[Brainstorm] Brotin skrúfa í númeraplötufestingu
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 15436
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
[Brainstorm] Brotin skrúfa í númeraplötufestingu
Varð fyrir því óláni að brjóta hausinn af annari skrúfunni sem heldur rammanum utan um númeraplötuna.
Ramminn var brotinn og ætlaði ég að skipta um hann, skrúfurnar haugriðgaðar og önnur gaf sig.
Hvernig er best að leysa þetta?
Önnur skrúfan virkar vel, spurningin er hvort maður bori gat og setji bara skrúfu í gegnum plastið/stálið og leysi það þannig eða hvort það sé til lím sem hægt væri að nota til að festa rammann við stuðarann.
Held það sé útilokað að ætla að borga út skrúfuna án þess að eyðileggja skrúfuganginn þar í.
Kannski er lausnin að bora út skrúfuna og þvínga síðan sverari skrúfu þar í?
Ramminn var brotinn og ætlaði ég að skipta um hann, skrúfurnar haugriðgaðar og önnur gaf sig.
Hvernig er best að leysa þetta?
Önnur skrúfan virkar vel, spurningin er hvort maður bori gat og setji bara skrúfu í gegnum plastið/stálið og leysi það þannig eða hvort það sé til lím sem hægt væri að nota til að festa rammann við stuðarann.
Held það sé útilokað að ætla að borga út skrúfuna án þess að eyðileggja skrúfuganginn þar í.
Kannski er lausnin að bora út skrúfuna og þvínga síðan sverari skrúfu þar í?
- Viðhengi
-
- IMG_2926.JPG (99.48 KiB) Skoðað 2206 sinnum
-
- IMG_2927.JPG (105.69 KiB) Skoðað 2206 sinnum
Re: [Brainstorm] Brotin skrúfa í númeraplötufestingu
Nærðu skrúfunni ekki með töng?
AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 15436
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: [Brainstorm] Brotin skrúfa í númeraplötufestingu
Nei, hausinn er farinn og leggurinn er eftir inn í, ekkert til að grípa í.Nariur skrifaði:Nærðu skrúfunni ekki með töng?
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1903
- Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: [Brainstorm] Brotin skrúfa í númeraplötufestingu
Ertu búin að skoða á bakvið skrúfuna hvort að hún gangi eitthvað út þar?
þá gætirðu hugsanlega notað "wise grip" töng og skrúfað hana úr þannig.
Eða prufað þetta.
http://www.madelectrical.com/workshop/b ... olts.shtml" onclick="window.open(this.href);return false;
http://diyhousehelp.com/how-to/repair-m ... -lag-bolt/" onclick="window.open(this.href);return false;
Annars gætirðu svosem auðvitað borað í gegn og sett svo bara bolta og ró.
þá gætirðu hugsanlega notað "wise grip" töng og skrúfað hana úr þannig.
Eða prufað þetta.
http://www.madelectrical.com/workshop/b ... olts.shtml" onclick="window.open(this.href);return false;
http://diyhousehelp.com/how-to/repair-m ... -lag-bolt/" onclick="window.open(this.href);return false;
Annars gætirðu svosem auðvitað borað í gegn og sett svo bara bolta og ró.
CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9
Re: [Brainstorm] Brotin skrúfa í númeraplötufestingu
Sé ekki betur nema þú getir sett borskrúfu þarna.
Ég myndi sleppa þessum festingum og notast bara við borskrúfur
Þú ert aldrei að fara að ná boltanum eitthvað heilum held ég, þetta er besta lausnin.
Last edited by slapi on Fös 03. Okt 2014 13:41, edited 1 time in total.
Re: [Brainstorm] Brotin skrúfa í númeraplötufestingu
Sennilega er auðveldast fyrir þig að fá þér bara svokallaða boddyskrúfu, og skrúfa þannig beint í boddy-ið. Ef þú nennir þá er hægt að taka t.d. 4-5mm bor (ef þetta er 6mm skrúfa) og bora þannig út skrúfuna. Ég myndi samt ekki nenna að standa í því, skella frekar boddyskrúfu í þetta
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 15436
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: [Brainstorm] Brotin skrúfa í númeraplötufestingu
Prófaði að hringja á verkstæði og kanna hvort það væri lausn á þessu, hann sagði að best væri að fá sér litla skrúfu (bodyskrúfu )og skrúfa hana í gegnum plastið sem heldur númerinu og í gegnum plastið á stuðaranum. Skiptir engu máli þó það sé aukagat þar sem þetta er alltaf falið á bak við númeraplötuna.
Held ég láti bara vaða á það!!
Held ég láti bara vaða á það!!
-
- Vaktari
- Póstar: 2277
- Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
- Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
- Staða: Ótengdur
Re: [Brainstorm] Brotin skrúfa í númeraplötufestingu
Ég hef fest plötur á bílana mína með frönskum rennilás,nautsterkt límið a þeim en samt hægt að taka plöturnar af
CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:Asus 1080ti strix | RAM: 16gb 3200 Corsair | PSU: RM650x | Case:Corsair 275R |
Re: [Brainstorm] Brotin skrúfa í númeraplötufestingu
Nærðu ekki lítilli skurðarskífu á dremel þarna inn til að gera rauf í skrúfuna sem þú getur náð út með "venjulegu" skrúfjárni?
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 15436
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: [Brainstorm] Brotin skrúfa í númeraplötufestingu
Sterkt epoxy lím hefði örugglega virkað, það er ekki hægt að koma skurðarskífu að þessu nema rústa plastinu á stuðaranum.
Bodyskrúfa er málið, lím/franskur rennilás hefði líka virkað þar sem önnur skrúfan virkar og heldur þessu á sínum stað.
Bodyskrúfa er málið, lím/franskur rennilás hefði líka virkað þar sem önnur skrúfan virkar og heldur þessu á sínum stað.
Re: [Brainstorm] Brotin skrúfa í númeraplötufestingu
Bora með litlum bor og nota svo öfugugga? http://www.fossberg.is/?prodid=843
Þarf nátturulega mikið af riðolíu svo þetta losni
Þarf nátturulega mikið af riðolíu svo þetta losni
Re: [Brainstorm] Brotin skrúfa í númeraplötufestingu
það er hægt að sjóða við skrúfuna og nota svo töng til að snúa hana úr , ef þú kemst í þannig græjur
i7 6700k @ 4.0 GHz | Custom Loop Water Cooling| AsRock z170 extreme 6+ | G.skill trident z 16 GB DDR4 @ 3200 MHz | Gigabyte Aorus GTX 1080ti| Wallmount | BeQuiet Darkpower pro 850+ | Samsung 950 pro nvme m.2 512gb + Samsung SSD 850 evo 2.5'' 2x250GB SATA3|Acer X34a - BenQ G2450 24'' | W10 x64
Re: [Brainstorm] Brotin skrúfa í númeraplötufestingu
http://www.fossberg.is/?prodid=843" onclick="window.open(this.href);return false; nota öfugugga?
AsRock TRX40 Taichi AMD Threadripper 3960X Asus GTX 980OC Strix 4GB G.Skill (4x8GB) Trident Neo 3600MHz DDR4 Western Digital RED 4TB stýrikerfi: 2x Corsair MP600 1TB raid0 50" Panasonic Plasma TV WD RED 4TB
-
- Vaktari
- Póstar: 2260
- Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
- Staðsetning: Árbærinn
- Staða: Ótengdur
Re: [Brainstorm] Brotin skrúfa í númeraplötufestingu
Jon1 skrifaði:það er hægt að sjóða við skrúfuna og nota svo töng til að snúa hana úr , ef þú kemst í þannig græjur
Þú ert ekki að fara að hita mikið í kringum stuðarann. Plús að skrífan er svona 6mm. Ervitt fyrir óvanan að sjóða í það.
Þetta er lang gáfulegasta lausnin. Þarft samt að vanta þig mjög mikið og helst að byrja á því að kjörna (gera littla dælt í miðjuna þar sem þú ætlar að bora með verkfæri)konice skrifaði:Bora með litlum bor og nota svo öfugugga? http://www.fossberg.is/?prodid=843
Þarf nátturulega mikið af riðolíu svo þetta losni
Byrjaðu samt á að drekkja þessu í riðolíu og leifa henni að vinna.
i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 15436
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: [Brainstorm] Brotin skrúfa í númeraplötufestingu
Ég reddaði þessu eins og sannur trésmiður!!!
Fann litlar tréskrúfu inn í bílskúr og skrúfaði plastið beint við stuðaraplastið!!
Svínvirkar, þarf ekketr svakalegt hald þar sem ekkert hvílir á þessu og boltinn hægra megin er í fínu formi.
Gaman að fá lausnirnar frá ykkur, ekki vantar hugmyndaflugið hjá sumum, franskur rennilás finnst mér snilld, efast samt um að hann héldi hérna í Kjalarnes rokinu
Fann litlar tréskrúfu inn í bílskúr og skrúfaði plastið beint við stuðaraplastið!!
Svínvirkar, þarf ekketr svakalegt hald þar sem ekkert hvílir á þessu og boltinn hægra megin er í fínu formi.
Gaman að fá lausnirnar frá ykkur, ekki vantar hugmyndaflugið hjá sumum, franskur rennilás finnst mér snilld, efast samt um að hann héldi hérna í Kjalarnes rokinu
- Viðhengi
-
- IMG_2930.JPG (107.32 KiB) Skoðað 2053 sinnum
-
- IMG_2928.JPG (86.89 KiB) Skoðað 2053 sinnum
-
- Kóngur
- Póstar: 6079
- Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
- Staðsetning: fyrir aftan þig
- Staða: Ótengdur
Re: [Brainstorm] Brotin skrúfa í númeraplötufestingu
þetta hefði líklegast gengið líka.dori skrifaði:Nærðu ekki lítilli skurðarskífu á dremel þarna inn til að gera rauf í skrúfuna sem þú getur náð út með "venjulegu" skrúfjárni?
CPU: Intel Core i7 6700K MB: Asrock Z170 Extreme4 GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance LPX 2x8gb 3200Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL
-
- Besserwisser
- Póstar: 3065
- Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
- Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
- Staða: Ótengdur
Re: [Brainstorm] Brotin skrúfa í númeraplötufestingu
Þú getur líka fengið öfugugga hjá Sindra http://sindri.is/%C3%B6fuguggasett-ibtjgaw0501" onclick="window.open(this.href);return false;
Samt hefðirðu bara átt að vera grand á þessu og laga þetta með gengjuviðgerðarsetti http://sindri.is/gengjuvi%C3%B0ger%C3%B ... btjgad130a" onclick="window.open(this.href);return false;
Samt hefðirðu bara átt að vera grand á þessu og laga þetta með gengjuviðgerðarsetti http://sindri.is/gengjuvi%C3%B0ger%C3%B ... btjgad130a" onclick="window.open(this.href);return false;
Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 15436
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: [Brainstorm] Brotin skrúfa í númeraplötufestingu
799. kr. fyrir fimm öfugugga, það er gjöf en ekki gjald.
Kaupi þetta sett næst þegar ég kíki við í Sindra.
Kaupi þetta sett næst þegar ég kíki við í Sindra.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1819
- Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
- Staðsetning: 110 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: [Brainstorm] Brotin skrúfa í númeraplötufestingu
Svo er náttúrulega klassi að Hnoða númerið bara á bílinn helst með ryðfríu svo löggi geti ekki klippt af bílnum
| Ryzen 7 1800X 16GB Gainward GeForce RTX 3060 Pegasus 12GB| Plex i5 6600K 16GB | Mi Poco X3 | Mi Box S |
-
- Vaktari
- Póstar: 2260
- Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
- Staðsetning: Árbærinn
- Staða: Ótengdur
Re: [Brainstorm] Brotin skrúfa í númeraplötufestingu
Svosem allt í lagi að skrúfa þetta bara í. Er svo gott sem alltaf gert að framan
i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 3992
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: [Brainstorm] Brotin skrúfa í númeraplötufestingu
Í rafvélavrikjunninni rafsauð maður tein við brotnu skrúfuna og snéri síðan úr . Plastið yrði flott eftir rafsuðuna hehe
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic