Ný stofa, nýjar græjur.

Svara
Skjámynd

Höfundur
Jimmy
FanBoy
Póstar: 720
Skráði sig: Fös 29. Jan 2010 21:50
Staða: Ótengdur

Ný stofa, nýjar græjur.

Póstur af Jimmy »

Hæbb.

Ég er að fara að flytja í nýja íbúð á næstunni og er í þann mund að reyna að skipuleggja stofuna.

Er með 42" Panasonic plasma atm og var að gæla við þá hugmynd að fá mér myndvarpa í nýja (gluggalausa) sjónvarpsholið. Hef aldrei verið með myndvarpa og sný mér því til ykkur reyndari manna í þeim pakka.

Skv. grófum útreikningum ætti ég að hafa pláss fyrir ~100" tjald, og þetta yrði notað í HD myndir, console gaming og jafnvel PC gaming líka.
Er lítið að spá í 4k, 1080p ætti að duga?

Er ekki nauðsynlegt að vera líka með sjónvarp þegar maður vill bara horfa á einn og einn þátt yfir matnum?
Er "worth it" að splæsa í varpa + electrical tjald + ~55" tv vs að splæsa einfaldlega í 75"+ tv?

Einhver thoughts?
Last edited by Jimmy on Mið 27. Ágú 2014 22:14, edited 1 time in total.
~
Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2398
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Staða: Ótengdur

Re: Ný stofa, nýjar græjur.

Póstur af svanur08 »

Smá forvitni, hvaða panasonic plasma tæki er þetta?
Sjónvarp: Samsung UE49KS8005TXXE Blu-ray spilari: Samsung UBD-K8500XE Magnari: Onkyo TX-NR515 Hátalarar: Jamo S 626 HCS Bassabox: Jamo J 12 SUB Hljóðkerfi: 5.1

Sjónvarp: Samsung UE32K5105AKXXE Blu-ray spilari: Samsung BD-J4500RXE
Skjámynd

Höfundur
Jimmy
FanBoy
Póstar: 720
Skráði sig: Fös 29. Jan 2010 21:50
Staða: Ótengdur

Re: Ný stofa, nýjar græjur.

Póstur af Jimmy »

G30, ljómandi fínt tæki í alla staði.
~
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ný stofa, nýjar græjur.

Póstur af hagur »

Vandamálið við 75" TV er að þau eru á yfir milljón. Þú getur fengið góðan full HD varpa, tjald og fínt 55" TV fyrir helminginn af þeirri upphæð, svona give or take.

En jú, ég var með varpa í nokkur ár og var alltaf með sjónvarp líka. Ég bara nennti ekki að vera að fíra upp varpanum til að horfa á fréttirnar eða eitthvað álíka sjónvarpsefni + hvað það er ópraktískt (peruending o.sv.frv.).

Í mínum huga er varpi til að horfa á kvikmyndir, helst í dedicated herbergi þar sem er fullkomin stjórn á birtu. Fyrir allt annað áhorf myndi ég taka gott TV.

1080p er nóg, engin spurning.
Skjámynd

brain
Geek
Póstar: 824
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Staða: Ótengdur

Re: Ný stofa, nýjar græjur.

Póstur af brain »

Sá Benq varpa í Elko um daginn. um 250 K

1020p upplausn. Var frábær mynd í honum.
Skjámynd

Höfundur
Jimmy
FanBoy
Póstar: 720
Skráði sig: Fös 29. Jan 2010 21:50
Staða: Ótengdur

Re: Ný stofa, nýjar græjur.

Póstur af Jimmy »

hagur skrifaði:Vandamálið við 75" TV er að þau eru á yfir milljón. Þú getur fengið góðan full HD varpa, tjald og fínt 55" TV fyrir helminginn af þeirri upphæð, svona give or take.
Jébb.. ég er svoldið að taka eftir því núna, þá er þetta eiginlega ekki spurning.
Konan var heldur ekkert alltof glöð þegar ég sagðist vera að spá í að sleppa myndvarpanum ._.

Er að bíða eftir upplýsingum á verði í þennan Sony varpa: http://www.sony.co.uk/pro/product/proje ... /overview/, fær snilldar review af AVForums og á að vera mjög hljóðlátur, sem er eiginlega must þar sem hann kemur til með að vera á hillu fyrir ofan skrifborð.
~
Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2398
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Staða: Ótengdur

Re: Ný stofa, nýjar græjur.

Póstur af svanur08 »

Ertu þá ekki með góðan heimabíó magnara til að hafa með þessu?
Sjónvarp: Samsung UE49KS8005TXXE Blu-ray spilari: Samsung UBD-K8500XE Magnari: Onkyo TX-NR515 Hátalarar: Jamo S 626 HCS Bassabox: Jamo J 12 SUB Hljóðkerfi: 5.1

Sjónvarp: Samsung UE32K5105AKXXE Blu-ray spilari: Samsung BD-J4500RXE
Skjámynd

Höfundur
Jimmy
FanBoy
Póstar: 720
Skráði sig: Fös 29. Jan 2010 21:50
Staða: Ótengdur

Re: Ný stofa, nýjar græjur.

Póstur af Jimmy »

Ég er með ágætis Denon magnara sem ég kem til með að skipta út þar sem ég þarf að fá mér gæja með 2x HDMI út(og zone 2 fyrir speakers for other reasons) ;)
~
Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2398
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Staða: Ótengdur

Re: Ný stofa, nýjar græjur.

Póstur af svanur08 »

Þessi Sony varpi sem þú ert að pæla í er örugglega mjög góður. :happy
Sjónvarp: Samsung UE49KS8005TXXE Blu-ray spilari: Samsung UBD-K8500XE Magnari: Onkyo TX-NR515 Hátalarar: Jamo S 626 HCS Bassabox: Jamo J 12 SUB Hljóðkerfi: 5.1

Sjónvarp: Samsung UE32K5105AKXXE Blu-ray spilari: Samsung BD-J4500RXE
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ný stofa, nýjar græjur.

Póstur af jonsig »

Fullkomnar þetta með Yamaha aventage magnara og martin logan hátölurum . Hugsa að ég mundi fórna sjónvarpinu fyrir túbusjónvarp í staðin fyrir að skipta þeim út :)

Svona off topic en ég sá tilboð í elko eða álíka verslun nýlega þar sem boðið er uppá 1milljón kr sjónvarp , og á miðanum við sjónvarpið er mælt með 70þúsund króna soundbar ](*,) . Kannski er það bara ég en ég get ekki lifað mig inní action myndir nema hafa realistic hljóð með :)
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic

haywood
Ofur-Nörd
Póstar: 262
Skráði sig: Fös 03. Sep 2010 12:55
Staða: Ótengdur

Re: Ný stofa, nýjar græjur.

Póstur af haywood »

Er ekki hægt að mála vegginn með varpamálningu? Þannig slyppiru við að kaupa tjald.
Skjámynd

Höfundur
Jimmy
FanBoy
Póstar: 720
Skráði sig: Fös 29. Jan 2010 21:50
Staða: Ótengdur

Re: Ný stofa, nýjar græjur.

Póstur af Jimmy »

Þá lendi ég í veseni með staðsetningu á sjónvarpinu.. Fyrir utan það að wow-factorinn við að droppa niður tjaldi hlýtur að borga upp nokkrar auka krónur ;)
~
Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2179
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Staða: Ótengdur

Re: Ný stofa, nýjar græjur.

Póstur af kizi86 »

hagur skrifaði:Vandamálið við 75" TV er að þau eru á yfir milljón. Þú getur fengið góðan full HD varpa, tjald og fínt 55" TV fyrir helminginn af þeirri upphæð, svona give or take.

En jú, ég var með varpa í nokkur ár og var alltaf með sjónvarp líka. Ég bara nennti ekki að vera að fíra upp varpanum til að horfa á fréttirnar eða eitthvað álíka sjónvarpsefni + hvað það er ópraktískt (peruending o.sv.frv.).

Í mínum huga er varpi til að horfa á kvikmyndir, helst í dedicated herbergi þar sem er fullkomin stjórn á birtu. Fyrir allt annað áhorf myndi ég taka gott TV.

1080p er nóg, engin spurning.
bara að fá sér þá skjávarpa með LED perum, endast endalaust!

minn 1080p LED varpi er algjer snilld, er með ca 170-180" mynd á veggnum (dáldið stórt en hey when u go big, why not go all the way? ;) )

svo er varpinn minn með innbyggðum sjónvarpsmóttakara svo maður getur alveg horft á fréttirnar í honum, án þess að þurfa að tengja eitthvað annað við hann, svo er hann með innbyggðri android tölvu og með nokkur usb og SD kortarauf, svo þannig séð þarftu ekkert að vera með tölvu tengda við hann, bara flakkara og mús/lyklaborð..
AsRock TRX40 Taichi AMD Threadripper 3960X Asus GTX 980OC Strix 4GB G.Skill (4x8GB) Trident Neo 3600MHz DDR4 Western Digital RED 4TB stýrikerfi: 2x Corsair MP600 1TB raid0 50" Panasonic Plasma TV WD RED 4TB
Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2398
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Staða: Ótengdur

Re: Ný stofa, nýjar græjur.

Póstur af svanur08 »

Hvernig varpa ertu með?
Sjónvarp: Samsung UE49KS8005TXXE Blu-ray spilari: Samsung UBD-K8500XE Magnari: Onkyo TX-NR515 Hátalarar: Jamo S 626 HCS Bassabox: Jamo J 12 SUB Hljóðkerfi: 5.1

Sjónvarp: Samsung UE32K5105AKXXE Blu-ray spilari: Samsung BD-J4500RXE

Cascade
FanBoy
Póstar: 728
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 00:02
Staða: Ótengdur

Re: Ný stofa, nýjar græjur.

Póstur af Cascade »

kizi86 skrifaði:
hagur skrifaði:Vandamálið við 75" TV er að þau eru á yfir milljón. Þú getur fengið góðan full HD varpa, tjald og fínt 55" TV fyrir helminginn af þeirri upphæð, svona give or take.

En jú, ég var með varpa í nokkur ár og var alltaf með sjónvarp líka. Ég bara nennti ekki að vera að fíra upp varpanum til að horfa á fréttirnar eða eitthvað álíka sjónvarpsefni + hvað það er ópraktískt (peruending o.sv.frv.).

Í mínum huga er varpi til að horfa á kvikmyndir, helst í dedicated herbergi þar sem er fullkomin stjórn á birtu. Fyrir allt annað áhorf myndi ég taka gott TV.

1080p er nóg, engin spurning.
bara að fá sér þá skjávarpa með LED perum, endast endalaust!

minn 1080p LED varpi er algjer snilld, er með ca 170-180" mynd á veggnum (dáldið stórt en hey when u go big, why not go all the way? ;) )

svo er varpinn minn með innbyggðum sjónvarpsmóttakara svo maður getur alveg horft á fréttirnar í honum, án þess að þurfa að tengja eitthvað annað við hann, svo er hann með innbyggðri android tölvu og með nokkur usb og SD kortarauf, svo þannig séð þarftu ekkert að vera með tölvu tengda við hann, bara flakkara og mús/lyklaborð..
Er myndin 3.5m á breidd og 2m á hæð?
Upp á forvitni, hvaða varpi er þetta, það þarf ansi bjartan varpa í svona stóra mynd
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ný stofa, nýjar græjur.

Póstur af GuðjónR »

En gott 65" tæki? Verðmunurinn á 65" og 75" er svakalegur.
Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2179
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Staða: Ótengdur

Re: Ný stofa, nýjar græjur.

Póstur af kizi86 »

Cascade skrifaði:
kizi86 skrifaði:
hagur skrifaði:Vandamálið við 75" TV er að þau eru á yfir milljón. Þú getur fengið góðan full HD varpa, tjald og fínt 55" TV fyrir helminginn af þeirri upphæð, svona give or take.

En jú, ég var með varpa í nokkur ár og var alltaf með sjónvarp líka. Ég bara nennti ekki að vera að fíra upp varpanum til að horfa á fréttirnar eða eitthvað álíka sjónvarpsefni + hvað það er ópraktískt (peruending o.sv.frv.).

Í mínum huga er varpi til að horfa á kvikmyndir, helst í dedicated herbergi þar sem er fullkomin stjórn á birtu. Fyrir allt annað áhorf myndi ég taka gott TV.

1080p er nóg, engin spurning.
bara að fá sér þá skjávarpa með LED perum, endast endalaust!

minn 1080p LED varpi er algjer snilld, er með ca 170-180" mynd á veggnum (dáldið stórt en hey when u go big, why not go all the way? ;) )

svo er varpinn minn með innbyggðum sjónvarpsmóttakara svo maður getur alveg horft á fréttirnar í honum, án þess að þurfa að tengja eitthvað annað við hann, svo er hann með innbyggðri android tölvu og með nokkur usb og SD kortarauf, svo þannig séð þarftu ekkert að vera með tölvu tengda við hann, bara flakkara og mús/lyklaborð..
Er myndin 3.5m á breidd og 2m á hæð?
Upp á forvitni, hvaða varpi er þetta, það þarf ansi bjartan varpa í svona stóra mynd
er "super brightness" led pera í honum, 3800 lumens að mig minnir, man ekki nákvæmlega hvaða týpa þetta er, eitthvað svona kínasull keypt af aliexpress, keypti nýjan varpa eftir að hinn kínavarpinn brann yfir þegar kom powersurge á línuna heima og steikti varpann..

og já eitthvað svoleiðis, alveg massa stór mynd á veggnum, er bara með þetta beint á hvítan vegg, væri betra að vera með tjald eða svona spes varpamálingu, en það verður að bíða betri tíma, kemur bara mjög fínt út á veggnum :)

eftir að hafa fengið svona stóra mynd, mun ég ALDREI kaupa mér sjónvarp aftur, svo er GJÉGGJAÐ að spila tölvuleiki á svona stórum myndfleti!
AsRock TRX40 Taichi AMD Threadripper 3960X Asus GTX 980OC Strix 4GB G.Skill (4x8GB) Trident Neo 3600MHz DDR4 Western Digital RED 4TB stýrikerfi: 2x Corsair MP600 1TB raid0 50" Panasonic Plasma TV WD RED 4TB
Skjámynd

Höfundur
Jimmy
FanBoy
Póstar: 720
Skráði sig: Fös 29. Jan 2010 21:50
Staða: Ótengdur

Re: Ný stofa, nýjar græjur.

Póstur af Jimmy »

GuðjónR skrifaði:En gott 65" tæki? Verðmunurinn á 65" og 75" er svakalegur.
Ég er ansi hræddur um að fyrstu 6-12 mánuðirnir færu þá í "Hefðátt að fámér stærra tæki" svekkelsi. :P

Nýherji geta pantað þennan Sony varpa á viðráðanlegu verði, þá er bara að finna gott electronic tjald.

Einhver með reynslu af Celexon tjöldunum frá SM/TL ?

sbr. http://uk.celexon.com/en/Installation-s ... 35-cm.html
~
Skjámynd

Höfundur
Jimmy
FanBoy
Póstar: 720
Skráði sig: Fös 29. Jan 2010 21:50
Staða: Ótengdur

Re: Ný stofa, nýjar græjur.

Póstur af Jimmy »

Noboddí? Eru menn kannski almennt ekkert að vesenast í rafdrifnum tjöldum?
~
Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2179
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Staða: Ótengdur

Re: Ný stofa, nýjar græjur.

Póstur af kizi86 »

hvað er sá veggur, sem þetta tjald á að koma, stór? ef hann er mikið stærri, myndi ég persónulega vilja stærri mynd en þetta ;) 240x135 gera rétt um 108 tommur á ská....
AsRock TRX40 Taichi AMD Threadripper 3960X Asus GTX 980OC Strix 4GB G.Skill (4x8GB) Trident Neo 3600MHz DDR4 Western Digital RED 4TB stýrikerfi: 2x Corsair MP600 1TB raid0 50" Panasonic Plasma TV WD RED 4TB
Skjámynd

Höfundur
Jimmy
FanBoy
Póstar: 720
Skráði sig: Fös 29. Jan 2010 21:50
Staða: Ótengdur

Re: Ný stofa, nýjar græjur.

Póstur af Jimmy »

Hann er rétt um 2.8m á lengd og 2.5m á hæð.
~
Svara