Ekki hægt að tengja mörg usb tæki/móbo vandamál

Svara
Skjámynd

Höfundur
zaiLex
Tölvutryllir
Póstar: 685
Skráði sig: Fim 30. Okt 2003 01:46
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Ekki hægt að tengja mörg usb tæki/móbo vandamál

Póstur af zaiLex »

Er með 3 ára gamalt asus móðurborð og er að lenda í því að þegar ég tengi meiri en svona 5-6 usb tengi þá gengur það ekki upp eða eitt annað hættir að virka. Það eru líka mjög tæp tengin að því að virðist því að ef rekist er aðeins í þau þá detta þau út.

Ég er líka með annað vesen að tölvan virðist hökta af og til, sem ég skil ekki þar sem að ég er með tip top vélbúnað. Er með tölvu sem var keypt allt nýtt fyrir 2-3 árum og var að uppfæra í ssd og var að formata. Eina sem mér dettur í hug er að ég er með frekar lítið minni eða 4gb, en ég skil ekki hvernig það ætti að valda hökti í léttri vinnslu þegar ég er með varla neitt opið. Er móboið hugsanlega með eitthvað vesen?
RS96 GMK Zealios 65g - G400s Paracord Tiger Arc - Artisan Hayate Soft Mid
Skjámynd

roadwarrior
Gúrú
Póstar: 539
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Staða: Ótengdur

Re: Ekki hægt að tengja mörg usb tæki/móbo vandamál

Póstur af roadwarrior »

Of lítill aflgjafi??
Skjámynd

Höfundur
zaiLex
Tölvutryllir
Póstar: 685
Skráði sig: Fim 30. Okt 2003 01:46
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ekki hægt að tengja mörg usb tæki/móbo vandamál

Póstur af zaiLex »

Heldurðu það?

er með 500w aflgjafa og 320w aflgjafi var recommended þegar ég var að setja þetta saman á sínum tíma. Myndi líka halda að hún væri að slökkva á sér og svona ef aflgjafinn væri vandamálið. Og meðan ég man þá hafa usb portin að framan líka hætt að virka.
RS96 GMK Zealios 65g - G400s Paracord Tiger Arc - Artisan Hayate Soft Mid
Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2010
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Staða: Ótengdur

Re: Ekki hægt að tengja mörg usb tæki/móbo vandamál

Póstur af tdog »

Hvað er þessi PSU að gefa mörg amps út á 5V railið?
MacBook Pro, Late 2011. 2.2 Ghz i7, 8GB 1333Mhz
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú
Skjámynd

Höfundur
zaiLex
Tölvutryllir
Póstar: 685
Skráði sig: Fim 30. Okt 2003 01:46
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ekki hægt að tengja mörg usb tæki/móbo vandamál

Póstur af zaiLex »

say what ? :D
RS96 GMK Zealios 65g - G400s Paracord Tiger Arc - Artisan Hayate Soft Mid
Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3065
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Staða: Ótengdur

Re: Ekki hægt að tengja mörg usb tæki/móbo vandamál

Póstur af beatmaster »

Hvaða gerð og týpa er þessi aflgjafi?
Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.

Skari
spjallið.is
Póstar: 463
Skráði sig: Fim 31. Mar 2005 11:35
Staða: Ótengdur

Re: Ekki hægt að tengja mörg usb tæki/móbo vandamál

Póstur af Skari »

Spurning bara hvort þau séu bara að draga of mikið, getur keypt usb hub með 230V/5V spennubreyti þannig að þú ert ekki að keyra spennuna frá tölvunni.
Svara