Macbook Pro æði

Skjámynd

Höfundur
Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Macbook Pro æði

Póstur af Sallarólegur »

Afsakið mig fyrirfram. En vá hvað þetta fer í taugarnar á mér.

Afhverju er 50% af fólki sem kaupir sér fartölvu að kaupa sér 300 þúsund króna Macbook Pro - og 90% þeirra notar tölvuna eingöngu til þess að opna Facebook, Word og horfa á þætti? Tek mikið eftir þessu í skólanum.

Aftur á móti - djöfull væri ég til í að eiga eina Macbook Pro... ég gæti nýtt hana svo miklu betur en þessir nöllar sem kaupa hana bara upp á lúkkið \:D/

:fly
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6079
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Macbook Pro æði

Póstur af worghal »

af því að apple er tískuvara og þú ert ekki "cool" nema þú eigir ipod, iphone, ipad og macbook pro.
CPU: Intel Core i7 6700K MB: Asrock Z170 Extreme4 GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance LPX 2x8gb 3200Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL
Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2010
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Staða: Ótengdur

Re: Macbook Pro æði

Póstur af tdog »

Já Apple er bölvuð tískuvara.


Ég samt vil líta á mig sem nörda með mína, ég nota mína mikið í tónlistarupptökur og forrita mikið á hana elskuna mína.
MacBook Pro, Late 2011. 2.2 Ghz i7, 8GB 1333Mhz
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú
Skjámynd

sweeneythebarber
Græningi
Póstar: 30
Skráði sig: Mán 07. Júl 2014 17:39
Staða: Ótengdur

Re: Macbook Pro æði

Póstur af sweeneythebarber »

Sallarólegur skrifaði:Afsakið mig fyrirfram. En vá hvað þetta fer í taugarnar á mér.

Afhverju er 50% af fólki sem kaupir sér fartölvu að kaupa sér 300 þúsund króna Macbook Pro - og 90% þeirra notar tölvuna eingöngu til þess að opna Facebook, Word og horfa á þætti? Tek mikið eftir þessu í skólanum.

Aftur á móti - djöfull væri ég til í að eiga eina Macbook Pro... ég gæti nýtt hana svo miklu betur en þessir nöllar sem kaupa hana bara upp á lúkkið \:D/

:fly

Því að fólk hefur frjálsann vilja og má eyða peningunum sínum hvernig sem það vill.
Samanburður og 3 svipað jafn dýrum fartölvum. ( Getið öruglega fundið einhverjar aðrar ef þið viljið)

Vélin frá dell er með 1920x1080 skjá með 500gb hybrid ssd er með dvd drifi og intel hd 4600 2.56kg.Intel Core i5-4310M (3M Cache, allt að 3.40GHz) rafhlaða endist í 6 tíma samkvæmt Pcmag
Vélin frá Lenovo er með 1920x180 skjá, 1tb harðann disk og 8gb chace örgjörvinn er með7-4700MQ Quad-Core 2,4GHz turbo boost uppí 3,4GHz, Hún er með 12gb vinnsluminni og GT755M 4GB. er ekki með dvd drifi. er 2,7 kg og rafhlaða endist í 5 tíma max
vélin frá apple er með 2560x1600 skjá, með 128gb flash ssd, er ekki með dvd drif, skjákort er intel iris pro Örgjörvi er 2,6GHz dual-core Intel Core i5 og 8gb vinnsluminni, er 1.56kg og batterýið endist í 9 klukkutíma.

Dell Latitude E6540 kostar 270.000kr frá advania
Macbook pro retina kostar 240.000kr frá Macland (kostar 230.000kr hjá elko)
Lenovo IdeaPad Y510p kostar 240.000kr frá Elko

Flest allir eru með dropbox, google drive, office 365, eða flakkara tengdann við net heima þar sem geymt er allar myndir og þætti o.s.v.f Þannig að stærðinn á disknum skiptir ekki það miklu máli fyrir alla. Endinginn á batterýinu sem að Macbook vinnur (5klst vs 6klst vs 9klst). Lenovo er með besta GPUinn og vinnur það round. Macbook er með 802.11ac Wi‑Fi. Lenovo er með 802.11 b/g/n WIFI og dell er með 802.11n

Til gamans: http://www.pcmag.com/products/compare/1 ... 948,326098" onclick="window.open(this.href);return false;

source:
http://www.pcmag.com/slideshow_viewer/0 ... o=1,00.asp" onclick="window.open(this.href);return false;
http://verslun.macland.is/details/macbo ... ory_id=112" onclick="window.open(this.href);return false;
https://www.advania.is/vefverslun/vara/ ... Haswell-2/" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.elko.is/elko/is/vorur/Vinsae ... 410893.ecp" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.apple.com/macbook-pro/specs-retina/" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.game-debate.com/gpu/index.ph ... 600-mobile" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.pcmag.com/products/compare/1 ... 948,326098" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.elko.is/elko/is/vorur/Vinsae ... B_Z0R9.ecp" onclick="window.open(this.href);return false;
Last edited by sweeneythebarber on Fim 11. Sep 2014 08:05, edited 1 time in total.

thehulk
Fiktari
Póstar: 99
Skráði sig: Þri 20. Júl 2010 15:36
Staða: Ótengdur

Re: Macbook Pro æði

Póstur af thehulk »

Finnst þetta skemmtilega kjánalegt þegar fólk er að bölva hvaða tölvur fólk notar. :guy
Skjámynd

hfwf
Of mikill frítími
Póstar: 1946
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Staða: Ótengdur

Re: Macbook Pro æði

Póstur af hfwf »

Er GuðjónR ennþá sofandi?
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Macbook Pro æði

Póstur af GuðjónR »

hfwf skrifaði:Er GuðjónR ennþá sofandi?
hehehe ... nope, var vaknaður kl 06:18
Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3737
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Macbook Pro æði

Póstur af Pandemic »

Ætli fólk sé ekki bara orðið leitt á því að láta ríða sér í rassgatið með lélegum plastvörum. Það er allavegana ástæðan af hverju ég skipti. Get bara ekki build quality-ið frá nánast öllum PC framleiðendum.
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Macbook Pro æði

Póstur af AntiTrust »

Þetta er pínu eins og að spyrja afhverju fólk kaupir sér Benz/BMW/Audi þegar það keyrir bara í búðina á Sunnudögum. Flestir sem eiga Benz hafa ekki hugmynd um hvernig á að notfæra sér tæknina í honum, eða hvað helmingurinn af tökkunum gerir, eða notar helminginn af hestöflunum.

Þeir sem kaupa sér lúxusbíla gera það yfirleitt af sömu ástæðunum, það er bara misjafnt hvar þessar forsendur eru í forgangsröðinni hjá viðkomandi. Stíll, lúxus, ending, stöðutákn, stigma, gæði, smekkur.. Það er hægt að yfirfæra þetta beint yfir á Apple neytendur, þeir sem kaupa sér Apple vélar eru að eltast við þessa sömu blöndu í mismunandi útfærslum.

Ég er búinn að vera Android/Windows user í mörg ár þangað til í sumar. Ég fór all in, skipti úr Nexus4 yfir í iPhone 5s, úr Android tablet yfir í iPad, úr Thinkpad yfir í Macbook Air og setti meira segja upp Hackintosh á borðvélina hjá mér. Ástæðurnar mínar eru basicly þær sömu og ég taldi upp hér f. ofan. Ég er með þau tæki sem mér finnst persónulega fallegust á markaðnum í öllum flokkum. Ég er með tæki með frábæra batterýendingu og ótrúlega stabíl og notendavæn stýrikerfi. Ég hafði efni á þvi að eiga premium vörur svo ég lét það eftir mér - Afhverju ætti ég að þurfa að útskýra fyrir nágrannanum mínum afhverju ég ákvað að eyða meiri pening í meiri gæði?

Akkúrat afþví að tækin eru svo dummyproof þarf ég lítið að eiga við þau til að þau virki sem skyldi, sem er frábært, alveg sama hvort um er að ræða 65 ára Jón út í bæ eða 25 ára IT sérfræðing (mig, í þessu tilfelli.)

Það skiptir orðið litlu hvaða tæki maður er að skoða í dag, spekkarnir eru orðnir svo afskaplega svipaðir þegar svipuð verðbil eru borin saman að þetta er meira orðin ákvörðun um hversu mikil gæði maður er tilbúinn að borga fyrir.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Macbook Pro æði

Póstur af GuðjónR »

AntiTrust skrifaði:-fullt-
Sammála!
Og svo má ekki gleyma stýrikerfinu, mig grunar nú að það spili stóra rullu í þessu öllu saman.
Windows 8 hefur án efa ýtt mörgum yfir í Mac.
Skjámynd

snaeji
Tölvutryllir
Póstar: 610
Skráði sig: Fös 05. Mar 2010 01:39
Staða: Ótengdur

Re: Macbook Pro æði

Póstur af snaeji »

Ég náði mér í Macbook pro Retina í sumar rétt fyrir háskólanámið.
Eftir stöðugt viðhald og fikt á pc vélum þá verð ég bara að viðurkenna...

Ég vissi ekki að það væri til svona falleg, þægileg og auðveld lausn þarna úti eins og OSX stýrikerfið... hefði átt að gera þetta fyrir löngu.

Bróðir minn er með MBP keypt 2009, aldrei verið hreinsuð. Hún er að byrja vera frekar hæg núna 5 árum seinna.
Skjámynd

trausti164
Geek
Póstar: 854
Skráði sig: Lau 13. Okt 2012 23:43
Staðsetning: 271 Mosfellssveit
Staða: Ótengdur

Re: Macbook Pro æði

Póstur af trausti164 »

Ég myndi taka OSX framyfir Windows anyday þannig að ég skil hvað fólk er að sækja í, en mér finnst nú Linux vera best, IMO þá ætti að fara að þjálfa fólk í smá Linux notkun og þá gæti það alltaf fengið besta stýrikerfið með bestu tölvunni.
Ryzen 5 2600x - Gtx 1060 6GB - Asus B350M TUF - 8GB Corsair Vengeance 2133Mhz DDR4 - Corsair CX550W
Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4270
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Staða: Ótengdur

Re: Macbook Pro æði

Póstur af KermitTheFrog »

Afhverju kaupa sumir gallabuxur á 20-30k þegar þeir gætu allt eins keypt sér joggingbuxur á 2-3þúsund kall í outlet sem gera "sama" gagn?

Þetta er tískuvara, þetta lúkkar, er einfalt og fólk sækist í þetta.

Sjálfan dauðlangar mig í Macbook Pro Retina vélina. Aðallega útaf skjánum og build-qualityinu. Og svo finnst mér Mac OS X kerfið helvíti gott.
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Macbook Pro æði

Póstur af AntiTrust »

trausti164 skrifaði:Ég myndi taka OSX framyfir Windows anyday þannig að ég skil hvað fólk er að sækja í, en mér finnst nú Linux vera best, IMO þá ætti að fara að þjálfa fólk í smá Linux notkun og þá gæti það alltaf fengið besta stýrikerfið með bestu tölvunni.

Er OSX samt ekki í rauninni bara ótrúlega sleek og streamlined Unix/BSD distro með huge ecosystem og flestum þeim kostum sem Linux stýrikerfi í dag hafa?

Linux er bara IMO ekki ennþá kominn á þann stað að Average Joe geti haldið því uppi og maintainað. Um leið og þú segir orðið Terminal þá er fólk fljótt að hlaupa í burtu.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Skjámynd

valdij
Ofur-Nörd
Póstar: 295
Skráði sig: Fim 03. Sep 2009 15:31
Staða: Ótengdur

Re: Macbook Pro æði

Póstur af valdij »

Keypti mér sjálfur nýja Macbook Pro Retina 15" týpuna í byrjun ársins og sjaldan eða aldrei hef ég verið jafn ánægður með eina tölvu sem ég hef keypt mér.

Notendavæn, frábært build quality, verulega öflug en með mjög góðri batterýs endingu.
Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1478
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Macbook Pro æði

Póstur af depill »

AntiTrust skrifaði: Linux er bara IMO ekki ennþá kominn á þann stað að Average Joe geti haldið því uppi og maintainað. Um leið og þú segir orðið Terminal þá er fólk fljótt að hlaupa í burtu.
Með pabba keyrandi á Ubuntu, hann er vel þroskaheftur á tölvur. En hann virðist alveg geta þetta. Það er ekkert sem "þarf" að gera í Terminal fyrir Average Joe
Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1478
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Macbook Pro æði

Póstur af depill »

GuðjónR skrifaði: Windows 8 hefur án efa ýtt mörgum yfir í Mac.
Ég án gríns skil ekki þetta hate á Windows 8. Með betri Windows stýrikerfunum sem ég hef notað. Var svona 5 mínútur frá því að detta í Windows Phone meiri segja líka :P
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Macbook Pro æði

Póstur af AntiTrust »

depill skrifaði: Með pabba keyrandi á Ubuntu, hann er vel þroskaheftur á tölvur. En hann virðist alveg geta þetta. Það er ekkert sem "þarf" að gera í Terminal fyrir Average Joe
Neinei, ekkí í daglegri notkun - en um leið og það fer e-ð að klikka þarf tiltölulega IT savvy aðila til að leysa vandamálin. Það er bara ekki sama lærdómskúrva á Linux og önnur stýrikerfi, til að nota Linux á daily basis þarf maður pretty much að skella sér í djúpu laugina ef maður ætlar að sjá um þetta sjálfur. Ef maður ætlar svo að nota Linux og láta aðra gera við þegar það klikkar e-ð, þá er eins gott að þekkja e-rn sem kann á þetta því það eru ekki mörg fyrirtækin sem taka svoleiðis að sér.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Skjámynd

vesley
Kóngur
Póstar: 4139
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Macbook Pro æði

Póstur af vesley »

depill skrifaði:
GuðjónR skrifaði: Windows 8 hefur án efa ýtt mörgum yfir í Mac.
Ég án gríns skil ekki þetta hate á Windows 8. Með betri Windows stýrikerfunum sem ég hef notað. Var svona 5 mínútur frá því að detta í Windows Phone meiri segja líka :P

GuðjónR er með óskiljanlegt hatur á Windows8 og mig grunar að hann hafi nú aldrei prófað það almennilega. :-"
massabon.is
Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3737
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Macbook Pro æði

Póstur af Pandemic »

Það er líka ekki einn einasti hlutur standard compliant í Windows, cmd/powershell eru hrikalega lélegar lausnir, linebreaks eru ekki standard og margt fleira. Það er bara algjört beauty að geta gert brew install android-studio og pakkinn er kominn inn.

Tesy
</Snillingur>
Póstar: 1064
Skráði sig: Mán 08. Feb 2010 01:20
Staðsetning: 108 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Macbook Pro æði

Póstur af Tesy »

Eitt orð sem lýsir mac, OSX, iOS eða bara allar vörur frá Apple er: Þægindi.

Svo kostar fartölvurnar frá Apple ekki lengur handlegg eins og áður fyrr. Sem dæmi má nefna 13" Macbook Air sem kostar aðeins 167.995kr í ELKO og Macbook Pro 13 Retina aðeins yfir 200 þúsund. Ef ég væri að leita mér af fartölvu núna og þetta væri budgetið mitt kemur ekkert annað til greina.
Ef þú villt keyra eitthvað forrit sem er einungis hannað fyrir Windows, easy.. Bootcamp, tekur 30min - klst að gera það og ef þú ert með flash minni þá tekur ekki meira en 10 secs að skipta yfir í Windows/OSX.
ASUS X570-F | Ryzen 9 3900XT með Noctua NH-D15 | ASUS 1080ti | 32GB 3200MHz RAM | 2TB Samsung 970 EVO Plus NVMe
Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1478
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Macbook Pro æði

Póstur af depill »

Pandemic skrifaði:Það er líka ekki einn einasti hlutur standard compliant í Windows, cmd/powershell eru hrikalega lélegar lausnir, linebreaks eru ekki standard og margt fleira. Það er bara algjört beauty að geta gert brew install android-studio og pakkinn er kominn inn.
Ehh CRLF er reyndar svona standardinn í Windows. Þó ég láti yfirleitt ritlana mína gera LF. PowerShell er reyndar ógeðlsega kúl lausn þegar maður er komin ofan í hana og mér lýst mjög vel á hvert Microsoft er að fara með PowerShell ( þó ég sé Linux/Unix maður ).

Brew tengist bara Mac OS X ekki neitt. Það að geta gert Install-Package Newtonsoft.Json og pakkinn er kominn inn er svona svipað relevant. Nú er ég ekki með OS X hatur. Ég nota Ubuntu og Windows í daglegu lífi og notaði OS X í fyrri vinnu og finnst þetta allt vera bara rosalega fínt. Bara hvert á sinn part í lífinu :)
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Macbook Pro æði

Póstur af GuðjónR »

vesley skrifaði:
depill skrifaði:
GuðjónR skrifaði: Windows 8 hefur án efa ýtt mörgum yfir í Mac.
Ég án gríns skil ekki þetta hate á Windows 8. Með betri Windows stýrikerfunum sem ég hef notað. Var svona 5 mínútur frá því að detta í Windows Phone meiri segja líka :P

GuðjónR er með óskiljanlegt hatur á Windows8 og mig grunar að hann hafi nú aldrei prófað það almennilega. :-"
Rétt hjá þér að ég hef ekki prófað það, enda svo ljótt að ég myndi aldrei vilja menga tölvuna mína með því hahaha.
Er með win7 uppsett á tveimur tölvum, er bara þokkalega sáttur við það. Nenni ekki að setja upp win8 og leita af 3d party forriti til þess að fá það til að virka.
Og þetta tiles dæmi er bara :pjuke
Skjámynd

vesley
Kóngur
Póstar: 4139
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Macbook Pro æði

Póstur af vesley »

GuðjónR skrifaði:
vesley skrifaði:
depill skrifaði:
GuðjónR skrifaði: Windows 8 hefur án efa ýtt mörgum yfir í Mac.
Ég án gríns skil ekki þetta hate á Windows 8. Með betri Windows stýrikerfunum sem ég hef notað. Var svona 5 mínútur frá því að detta í Windows Phone meiri segja líka :P

GuðjónR er með óskiljanlegt hatur á Windows8 og mig grunar að hann hafi nú aldrei prófað það almennilega. :-"
Rétt hjá þér að ég hef ekki prófað það, enda svo ljótt að ég myndi aldrei vilja menga tölvuna mína með því hahaha.
Er með win7 uppsett á tveimur tölvum, er bara þokkalega sáttur við það. Nenni ekki að setja upp win8 og leita af 3d party forriti til þess að fá það til að virka.
Og þetta tiles dæmi er bara :pjuke

No Comment. :face
massabon.is
Skjámynd

MatroX
Besserwisser
Póstar: 3496
Skráði sig: Mið 17. Feb 2010 12:58
Staða: Ótengdur

Re: Macbook Pro æði

Póstur af MatroX »

Tesy skrifaði:Eitt orð sem lýsir mac, OSX, iOS eða bara allar vörur frá Apple er: Þægindi.

Svo kostar fartölvurnar frá Apple ekki lengur handlegg eins og áður fyrr. Sem dæmi má nefna 13" Macbook Air sem kostar aðeins 167.995kr í ELKO og Macbook Pro 13 Retina aðeins yfir 200 þúsund. Ef ég væri að leita mér af fartölvu núna og þetta væri budgetið mitt kemur ekkert annað til greina.
Ef þú villt keyra eitthvað forrit sem er einungis hannað fyrir Windows, easy.. Bootcamp, tekur 30min - klst að gera það og ef þú ert með flash minni þá tekur ekki meira en 10 secs að skipta yfir í Windows/OSX.
þetta er það heimskulegasta sem ég hef heyrt...... þetta er alltof dýrt miðað við að þú getur fengið milljón sinnum betri tölvu á minni pening t.d þessi
http://www.elko.is/elko/is/vorur/Vinsae ... etail=true" onclick="window.open(this.href);return false;
Intel i7 8700k | Corsair H100i | ASROCK z370 PRO4m | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |
Svara