t.d. tölvur) eða að hún komi frá landi sem við erum í tollabandalagi við (t.d. ESB og núna Kína). Það er nákvæmlega sama vinna fyrir þá (Póstinn). Þú ert að bera saman allt aðra hluti með það að Bónus selji þér einhverjar vörur sem er búið að tollafgreiða.machinefart skrifaði:samt ekki góð lógík.
tollmeðferðargjald er fast gjald fyrir vinnuna sem það tekur að taka vöruna og kvittunina og flokka hana og ábyrgjast rétta tollun og so far.
hitt er basically horfa á verðmiða og margfalda með fasta.
bónus rukkar mig ekki 550 fyrir að reikna vaskinn af innkaupakerrunni minni, góð þjónusta í bónus!
edit: ef það var ekki á hreinu þá var ég að replya á dóra
Þú þarft að borga virðisaukaskatt og þó svo að það sé ekki tollur á honum þá þarf samt að tollafgreiða hann ef það þarf að borga einhver gjöld.
Það er mjög margt við kerfið okkar hérna sem má endurskoða en þessi þráður er uppfullur af kommentum sem lýsa svo mikilli vanþekkingu á því sem þið eruð að tala um að það er eiginlega vandræðalegt.
Re: Tollur & Tollmeðferð
Bara samt að fella gjöld af flutningskostnaði myndis stórbæta kjör allra og einfalda kerfuð
Mætti einfalda meira með tollfrelsismarki að upphæð 30 us dollars eða álíka
Mætti einfalda meira með tollfrelsismarki að upphæð 30 us dollars eða álíka
ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!
Re: Tollur & Tollmeðferð
Ég sé bara ekkert athugavert við það að greiddur sé virðisaukaskattur af fluttningskostnaði. Þú greiðir vsk. af annari þjónstu hér á landi og ég sé ekki alveg afhverju þjónustugjöld vegna fluttningskostnaðar ættu að vera undanskilin því. Hinsvegar finnst mér frekar skrítið að önnur aðflutningsgjöld séu rukkuð af flutningskostnaði.biturk skrifaði:Bara samt að fella gjöld af flutningskostnaði myndis stórbæta kjör allra og einfalda kerfuð
Mætti einfalda meira með tollfrelsismarki að upphæð 30 us dollars eða álíka
common sense is not so common.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1726
- Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Tollur & Tollmeðferð
Ég var að kaupa eitt lítið millistykki fyrir bílinn minn á eBay um daginn. Stykkið kostaði með sendingarkostnaði heilar 1.500kr. Til að leysa það út úr tolli þurfti ég síðan að borga 1.300kr. Þetta er ekkert að fara að setja mig á hausinn, en mér finnst asnalegt að þurfa að nánast borga vöruna aftur bara til að fá hana í hendurnar.
Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x
Re: Tollur & Tollmeðferð
Akkurat, maður er líka ekki að segja að maður fer á hausinn en að greiða 1.500 hér og þar oft getur farið upp í góða upphæð og þetta er líka kjánlegt kerfi eins og margir segja.Danni V8 skrifaði:Ég var að kaupa eitt lítið millistykki fyrir bílinn minn á eBay um daginn. Stykkið kostaði með sendingarkostnaði heilar 1.500kr. Til að leysa það út úr tolli þurfti ég síðan að borga 1.300kr. Þetta er ekkert að fara að setja mig á hausinn, en mér finnst asnalegt að þurfa að nánast borga vöruna aftur bara til að fá hana í hendurnar.
Re: Tollur & Tollmeðferð
Þessi 1.300 kr hefur líklegast skipst upp í:Danni V8 skrifaði:Ég var að kaupa eitt lítið millistykki fyrir bílinn minn á eBay um daginn. Stykkið kostaði með sendingarkostnaði heilar 1.500kr. Til að leysa það út úr tolli þurfti ég síðan að borga 1.300kr. Þetta er ekkert að fara að setja mig á hausinn, en mér finnst asnalegt að þurfa að nánast borga vöruna aftur bara til að fá hana í hendurnar.
550 kr til póstsins í tollmeðferðargjald
383 kr í virðisaukaskatt
og þá hefur verið 25% tollur á vörunni til viðbótar (367 kr) í einhverju formi.
Þannig að um 42% af gjöldunum sem þú borgaðir hér heima fóru beint til póstsins í formi þjónustugjalds (tollmeðferðargjald). Þú hefðir getað gert tollaskýrsluna sjálfur og þá hefðiru þurft að greiða 750 kr í stað 1.300 kr hér heima.
common sense is not so common.
Re: Tollur & Tollmeðferð
Það er merkilegtGislinn skrifaði:Ég sé bara ekkert athugavert við það að greiddur sé virðisaukaskattur af fluttningskostnaði. Þú greiðir vsk. af annari þjónstu hér á landi og ég sé ekki alveg afhverju þjónustugjöld vegna fluttningskostnaðar ættu að vera undanskilin því. Hinsvegar finnst mér frekar skrítið að önnur aðflutningsgjöld séu rukkuð af flutningskostnaði.biturk skrifaði:Bara samt að fella gjöld af flutningskostnaði myndis stórbæta kjör allra og einfalda kerfuð
Mætti einfalda meira með tollfrelsismarki að upphæð 30 us dollars eða álíka
Þvi sendingarkostnaður er það sem þu ert að borga fyrir að fa vöruna á milli landa og er algerlega ótengt virði vörunnar sem þú ert að borga af
Það er engin leið til að réttlæta þetta því þetta er ekki það sem þú borgar fyrir vöruna sjálfa
Fáránlegt peningaplokk sem á sér enga gáfulega ástæðu eða rök
Ég hef ekkert a moti þvi að borga vsk, vörugjöld og toll.....bara ekki af sendingarkostnaðinum sjálfum sem getur rokkað um tugi dollara eftir hversu fljótt þú vilt fá vöruna
ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!
Re: Tollur & Tollmeðferð
Það eru gild rök fyrir því. Það eru margir söluaðilar sem selja vöru á t.d. 100 kr og hafa sendingarkostnað upp á 10.000 kr einmitt til að komast framhjá svona reglum.biturk skrifaði:Það er merkilegtGislinn skrifaði:Ég sé bara ekkert athugavert við það að greiddur sé virðisaukaskattur af fluttningskostnaði. Þú greiðir vsk. af annari þjónstu hér á landi og ég sé ekki alveg afhverju þjónustugjöld vegna fluttningskostnaðar ættu að vera undanskilin því. Hinsvegar finnst mér frekar skrítið að önnur aðflutningsgjöld séu rukkuð af flutningskostnaði.biturk skrifaði:Bara samt að fella gjöld af flutningskostnaði myndis stórbæta kjör allra og einfalda kerfuð
Mætti einfalda meira með tollfrelsismarki að upphæð 30 us dollars eða álíka
Þvi sendingarkostnaður er það sem þu ert að borga fyrir að fa vöruna á milli landa og er algerlega ótengt virði vörunnar sem þú ert að borga af
Það er engin leið til að réttlæta þetta því þetta er ekki það sem þú borgar fyrir vöruna sjálfa
Fáránlegt peningaplokk sem á sér enga gáfulega ástæðu eða rök
Ég hef ekkert a moti þvi að borga vsk, vörugjöld og toll.....bara ekki af sendingarkostnaðinum sjálfum sem getur rokkað um tugi dollara eftir hversu fljótt þú vilt fá vöruna
i7-2600K 3.4GHz @ 4.7GHz (103 MHz x 46) 1.416 V | ASUS P8P67 Pro | ASUS GeForce GTX1070 | Mushkin Blackline 8 GB CL9 1600MHz | Antec TruePower 750W | HAF X
Re: Tollur & Tollmeðferð
Ég og nokkrir aðrir höfum í þessum þræði reynt að útskýra eftir mætti einstaka atriði. Ég er samt ekki að fara að útskýra þetta eitthvað heildstætt hérna. Hef ekki tíma í það og forum er fáránlega lélegur vettvangur fyrir námskeið. Þessar reglur eru samt allar mjög aðgengilegar á vefnum og svo er hægt að tala við starfsmann tollstjóra í svona "beinni línu" þegar það er eitthvað sem þú skilur ekki.Dúlli skrifaði:Mátt fræða mig um þessi máldori skrifaði:Það er mjög margt við kerfið okkar hérna sem má endurskoða en þessi þráður er uppfullur af kommentum sem lýsa svo mikilli vanþekkingu á því sem þið eruð að tala um að það er eiginlega vandræðalegt.
Þið sem eruð að velta fyrir ykkur virðisaukaskatti á sendingarkostnað. Þú borgar virðisaukaskatt af öllu virði vörunnar (CIF verði, kaupverð+flutningskostnaður+vátrygging). Það er bara skilgreint að tollverðið, sem þú borgar aðflutningsgjöld af, sé þannig (meikar satt að segja meiri sense en að hafa það ekki ef maður veltir því meira fyrir sér en bara þegar þú pirrar þig á því að þurfa að borga hann). Virðisaukaskattskerfið er ekki fullkomið en það er kerfið sem við höfum og það er langt frá því að vera það versta til að skattleggja neyslu. Tæknilega séð áttu að borga skatt af allri vöru og þjónustu (líka þjónustu sem þú kaupir á netinu, leikir á Steam eða eBók á Amazon) en það gerir það enginn.
Um tollverð: http://www.tollur.is/displayer.asp?cat_ ... t_id=10140" onclick="window.open(this.href);return false;
Um VSK: https://www.rsk.is/atvinnurekstur/virdi ... byrjendur/" onclick="window.open(this.href);return false;
Leiðbeiningar fyrir gerð aðflutningsskýrslu (útskýrir fullt af því sem er að vefjast fyrir sumum hérna): http://www.tollur.is/displayer.asp?modu ... nt_id=1355" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Tollur & Tollmeðferð
Ég veit alveg hvernig það virkar og þekki reglurnar vel enda búin að stunda innflut ing fyrir margar milljónir síðustu 3 ár
En þetta er samt vitlaust frá öllum sjónarhornum því þú ert að borga virðisauka af sendingarkosntaði að utan en ekki innanlands
Virðisaukinn okkar á ekki að eiga við erlenda póstþjónustu
En þetta er samt vitlaust frá öllum sjónarhornum því þú ert að borga virðisauka af sendingarkosntaði að utan en ekki innanlands
Virðisaukinn okkar á ekki að eiga við erlenda póstþjónustu
ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!
Re: Tollur & Tollmeðferð
Virðisaukaskatturinn er rukkaður af verði vörunnar. Ég er alveg sammála því að það er böggandi að þurfa að "borga meira" en þetta meikar samt miklu meiri sense ef þú pælir í þessu (fyrir utan hvernig þú opnar á það að "shipping & handling" verði 90+% af heildarverði til að svindla á tolli).biturk skrifaði:Ég veit alveg hvernig það virkar og þekki reglurnar vel enda búin að stunda innflut ing fyrir margar milljónir síðustu 3 ár
En þetta er samt vitlaust frá öllum sjónarhornum því þú ert að borga virðisauka af sendingarkosntaði að utan en ekki innanlands
Virðisaukinn okkar á ekki að eiga við erlenda póstþjónustu
Re: Tollur & Tollmeðferð
Póstsending er bara venjuleg þjónusta og ekkert óeðlilegt við að borga VSK af því.
AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED
Re: Tollur & Tollmeðferð
Þá áttu að kvarta og neita að borga eða senda þeim kvörtun eftirá og krefjast þess að fá endurgreitt. Þetta eru samt ekki $2 sem er verið að ofrukka þig. Þetta eru 62 kr. sem þeir ofrukka þig (mismunurinn á vsk af 4660 kr. og 4418 kr.) sem er rétt rúmlega 50¢ (ég er reyndar á þeirri skoðun að það skipti ekki máli hversu lítið það er sem þeir ofrukka mann, prinsippið á að vera að fá það alltaf rétt á endanum).