Tölva drepur sig í ræsingu.
Tölva drepur sig í ræsingu.
Sælir
Mig vantar aðstoð með bilanagreiningu eða álit á hvað er í gangi með eina tölvu á heimilinu.
Þannig er mál með vexti að fyrir nokkru tók hún upp á því að drepa á sér svona um sekúndu eftir að maður ýtti á straumhnappinn til að ræsa hana. Í einfaldri leit prufaði ég að taka skjákortið úr og þá vildi hún ræsa sig en gaf frá sér eitthvað bios píp sem bentu til þess að skjákortið vantaði (skv. þessu http://www.overclockers.com/forums/show ... p?t=218664" onclick="window.open(this.href);return false;) en þegar skjákortið var sett í hana aftur þá drap hún bara á sér aftur í ræsingu eins og vanalega. Haldandi að þetta væri skjákortið skipti ég um það en nei það breytti engu.
Þá skipti ég um aflgjafa og tölvan rýkur í gang og ég hélt að málið væri leyst. Daginn eftir þegar ræsa á tölvuna þá byrjar hún aftur á því að drepa á sér í ræsingu. Ég prufa að taka skjákortið úr og það eina sem gerist er að hún snýr örgjörvaviftunni en gefur engin píp frá sér. Öll ljós kvikna á móðurborðinu.
Það sem ég hef prufað til þessa er að rífa öll vinnsluminnin úr og setja þau í aftur og augljóslega skjákortið, örgjörvann hef ég ekki snert en skyldi ætla að hann væri ekki vandamálið þar sem tölvan keyrði upp þegar ég skipti um aflgjafa, auk þess prufaði ég að rífa rafhlöðuna úr til að endurræsa bios en það hjálpaði ekkert.
Móðurborðið er Abit K8N (eitthvað)
Örgjörvinn er AMD 3800 x2 (939)
Skjákortið er Nvidia 8500 viftulaust
4x 512 MB 400 Mhz DDR vinnsluminni
Aflgjafinn er 360W Chieftec eitthvað, líklegast orðinn 10 ára gamall.
Ef einhver hefur ráðleggingar eða veit að eitthvað er ónýtt út frá lýsingunni vil ég ólmur heyra í ykkur
kv.
Mig vantar aðstoð með bilanagreiningu eða álit á hvað er í gangi með eina tölvu á heimilinu.
Þannig er mál með vexti að fyrir nokkru tók hún upp á því að drepa á sér svona um sekúndu eftir að maður ýtti á straumhnappinn til að ræsa hana. Í einfaldri leit prufaði ég að taka skjákortið úr og þá vildi hún ræsa sig en gaf frá sér eitthvað bios píp sem bentu til þess að skjákortið vantaði (skv. þessu http://www.overclockers.com/forums/show ... p?t=218664" onclick="window.open(this.href);return false;) en þegar skjákortið var sett í hana aftur þá drap hún bara á sér aftur í ræsingu eins og vanalega. Haldandi að þetta væri skjákortið skipti ég um það en nei það breytti engu.
Þá skipti ég um aflgjafa og tölvan rýkur í gang og ég hélt að málið væri leyst. Daginn eftir þegar ræsa á tölvuna þá byrjar hún aftur á því að drepa á sér í ræsingu. Ég prufa að taka skjákortið úr og það eina sem gerist er að hún snýr örgjörvaviftunni en gefur engin píp frá sér. Öll ljós kvikna á móðurborðinu.
Það sem ég hef prufað til þessa er að rífa öll vinnsluminnin úr og setja þau í aftur og augljóslega skjákortið, örgjörvann hef ég ekki snert en skyldi ætla að hann væri ekki vandamálið þar sem tölvan keyrði upp þegar ég skipti um aflgjafa, auk þess prufaði ég að rífa rafhlöðuna úr til að endurræsa bios en það hjálpaði ekkert.
Móðurborðið er Abit K8N (eitthvað)
Örgjörvinn er AMD 3800 x2 (939)
Skjákortið er Nvidia 8500 viftulaust
4x 512 MB 400 Mhz DDR vinnsluminni
Aflgjafinn er 360W Chieftec eitthvað, líklegast orðinn 10 ára gamall.
Ef einhver hefur ráðleggingar eða veit að eitthvað er ónýtt út frá lýsingunni vil ég ólmur heyra í ykkur
kv.
Re: Tölva drepur sig í ræsingu.
Hefur nokkurn tíma verið skipt út bios rafhlöðuni á móðurborðinu ?
Þar sem þetta er eldi vél, þá er alltaf möguleiki að það sé búið,
Taka úr og mæla .
Þar sem þetta er eldi vél, þá er alltaf möguleiki að það sé búið,
Taka úr og mæla .
Re: Tölva drepur sig í ræsingu.
Ég skipti henni út og núna ræsir hún sig og keyrir 

Re: Tölva drepur sig í ræsingu.
flott !
Re: Tölva drepur sig í ræsingu.
Og þetta er byrjað aftur. Það er hægt að ræsa tölvuna í einhvern óákveðinn tíma með því að rífa allt úr henni og setja í aftur en hún drepur síðan á sér og vill ekki fara í gang aftur.
Ónýtt móðurborð bara?
Baka það bara ?
Ónýtt móðurborð bara?
Baka það bara ?

Re: Tölva drepur sig í ræsingu.
Búinn að útiloka aflgjafann?
Re: Tölva drepur sig í ræsingu.
Þegar þú skiptir um rafhlöðu,og vélin fór í gang, fórstu yfir bios og settir upp ?
Notaðirðu nýja rafhlöðu ?
Notaðirðu nýja rafhlöðu ?
-
- Kóngur
- Póstar: 5917
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Tölva drepur sig í ræsingu.
Ekki gæti bios rafhlaðan verið að leiða út?
Er móðurborðið örugglega einangrað frá kassanum?
Er móðurborðið örugglega einangrað frá kassanum?
Re: Tölva drepur sig í ræsingu.
Gamalt móðurborð, eru nokkuð þéttar farnir að leka?
http://en.wikipedia.org/wiki/Capacitor_plague" onclick="window.open(this.href);return false;
http://en.wikipedia.org/wiki/Capacitor_plague" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Tölva drepur sig í ræsingu.
Ég held að það sé alveg örugglega hægt að útiloka aflgjfann, ég skipti um hann og hún hefur keyrt sig upp á honum hvort eð er.
Þegar ég skipti um rafhlöðuna þá valdi ég load fail save defaults minnir mig að þetta heiti og hafði áður prufað optimum valkostinn þegar ég skipti um skjákortið.
Rafhlaðan var ekki glæný en spennan á henni var 3.1 V samanborið við 2.9 á gömlu rafhlöðunni.
Ég sé engin merki um að neinir þéttar séu skemmdir. Ég grandskoðaði það í gær.
Hvað varðar útleiðslu þá finnst mér það ólíklegt þar sem ekkert hefur breyst og móðurborðið er á sínum pinnum bara eins og alltaf undanfarin 4 ár og er þá tæpan cm frá kassanum.
Útleiðsla í rafhlöðu er ekki útilokuð en ég hef ekki athugað það ennþá.
Þegar ég skipti um rafhlöðuna þá valdi ég load fail save defaults minnir mig að þetta heiti og hafði áður prufað optimum valkostinn þegar ég skipti um skjákortið.
Rafhlaðan var ekki glæný en spennan á henni var 3.1 V samanborið við 2.9 á gömlu rafhlöðunni.
Ég sé engin merki um að neinir þéttar séu skemmdir. Ég grandskoðaði það í gær.
Hvað varðar útleiðslu þá finnst mér það ólíklegt þar sem ekkert hefur breyst og móðurborðið er á sínum pinnum bara eins og alltaf undanfarin 4 ár og er þá tæpan cm frá kassanum.
Útleiðsla í rafhlöðu er ekki útilokuð en ég hef ekki athugað það ennþá.
Re: Tölva drepur sig í ræsingu.
Þyrftir að nota nýja rafhlöðu. maður er aldrei viss með gömlum.
En kemstu í bios núna eða slekkur hún strax á sér ?
En kemstu í bios núna eða slekkur hún strax á sér ?
Re: Tölva drepur sig í ræsingu.
Tölvan bara drepur á sér um leið og ég ýti á hnappinn og ég kemst þar af leiðandi ekki inn í neitt.
Re: Tölva drepur sig í ræsingu.
Ef power pack er í lagi, verðuru að mæla bios rafhlöðuna.