lausn á svefnvandamálum ?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Jon1
Geek
Póstar: 839
Skráði sig: Sun 20. Jan 2008 04:25
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

lausn á svefnvandamálum ?

Póstur af Jon1 »

sælir drengir (og stúlkur?)
ég er búinn að vera í mikluveseni með svefn núna í rúmt ár og það er bara að versn!
svona uppá forvitni ákvað ég að prófa að spurja hérna til að sjá hvort þið væruð búinr
að lenda í svona og hvað þið gerðuð til að komast í gegnum svona ?
i7 6700k @ 4.0 GHz | Custom Loop Water Cooling| AsRock z170 extreme 6+ | G.skill trident z 16 GB DDR4 @ 3200 MHz | Gigabyte Aorus GTX 1080ti| Wallmount | BeQuiet Darkpower pro 850+ | Samsung 950 pro nvme m.2 512gb + Samsung SSD 850 evo 2.5'' 2x250GB SATA3|Acer X34a - BenQ G2450 24'' | W10 x64
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: lausn á svefnvandamálum ?

Póstur af AntiTrust »

Geturu lýst þessu nánar? Erfitt með að sofna? Vaknar oft á næturnar? Sefur laust og vaknar þreyttur?
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Skjámynd

Höfundur
Jon1
Geek
Póstar: 839
Skráði sig: Sun 20. Jan 2008 04:25
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: lausn á svefnvandamálum ?

Póstur af Jon1 »

mjög erfit að sofa
sef misvel og sef ég laust og vakna bara uppúr þurru og vakna alltaf þreyttur !
ég er í háskólanámi svo þetta er alveg að drepa mig
i7 6700k @ 4.0 GHz | Custom Loop Water Cooling| AsRock z170 extreme 6+ | G.skill trident z 16 GB DDR4 @ 3200 MHz | Gigabyte Aorus GTX 1080ti| Wallmount | BeQuiet Darkpower pro 850+ | Samsung 950 pro nvme m.2 512gb + Samsung SSD 850 evo 2.5'' 2x250GB SATA3|Acer X34a - BenQ G2450 24'' | W10 x64
Skjámynd

Stutturdreki
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1629
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Staða: Ótengdur

Re: lausn á svefnvandamálum ?

Póstur af Stutturdreki »

1. Fara til læknis
2. Ekki hanga í tölvu alveg þangað til þú ferð að sofa
3. Hreyfðu þig í 20-30 mín á hverju kvöldi.. bara stuttan labbitúr eða eitthvað.. sérstaklega ef þú stundar ekki íþróttir

Annars bara fara til læknis, skertur svefn getur haft alvarleg áhrif á blóðþrýsting, geðheilsu og bara allskonar.
Skjámynd

Plushy
Vaktari
Póstar: 2259
Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
Staðsetning: Grafarvogur
Staða: Ótengdur

Re: lausn á svefnvandamálum ?

Póstur af Plushy »

Jon1 skrifaði:mjög erfit að sofa
sef misvel og sef ég laust og vakna bara uppúr þurru og vakna alltaf þreyttur !
ég er í háskólanámi svo þetta er alveg að drepa mig
Ég vakna alltaf þreyttur :(

Á mjög létt með að sofna og að sofa, vakna samt handahófskennt en sofna strax aftur.
Skjámynd

Perks
Fiktari
Póstar: 82
Skráði sig: Mið 01. Maí 2013 11:41
Staða: Ótengdur

Re: lausn á svefnvandamálum ?

Póstur af Perks »

Vakna alltaf á sama tíma og fara að sofa á sama tíma.
Rútína út í eitt hjálpar mér mest já og ekkert kaffi eftir kl 17 :´(

@Plushy að vakna alltaf þreyttur og aldrei útsofinn myndi ég skoða kæfisvefn og einkennin þar. Ef þú hefur ekki spáð í það.
600w corsair CX600 V2 | ASRock 990FX Extreme4 | AM3+ Piledriver X8 FX-8350 | Scythe Ninja 3 | Gigabyte R9 390| 2 TB Seagate HDD | 120 GB Samsung Evo SSD | 2x 4GB 1600Mhz Corsair Ven + 2x 8GB Mushkin |

Tbot
ÜberAdmin
Póstar: 1330
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: lausn á svefnvandamálum ?

Póstur af Tbot »

Ekki gleyma einum hlut, það er gosdrykkir, slatti af koffíni í kók og pepsi.
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: lausn á svefnvandamálum ?

Póstur af rapport »

Það sem virkaði best hjá mér var að hætta að reykja...

Einnig ef ég er "out of it" þreyttur, þá er eins og ég þurfi að vakna örlítið til að geta sofnað og þá fæ ég mér 1/3 - 1/2 espressoskot áður en ég skríð undir sæng. (virkar kannski ekki fyrir alla)

Svo til að slappa af þá var mér kennt sem krakka að til að róa mig þá ætti ég að hreyfa mig hægt s.s. ekki hlaupa upp tröppur, ekki ganga hratt o.s.frv.

Að hreyfa sig hægt róar hugann, jafnvel þó að það sé mikið effort að einbeita sér að því að hreyfa sig ekki of hratt.


Annars hef ég getað sofnað nánast hvenær sem er og hvar sem er... Á meðan ég reykti þá svaf ég bara verr... fékk minni hvíld.
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: lausn á svefnvandamálum ?

Póstur af AntiTrust »

Fyrir mig er þetta voðalega basic. Ég hef aldrei verið mikið að vakna á nóttunni en lengst af hef ég átt erfitt með að sofna yfir höfuð, alveg sama hvað klukkan er. En ef þessi þrjú atriði eru í lagi hjá mér næ ég oftast 6-7 tíma góðum svefn.

1. Æfa í 45-90mín á hverjum degi - Tek einn hvíldardag í viku (og sef yfirleitt í 12 tíma þann daginn, óslitið).
2. Borða hollt. Sykur, kryddmatur, brauðmeti, skyndibiti - Pretty much flestallt óhollt hefur áhrif á svefninn minn.
3. Stress. Það er fátt sem heldur manni jafn mikið vakandi og óþarfa áhyggjur. Gera e-ð sem tekur hugann af hlutunum fyrir svefn.

Alveg öfugt við það sem er mælt með þá sofna ég líka mikið hraðar yfir e-rju í TVinu, set nánast alltaf á heimildarmyndir eða mjög létta gamanþætti til að sofna yfir. TVið slekkur sjálfkrafa á sér um 12 svo það er ekki að vekja mig yfir nóttina heldur.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Skjámynd

rango
FanBoy
Póstar: 785
Skráði sig: Lau 14. Júl 2012 22:36
Staðsetning: 404 - Location Not found.
Staða: Ótengdur

Re: lausn á svefnvandamálum ?

Póstur af rango »

https://justgetflux.com/" onclick="window.open(this.href);return false;

playman
Of mikill frítími
Póstar: 1903
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: lausn á svefnvandamálum ?

Póstur af playman »

Ég var að greinast með vefjagigt núna fyrir stuttu, þín svefnvandamál hljóma mjög svipuð og mín, eftir að ég greindist þá fékk
ég einhverjar töflur, man ekki hvað þær heita í augnablikinu, en eftir að ég fór á þær þá hef ég sofið miklu betur, og ekki eins
aumur í skrokkinum, leið stundum eins og ég hafði orðið undir valtara hvert skipti sem ég vaknaði. En þessar töflur eru einmitt gefnar
vefjagigtar sjúklingum.
Skoðaðu þessa síðu.
http://vefjagigt.is/grein.php?id_grein=68" onclick="window.open(this.href);return false;

Einnig er ég með kæfisvefn, og það var nú ekkert að hjálpa manni með svefnin, ekki fyrr en ég fékk tæki til að sofa með.
Fínt að rýna yfir hann.
http://www.svefnfelag.is/wp-content/upl ... ur-LSH.pdf" onclick="window.open(this.href);return false;

Annars er bara að googla þetta í drassl, því að maður hefur lent of oft í því að maður þurfi að vinna heimavinnuna sína
áður en maður hittir þessa lækna.
CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9

blitz
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1668
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Staða: Ótengdur

Re: lausn á svefnvandamálum ?

Póstur af blitz »

Ef mataræði, hreyfing og utanaðkomandi áreiti eru ekki í ideal ástandi myndi ég byrja á að breyta því.
PS4
Skjámynd

Höfundur
Jon1
Geek
Póstar: 839
Skráði sig: Sun 20. Jan 2008 04:25
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: lausn á svefnvandamálum ?

Póstur af Jon1 »

hefði kannski átt að segja meira frá þessu :) takk fyrir öll svörin samt
hérna er smá back story :
ég er öryrki með króníska verki en það er langt síðan það gerðist og ég hef alveg getað sofið síðan þá
ég var mikið í ræktinni þegar svefnvandamálin voru byrja og hélt áfram svoldið eftir það en núna hef ég bara ekki orku
drekk ekki kaffi nema í prófa vikum þá ekkert eftir að ég kem heim um svona 18:00
kannski ég ætti að skoða þetta með vefja eða kæfisvefn( er það þegar maður hrítur?)
i7 6700k @ 4.0 GHz | Custom Loop Water Cooling| AsRock z170 extreme 6+ | G.skill trident z 16 GB DDR4 @ 3200 MHz | Gigabyte Aorus GTX 1080ti| Wallmount | BeQuiet Darkpower pro 850+ | Samsung 950 pro nvme m.2 512gb + Samsung SSD 850 evo 2.5'' 2x250GB SATA3|Acer X34a - BenQ G2450 24'' | W10 x64

Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Staða: Ótengdur

Re: lausn á svefnvandamálum ?

Póstur af Bjosep »

1. Ráðfærðu þig við lækni. Svefnvandamál eru eiginlega hundleiðinleg að því leyti að þau versna bara nema á þeim sé tekið. Þú verður sífellt þreyttari og gæði svefnsins minnka og þessu fylgir stress og hausverkir og minnkandi geta. Þetta verður eiginlega snjóbolti sem bætir á sig.

Önnur ráð sem koma samt ekki í staðinn fyrir að heimsækja lækni.

Ef þú lest þér til um þetta þá eru helsta ráðið að reyna að hafa svefntímann reglulegan. Fara að sofna á sama tíma og vakna á sama tíma. Og ef þú vakir of lengi að reyna þá samt að vakna á sama tíma.

Eins og Rango nefnir hér að ofan, að nota einhvern hugbúnað til þess að dempa birtuna á skjánum (bæði á tölvunni og símanum) ef þú ert lengi að á kvöldin. Eins hafa sumir ráðlagt notkun gleraugna sem dempa blátt ljós. http://authoritynutrition.com/block-blu ... ep-better/" onclick="window.open(this.href);return false;

Reyna að neyta ekki of mikils koffíns seint á daginn (sumir segja ekkert eftir hádegi meðan aðrir miða við 15-16 leytið)

Hreyfing og mataræði eru mikilvæg, en gættu þess samt að vera ekki að koma úr ræktinni hálftíma fyrir svefntímann. Fyrr er betra myndi ég segja.

Gætir prufað eitthvað eins og gott heitt bað áður en þú ferð að sofa, eða heita sturtu eða heimsókn í heitu pottana.

Það eru til náttúruefni sem "eiga" að hjálpa til við svefn og slökun. Magnesíum, melatónín, kamilla.
Skjámynd

vesi
/dev/null
Póstar: 1463
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Ótengdur

Re: lausn á svefnvandamálum ?

Póstur af vesi »

Jon1 skrifaði:hefði kannski átt að segja meira frá þessu :) takk fyrir öll svörin samt
hérna er smá back story :
ég er öryrki með króníska verki en það er langt síðan það gerðist og ég hef alveg getað sofið síðan þá
ég var mikið í ræktinni þegar svefnvandamálin voru byrja og hélt áfram svoldið eftir það en núna hef ég bara ekki orku
drekk ekki kaffi nema í prófa vikum þá ekkert eftir að ég kem heim um svona 18:00
kannski ég ætti að skoða þetta með vefja eða kæfisvefn( er það þegar maður hrítur?)
hef svipaða sögu og þú, búinn að vera í miklu basli með stoðkerfið og annað, Hreifing gerði mig bara verri á tímabili því þá bólgnaði ég upp í hnjám og öxlum, bakið fór líka í drasl.

Ég endaði með því að fá svefntöflur hjá lækni http://www.lyfjabokin.is/Lyf/Stilnoct/ Til að stilla svefnin af þegar ég missi tökin á honum, Svo þegar ég búinn að ná að stilla svefnin af frá ca 23-00 til 06-07 þá tek ég bara hálfa töflu þangað til ég þarf þess ekki, tekur ca 4-5 daga.
MCTS Nov´12
Asus eeePc

haywood
Ofur-Nörd
Póstar: 262
Skráði sig: Fös 03. Sep 2010 12:55
Staða: Ótengdur

Re: lausn á svefnvandamálum ?

Póstur af haywood »

Gætir prófað magnesíum duft. Fæst í næsta apóteki
Skjámynd

ponzer
Kerfisstjóri
Póstar: 1268
Skráði sig: Þri 07. Sep 2004 18:18
Staðsetning: Router(config)#
Staða: Ótengdur

Re: lausn á svefnvandamálum ?

Póstur af ponzer »

haywood skrifaði:Gætir prófað magnesíum duft. Fæst í næsta apóteki
Ég er frekar rólegur að eðlisfari og á alls ekki í neinum vandræðum með svefn en ég ákvað samt að prófa þetta magnesíum duft fyrir nokkrum mánuðum, VÁ þetta var eins og verða fyrir valtara og ég hef líklega aldrei sofið eins fast og vel. Eina við þetta duft er að þetta var farið að hafa áhrif á mig daginn eftir og var ég farinn að geyspa ansi oft yfir daginn.

Annars ætti smá hreyfing, rétt mataræði og passa að ná 7-8 tíma svefn að vera lykillinn.
Specs: Tölva, skjár, lyklaborð, mús og internet.
Skjámynd

rattlehead
Ofur-Nörd
Póstar: 246
Skráði sig: Fös 02. Des 2011 11:01
Staða: Ótengdur

Re: lausn á svefnvandamálum ?

Póstur af rattlehead »

Hef notað sky.fm eða nú radiotunes með róandi tónlist. er með sleep timer og slekkur á sig sjálft. Hef einnig notað spotify og music off. virkar vel á mig.

capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Staða: Ótengdur

Re: lausn á svefnvandamálum ?

Póstur af capteinninn »

ponzer skrifaði:
haywood skrifaði:Gætir prófað magnesíum duft. Fæst í næsta apóteki
Ég er frekar rólegur að eðlisfari og á alls ekki í neinum vandræðum með svefn en ég ákvað samt að prófa þetta magnesíum duft fyrir nokkrum mánuðum, VÁ þetta var eins og verða fyrir valtara og ég hef líklega aldrei sofið eins fast og vel. Eina við þetta duft er að þetta var farið að hafa áhrif á mig daginn eftir og var ég farinn að geyspa ansi oft yfir daginn.

Annars ætti smá hreyfing, rétt mataræði og passa að ná 7-8 tíma svefn að vera lykillinn.
Er þetta Magnesíum að virka svona vel, hef séð þetta áður og verið að pæla í þessu.
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: lausn á svefnvandamálum ?

Póstur af GuðjónR »

Magnesíum duftið er slakandi það er ekki spurning, en farðu samt varlega í það annars færðu pípandi niðurgang.
Skjámynd

Höfundur
Jon1
Geek
Póstar: 839
Skráði sig: Sun 20. Jan 2008 04:25
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: lausn á svefnvandamálum ?

Póstur af Jon1 »

það sem ég er buin að vera að skoða er melatonin! en kannski ég próf þetta duft fyrst ! læknar hafa boðið mér svefnlyf en ég er svo viðkvæmur fyrir lyfjum sérstaklega vímuvaldandi lyfjum að ég verð bara ekki með daginn eftir þanni ég hætti því ! melatonin á að auka svefnhormóna framleiðslu þanni það er tilraun! en ég má bara ekki vera dofinn í skólanum :S
i7 6700k @ 4.0 GHz | Custom Loop Water Cooling| AsRock z170 extreme 6+ | G.skill trident z 16 GB DDR4 @ 3200 MHz | Gigabyte Aorus GTX 1080ti| Wallmount | BeQuiet Darkpower pro 850+ | Samsung 950 pro nvme m.2 512gb + Samsung SSD 850 evo 2.5'' 2x250GB SATA3|Acer X34a - BenQ G2450 24'' | W10 x64

machinefart
Ofur-Nörd
Póstar: 288
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2014 12:23
Staða: Ótengdur

Re: lausn á svefnvandamálum ?

Póstur af machinefart »

Ég hef heyrt góða hluti um þessa gæja, https://www.betrisvefn.is/" onclick="window.open(this.href);return false;

Í því samhengi sem þeir komu upp voru þeir líka quotaðir að segja að ipad væri að valda svona 80% svefnvandamálum landans í dag. Fólk er að tjúlla sig upp í spjaldtölvuleikjum og á fréttasíðum fram á síðustu stundu og síðan á að sofna instant sem virkar aldrei :)

Ég er ekki tengdur þeim, en þú ræður hvort þú trúir því :) Mundi allt í einu eftir þeim og ákvað að henda inn fyrst þú ert að fara að spandera í eitthvað gulrótarduft
Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2179
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Staða: Ótengdur

Re: lausn á svefnvandamálum ?

Póstur af kizi86 »

Melatonin does wonders.. Bara verst hvað úrvalið af melatonin lyfjum er af skornum skammti hér á klakanum (bara eitt, og þá í blöndu af einhverju öðru lyfi) og rándýrt í þokkabót.. Hef oft þjáðst af svefntruflunum, yfirleitt eitthvað sem var mér sjalfum að kenna samt, fokka upp sólarhringnum og þannig, en melatonin lagaði það alltaf.

Þegar fór til USA þá keypti eg 5 glös hvert með 400 töflum í, og kostaði saman um 20$.. Melatonin dótið sem er hægt að fá hérna kostar um 6000kr fyrir 5 töflur að mig minnir.. Alveg fáránlegt..
AsRock TRX40 Taichi AMD Threadripper 3960X Asus GTX 980OC Strix 4GB G.Skill (4x8GB) Trident Neo 3600MHz DDR4 Western Digital RED 4TB stýrikerfi: 2x Corsair MP600 1TB raid0 50" Panasonic Plasma TV WD RED 4TB
Skjámynd

Frantic
FanBoy
Póstar: 797
Skráði sig: Mið 04. Mar 2009 17:43
Staða: Ótengdur

Re: lausn á svefnvandamálum ?

Póstur af Frantic »

Hef prófað þetta melatonin.
Held í alvöru að það sé bara eitthvað bull.
Virkaði ekki neitt á mig svo ég henti því.
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: lausn á svefnvandamálum ?

Póstur af AntiTrust »

Frantic skrifaði:Hef prófað þetta melatonin.
Held í alvöru að það sé bara eitthvað bull.
Virkaði ekki neitt á mig svo ég henti því.
Það er vel þekkt að melatónín hefur áhrif á svefn og getur hjálpað til við svefntruflanir, vaktavinnu og þreytu eftir ferðalög.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Svara