Veit einhver hérna hver munurinn á þessum kortum er? Ég er að fara að kaupa mér tölvu með PCI Express og ég skil ekki alveg muninn á þessum kortum. Síðan er náttúrulega Geforce PCX 5750 líka með stuðning við PCI Express. Getur einhver sagt mér eitthvað um þetta því það er lítið búið að skrifa um þessi kort vegna ferskleika og er t.d. Tomshardware ekki komið með neitt um þessi kort.
P.S: Sumir kalla þetta örugglega PCI 16x, ég var ekki viss svo ég notaði bara PCI Express.
Amm, ég er að fara að fá mér glænýja tölvu. Og ég held að PCI Express sé málið í dag. Annars er ég að spá í að bíða eftir GeForce 6600 GT Það er ekkert smá gott og á að kosta í kringum 200$... það er ekki mikið
Getur líka notað 2 í einu með einhverju nifty stikki, sem þarf náttúrulega 2 pci-express móðurborða fjanda, alienware er farinn að nota þannig tækni á úber gaming tölvurnar þeirra.
Ég myndi ekki snerta við neinu með x600 nafninu. Bíddu frekar með að kaupa þar til 6600 eða x700 kortin koma til landsins. Þau eru amk tvöfalt hraðvirkari en x600 kortin, og ættu að kosta það sama.
Vitið þið hvað það tekur langan tíma fyrir svona ný kort að koma til landsins. ATI Radeon X700 kom sko út í gær (21. sept.) og ég er svona aðeins að spá í þessu.
Það er misjafnt, Prescott var kominn til landsins innan mánaðar frá útkomu, en það bólaði varla á Socket 939 móbóum fyrr en 3 mánuðum eftir útkomu þeirra. Venjulega tekur þetta 1-2 mánuði en þó sáum við undantekningu á því með 6800 og X800 kortin, þar voru tölvubúðirnar vel með á nótunum, vonum bara að þær séu það líka núna.