Við eigum bústað nærri Hellu og hann virðist vera staddur í dal þar sem að næst varla neitt síma né 3g samband (hvað þá 4g).
Við náum örlitlu net og símasambandi utandyra, en það er gloppótt í besta falli. Örlítið skárra hjá Símanum/Tal heldur en hjá Vodafone/Nova.
Myndi það breyta miklu að fá sér 4g loftnet á svæðið? Þarf ekki líka að kaupa router fyrir það? (samtals 40þ. kr fjárfesting ef keypt hér á landi).
Hér eru myndir sem sýna hversu svekkjandi þetta er (3g samband - Vodafone, svo Síminn):
Slakt síma/netsamband - 4g loftnet?
Slakt síma/netsamband - 4g loftnet?
- Viðhengi
-
- Síminn
- Snip20140729_3.png (92.42 KiB) Skoðað 1999 sinnum
Re: Slakt síma/netsamband - 4g loftnet?
Hæ,
Ég myndi ekki mæla með að fá þér 3G/4G router.
Þú getur skoðað loftlínu, hvort hún sé í boði á þessu svæði frekar. Það eru yfirleitt betri tengingar. Emax, sem 365 á í dag eru að bjóða uppá það.
Myndi allavega kanna það.
Ég myndi ekki mæla með að fá þér 3G/4G router.
Þú getur skoðað loftlínu, hvort hún sé í boði á þessu svæði frekar. Það eru yfirleitt betri tengingar. Emax, sem 365 á í dag eru að bjóða uppá það.
Myndi allavega kanna það.
Re: Slakt síma/netsamband - 4g loftnet?
Heppin við sem erum á lóð 26 (sem btw virðist vera á hvorugu kortinu). Við náum ágætu sambandi hjá símanum (2-3 punktar í 3g). 4G loftnet getur verið lausn en væri þá allavegana sniðugt að príla uppá þak með 4g síma til að sjá hvort þessir nokkrir metrar upp nái upp í merkið áður en er lagt í einhvern kostnað og erfiði.
Emax loftlína er kannski möguleiki en hitt er mun hagkvæmara að geta notað 4g netið í bænum á virkum dögum og á veturna í staðinn fyrir að vera með tengingu sem er bundin við bústaðinn 3-4 mánuði yfir sumarið + nokkrar helgar yfir haust/vor.
Emax loftlína er kannski möguleiki en hitt er mun hagkvæmara að geta notað 4g netið í bænum á virkum dögum og á veturna í staðinn fyrir að vera með tengingu sem er bundin við bústaðinn 3-4 mánuði yfir sumarið + nokkrar helgar yfir haust/vor.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1478
- Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
- Staða: Ótengdur
Re: Slakt síma/netsamband - 4g loftnet?
MInnir að ábótinn sé líka þarna. En 3G/4g loftnet getur gert kraftaverk. Hjá mér næst næstum ekkert 2G samband á jarðhæð, en 3G og 4G samband frá þaki húsins með loftneti. En það er líka sjónlína þar niður í mastrið. Myndi athuga það, loftnetið virkar ekkert betur ef það er í alveg jafn miklu blackout frá mastrinu.
Re: Slakt síma/netsamband - 4g loftnet?
Ég mæli samt með því að henda fyrirspurn bara á Vodafone/Símann og spurja sérstaklega um þetta svæði.
Það eru menn sem sjá um þessa senda sem eru viljugir við að taka við uppástungum um betrumbætingar. Það er aldrei að vita að með því að gefa þeim uppástungu að þeir gætu gert eitthvað til að bæta sambandið á svæðinu.
Það er mikið verið að stækka 4G í dag og 3G. Og svo að auki eru þessi kort ekki 100% nákvæm. Stundum þarf mar bara einfaldlega að prófa á staðnum.
Það eru menn sem sjá um þessa senda sem eru viljugir við að taka við uppástungum um betrumbætingar. Það er aldrei að vita að með því að gefa þeim uppástungu að þeir gætu gert eitthvað til að bæta sambandið á svæðinu.
Það er mikið verið að stækka 4G í dag og 3G. Og svo að auki eru þessi kort ekki 100% nákvæm. Stundum þarf mar bara einfaldlega að prófa á staðnum.
Re: Slakt síma/netsamband - 4g loftnet?
Sælir,
erum með bústaðarland þarna aðeins lengra, keyrir framhjá gunnarsholti, hægra megin við réttina.
Þar er einmitt hrikalega lélegt símasamband. Setti upp veðurstöð og var alltaf hrikalega vesin með netsamband,
keypti cheap 3g loftnet frá ebay, setti það á þaðkið og húkkaði við routerinn sem veðurstöðin er tengd og næ lélegu 3g sambandi
þannig að já það ætti að skána, en ertu að spá í að fá þér netið í bústaðinn eða bara auka styrkinn á símtækin hjá öllum?
ef svo er þá væri þetta kannski einhver lausn http://www.ebay.com/itm/GSM-850-Mhz-AWS ... 2a3f5141ee
bara að tékka á að tíðnin sé rétt.
erum með bústaðarland þarna aðeins lengra, keyrir framhjá gunnarsholti, hægra megin við réttina.
Þar er einmitt hrikalega lélegt símasamband. Setti upp veðurstöð og var alltaf hrikalega vesin með netsamband,
keypti cheap 3g loftnet frá ebay, setti það á þaðkið og húkkaði við routerinn sem veðurstöðin er tengd og næ lélegu 3g sambandi
þannig að já það ætti að skána, en ertu að spá í að fá þér netið í bústaðinn eða bara auka styrkinn á símtækin hjá öllum?
ef svo er þá væri þetta kannski einhver lausn http://www.ebay.com/itm/GSM-850-Mhz-AWS ... 2a3f5141ee
bara að tékka á að tíðnin sé rétt.
-
- Gúrú
- Póstar: 556
- Skráði sig: Mán 25. Jan 2010 23:54
- Staða: Ótengdur
Re: Slakt síma/netsamband - 4g loftnet?
Amma er með bústað þarna mjög nálægt þér (í sama hverfi og við ána) og þar er 3G loftnet á þakinu og þannig næst ágætis 3G samband hjá Símanum. Það dugði t.d. til þess að streyma seinasta bardaganum hans Gunnars Nelson í mjög góðum gæðum. Ég veit ekki hvort loftnetið sé komið frá Símanum en routerinn er allavega merktur þeim.