Sælir vaktarar. Hef nú í smá tíma verið að pæla í að uppfæra allan turninn minn. Myndi mest nota hana í CS:GO, Minecraft og einhverja fleiri létta leiki ásamt slatta vefrápi og einhverri léttri vinnslu. Langar að hafa hana sem hljóðláta og hægt er þannig að lágvær kæling og vel einangraður kassi væri stór kostur. Budget er svo í kringum svona 160k.
Hérna fyrir neðan er smá uppkast (takk Swagmark). Veit sjálfur ekkert svakalega mikið um vélbúnað almennt en þetta ætti allavega að púslast saman. Hinsvegar er örugglega hægt að gera þetta betur, ég veit mjög lítið þannig að allar ábendingar og öll hjálp er vel þegin. Takk fyrir
Sem endar í 166.190 kr. Ég á síðan 60GB SSD sem ég myndi líka nota.
Og svo enn ein spurning, haldiði að sendingarkostnaður á þessu öllu til Akureyrar væri viðráðanlegur? Eða ætti ég frekar bara að skutlast sjálfur eftir þessu?
Og þá er allt frá Tölvutækni(sem eru frábærir) nema aflgjafinn og örgjörvakælingin sem þú getur svo fengið í Tölvulistanum á Akureyri.
G1 Sniper B5 móðurborðið var mjög vinsælt og ef það er einhver sérstök ástæða fyrir því að þú vilt það þá endilega halda í það. Nýja Z97 borðið lítur betur út að mínu mati, auk þess sem það er nýrra og kostar aðeins 4000 kr. meira.
Væri frábært ef einhverjir aðrir gætu svo komið með sitt álit, fannst bara vanta svar svo ég kom með mínar 10 krónur.
Og þá er allt frá Tölvutækni(sem eru frábærir) nema aflgjafinn og örgjörvakælingin sem þú getur svo fengið í Tölvulistanum á Akureyri.
G1 Sniper B5 móðurborðið var mjög vinsælt og ef það er einhver sérstök ástæða fyrir því að þú vilt það þá endilega halda í það. Nýja Z97 borðið lítur betur út að mínu mati, auk þess sem það er nýrra og kostar aðeins 4000 kr. meira.
Væri frábært ef einhverjir aðrir gætu svo komið með sitt álit, fannst bara vanta svar svo ég kom með mínar 10 krónur.
Lýst vel á að færa þetta allt yfir til Tölvutækni, fyrst að vinnsluminnið er ódýrara hækkar þetta bara um 1000 kr. samtals. Sorry Start.
En jú væri alveg til í fleiri álit, takk allavega fyrir að eyða tíma í að svara mér