Íhlutir í server til að keyra heima við, vantar álit takk;)

Svara

Höfundur
ASUSit
Fiktari
Póstar: 81
Skráði sig: Sun 15. Jún 2014 02:26
Staða: Ótengdur

Íhlutir í server til að keyra heima við, vantar álit takk;)

Póstur af ASUSit »

Komið heilir og sælir allir saman.

Ég hef til fjölda ára verið að keyra svona lítinn 'heimaserver' á einhverjum eldri tölvum sem ég hef verið hættur að nota til að vinna á. Ég nota þetta mest bara til þess að leika mér við að fikta mig áfram í hinu og þessu, en hef auk þess verið að keyra Samba, ftp server, gagnageymslu og vefþjón (Le apacé/mysql o.s.frv.).

Núna langar mig hins vegar að skella saman örlítið öflugri vél þar sem að ég er að fá 400mbs ljósleiðaratengingu. Ég tek það hér með fram að ég hef akkúrat ekkert vit á því hvaða íhlutir væru betri en aðrir í þetta - en eftirfarandi er megin uppistaðan af því sem ég er búinn að vera að skoða og hafði hugsað mér að fjárfesta í:

Turn: Aerocool Strike-X ST Devil Red XL-ATX Sbr. http://www.aerocool.com.tw/index.php/20 ... nformation

Móðurborð: ASUS Rampage IV Extreme LGA 2011 Intel X79 SATA 6Gb/s USB 3.0 Extended ATX Intel Motherboard Sbr. http://www.newegg.com/Product/Product.a ... 6813131802

Örgjörvi: Intel Core i7 5820K 3.3GHz 22nm 15MB (6 kjarna) Sbr. http://electronicsmaker.com/prime-abgb- ... r-in-india

Örgjörvakæling: Corsair H110 vökvakæling Sbr. http://www.corsair.com/en-us/hydro-seri ... cpu-cooler

RAM/Minni: Corsair 64GB 8x8GB 1600MHz CL10 Vengeance Sbr. http://www.corsair.com/en-us/vengeancer ... 3m4a1600c9

OS diskur: Samsung 850 PRO 512 GB Sbr. http://www.samsung.com/us/computer/memo ... Z-7KE1T0BW

Ásamt 'geymsludiskum', 10 stk. af: 3TB Seagate 64MB 7200 RPM Sbr. http://www.newegg.com/Product/Product.a ... 6822148736

Netkort: TEC Dual Gigabit PCI-E, 10/100/1000Mbps full duplex Sbr. http://www.i-tech.com.au/products/84470 ... IT_ET.aspx

Aflgjafi: Aerocool Strike-X 1100W Sbr. http://www.aerocool.com.tw/index.php/st ... nformation

Og við þetta bætist líkast til a.m.k. optical drif ásamt fleiri kæliviftum o.þ.h.


Þar sem að ég hef, eins og áður segir, gífurlega lítið vit á því hvaða samsetning væri betri en önnur að þá myndi ég þiggja öll álit, ráðleggingar o.s.frv.

Bestu þakkir til þeirra sem nenntu að fara yfir þennan lista og mögulega gefa sitt álit um leið! =D> =D>

slapi
Gúrú
Póstar: 509
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Staða: Ótengdur

Re: Íhlutir í server til að keyra heima við, vantar álit tak

Póstur af slapi »

Ef þú ætlar að nota þennan örgjörva þarftu annað móðurborð með X99 chipsetti og þegar þú ert kominn í X99 chipsett þarftu DDR4 minni og það er frekar dýrt í dag. Síðan er 2011 socketið miðað við meira video editing og þess háttar og meira enthusiast platform.
Ég held að þú sért að hugsa overkill í þetta setup og þetta fer aðeins eftir hvað þú ert að fara að gera á servernum , þú þarft t.d. ekki 1100w powersupply til að keyra þetta system alveg langt í frá 7-800w supply er meira en nóg.(http://www.extreme.outervision.com/PSUEngine" onclick="window.open(this.href);return false; getur reiknað það hérna)
Síðan það sem vantar í pælinguna hjá þér er að hvernig ætlarðu að tengja alla þessa diska? Þarft þá að pæla í sata korti eða hardware raid korti.
Með örgjörva myndi ég segja í alla low mid server vinnslu er i5 4460 nóg í alla eðlilega vinnslu á heimaserver
Og ég stórlega efast um að þú þurfi 64 GB af vinnsluminni.
Sko meðaðvið budgetið sem þú ert greinilega búinn að setja þér er hægt að smíða mjög flottan server með flottu raidkorti og annað. Því er algjör vitleysa að velja þessa Seagate diska en það er frekar hátt failure rate á þeim. Gáfulegra val væri WD RED en þeir eru hannaðir til að vera í NAS umhverfi saman ber http://www.tolvuvirkni.is/product/4tb-s ... 0efrx-64mb" onclick="window.open(this.href);return false; en 4 TB virðist vera flottur sweetspot fyrir krónu/TB þessa dagana.
Vonandi er ég að beina þér í réttar áttir
Skjámynd

trausti164
Geek
Póstar: 854
Skráði sig: Lau 13. Okt 2012 23:43
Staðsetning: 271 Mosfellssveit
Staða: Ótengdur

Re: Íhlutir í server til að keyra heima við, vantar álit tak

Póstur af trausti164 »

Ef að þú ert að fara í svona dýran örgjörva þá myndi ég frekar henda mér í Xeon, E5-2620 kostar svipaðan pening og 5820k örgjörvinn sem að þú varst búinn að finna til.
Þessi Xeon er einnig hexa core og eyðir mun minna rafmagni eins og gengur og gerist með Xeon.
Svo myndi ég frekar fara í ASRock X79 Extreme9 móðurborð og spara þannig um 40.000kr sem að myndu bara fara í einhver gaming features á Rampage borðinu.
Vinnsluminnið er mjög solid og ég sé ekki betur en að restin af rigginu sé það líka, kannski að fara í WD Red eins og fyrri ræðumaður benti þér á, vona bara að þú setjir Linux inn á þetta.
Þar sem að þú spara mikinn pening á móðurborðinu þá gætirðu spáð í að stækka SSD-inn upp í 1TB og redda þér raid korti fyrir geymsludiskana.
Gangi þér vel :)
Ryzen 5 2600x - Gtx 1060 6GB - Asus B350M TUF - 8GB Corsair Vengeance 2133Mhz DDR4 - Corsair CX550W
Skjámynd

nidur
Kerfisstjóri
Póstar: 1227
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Íhlutir í server til að keyra heima við, vantar álit tak

Póstur af nidur »

Væri gott að vita hvaða stýrikerfi þú ætlar að nota á vélina, og hvernig þú ætlar að nota diskana.

einnig hvaða vinnslu þú sérð fyrir þér að verði aðalega á vélinni, geymsla/plex/VM
Everyone knows the phrases "time is money" and "money is power". That naturally concludes that time is also power. Time gives you the ability to learn how to do things, but people don't want the power in today's world. They want their time and money.
Skjámynd

trausti164
Geek
Póstar: 854
Skráði sig: Lau 13. Okt 2012 23:43
Staðsetning: 271 Mosfellssveit
Staða: Ótengdur

Re: Íhlutir í server til að keyra heima við, vantar álit tak

Póstur af trausti164 »

nidur skrifaði:Væri gott að vita hvaða stýrikerfi þú ætlar að nota á vélina, og hvernig þú ætlar að nota diskana.

einnig hvaða vinnslu þú sérð fyrir þér að verði aðalega á vélinni, geymsla/plex/VM
Ég nota þetta mest bara til þess að leika mér við að fikta mig áfram í hinu og þessu, en hef auk þess verið að keyra Samba, ftp server, gagnageymslu og vefþjón (Le apacé/mysql o.s.frv.).
Ryzen 5 2600x - Gtx 1060 6GB - Asus B350M TUF - 8GB Corsair Vengeance 2133Mhz DDR4 - Corsair CX550W
Skjámynd

nidur
Kerfisstjóri
Póstar: 1227
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Íhlutir í server til að keyra heima við, vantar álit tak

Póstur af nidur »

Ég skildi hann þannig að hann væri hættur að fikta og væri að fara að setja upp eitthvað ofur.
Everyone knows the phrases "time is money" and "money is power". That naturally concludes that time is also power. Time gives you the ability to learn how to do things, but people don't want the power in today's world. They want their time and money.
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Íhlutir í server til að keyra heima við, vantar álit tak

Póstur af hagur »

Þetta er rosalegt overkill að mínu mati, en ef þú ert tilbúinn í svona "fjárfestingu" (tölvur eru sjaldan fjárfesting) þá bara go for it.
Skjámynd

Minuz1
1+1=10
Póstar: 1162
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Íhlutir í server til að keyra heima við, vantar álit tak

Póstur af Minuz1 »

Þetta lýtur út eins og gaming vél, ekki server.
Hvar er backup-ið?
ECC minnið?
Raid controllerinn?
Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það
Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2569
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Íhlutir í server til að keyra heima við, vantar álit tak

Póstur af CendenZ »

Þetta er algjör della, þetta er meira eins og leikjavél með 30TB pláss fyrir klám.
Ef þú ætlar að fá þér einhvern server, þá geturu nú bara keypt öflugan quad core xeon á ebay undir þúsund dollurum.

Það kemur til með fyrir meðalstór fyrirtæki, það dugar þér :lol:
Svara