Hann er náttúrulega soldið dýr, og ef ég er að fara með rétt mál þá er það vegna þess að það er sjónvarps skattur á þessu vegna þess að skjárin getur bæði flutt mynd og hljóð, en veit samt ekki alveg hvort það eigi við með DP en það er allavega þannig með HDMI tengin.
Svo er TN panel í þessu sem er víst með betri TN panelum sem til eru, sérsmíðaðir af Asus

Og speccanir eru gordjöss með 1440p og g-sync og svo 144hz
Það er spurning samt hvort maður eigi að fjárfesta í einum svona, ég er búinn að vera hugsa það lengi, málið er að nú þegar svona skrímsla skjár er kominn, ætli aðrir framleiðendur fari ekki að gera svipað og ódýrara.
En allavega frábær skjár að mínu mati sem ég væri alveg til í að vera með heima hjá mér
