vantar ráðleggingar


Höfundur
sjarmi
Nýliði
Póstar: 18
Skráði sig: Sun 21. Des 2003 17:05
Staða: Ótengdur

vantar ráðleggingar

Póstur af sjarmi »

sælir félagar

Ég er að fara að uppfæra og vantar ráðleggingar hjá ykkur um hvort ég sé í einhverju rugli eða ekki. Ég er með skjá, lyklaborð, mús og 4x160 gb samsung úr gömlu tölvunni en bæti örugglega nokkrum við fljótlega. Tölvan er notuð sem ftp server og svo er ég aðeins að leika mér í leikjum og svona.

CPU: Intel 3.4 GHz (775) 39.750 hjá @tt.is
PSU: 520W OCZ Powerstream 18.900 hjá Task.is eða
600W Silenx 18.990 hjá Start
Móðurborð: hef ekki hugmynd ca 25.000
Minni: 1024 mb vantar tegund ca 30.000
Skjákort: ATI 9600 XT 256 mb 16.990 hjá Start
Kassi: Lian-li V2000 ca 40.000 sérpantaður
Samtals ca 170.000


Svo er spurning með hljóðkort, hátalara, kælingu, sjónvarpskort og örugglega eitthvað fleira.
Endilega komið með athugasemdir við þetta.

demigod
Ofur-Nörd
Póstar: 255
Skráði sig: Þri 23. Mar 2004 00:25
Staða: Ótengdur

Póstur af demigod »

afhverju ekki bara að kaupa sér amd64bita ? :roll:
"Walking on water and developing software from a specification are easy if both are frozen." Edward V. Berard

gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af gumol »

Kanski afþví hann vill frekar fá Intel P4?

Myndi sammt ekki fá mér svona dýran örgjörva með þessu skjákorti ef þú ert að hugsa þetta eingöngu fyrir leiki.

Snorrmund
Of mikill frítími
Póstar: 1802
Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
Staða: Ótengdur

Póstur af Snorrmund »

Rosalega tekur maður ekkert eftir en hvaða socket er 775 ? eitthvað nýtt?
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Póstur af Daz »

Er 3.4 virkilega 20 þúsund meira virði en t.d. 3.0E Retail? Nú eða þá 3.2 (775) Ret. fyrir 30 þúsund. AMD64 3400+ OEM kostar svo undir 30 þúsund í Hugver.
Svo ertu að taka kjánalega dýrt móðurborð og aflgjafa miðað við að taka svo bara 9600 xt. Og er þessi kassi virkilega 40 þúsund króna virði? Er hann úr hitaleiðandi og hljóðeinangrandi gulli?

Stebbi_Johannsson
spjallið.is
Póstar: 400
Skráði sig: Fös 16. Apr 2004 18:25
Staðsetning: 800 Selfoss
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af Stebbi_Johannsson »

jamm fucked up plan... vantar allt jafnvægi í það. :lol:
Intel P4 2.4GHz - 2x512mb DDR333 Elixir - Asus P4S533-X - 80gb WD Caviar - FX5200 128mb - 550w Antec Truepower PSU - MX700 - ViewSonic Viewmate

axyne
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1695
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Póstur af axyne »

Stebbi_Johannsson skrifaði:jamm fucked up plan... vantar allt jafnvægi í það. :lol:


spurning að fara með gaurinn á dekkjaverkstæði og jafnvægistilla hann.

Snorrmund
Of mikill frítími
Póstar: 1802
Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
Staða: Ótengdur

Póstur af Snorrmund »

Hehe.. eða bara lemja hann oft í hausinn þangað til hann nær þessu :)

goldfinger
spjallið.is
Póstar: 466
Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 10:06
Staða: Ótengdur

Póstur af goldfinger »

eyða minna i móðurborð/Kassa/aflgjafa og fá sér frekar alvöru skjákort :8)

Höfundur
sjarmi
Nýliði
Póstar: 18
Skráði sig: Sun 21. Des 2003 17:05
Staða: Ótengdur

Póstur af sjarmi »

Ég þakka góð svör frá ykkur fyrir utan skítkastið frá Axyne og Snorrmund.. sumir bara hreinlega kunna sig ekki. En ef við skoðum þetta aðeins betur þá langar mig að spyrja ykkur hina, mynduð þið frekar taka AMD64 en þennan Intel örgjörva? Hvaða móðurborði mynduð þið mæla með? Hvaða skjákort mynduð þið frekar taka? Er eitthvað sérstakt minni sem maður á að taka frekar en annað?
Ástæðan fyrir þessu PSU og kassa er að ég verð væntanlega með a.m.k. 10 hdd og þarf því öflugt PSU en þessi kassi tekur 12 hdd og 7 cdrom.

Endilega hafið umræðuna málefnalega strákar. fyrirfram þakkir.

vjoz
Fiktari
Póstar: 86
Skráði sig: Sun 18. Maí 2003 11:44
Staðsetning: Selfoss
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af vjoz »

ef þetta er FTP server og þú leikur þér smávegis, stundum, þá er þetta fínt skjákort...

svo þarftu bara að slást við að velja móðurborð og CPU, þetta er svoltíið dýrt, en ef þú ert að leita að þessu, þá áttu að kaupa það...

ég myndi reyndar skoða þessi 775 móðurborð, ég er ekki viss, en mér sýnist úrvalið af þeim vera lítið...

spurning um að taka 478...

Stebbi_Johannsson
spjallið.is
Póstar: 400
Skráði sig: Fös 16. Apr 2004 18:25
Staðsetning: 800 Selfoss
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af Stebbi_Johannsson »

ef þú ert að fara vera með eikkað uber marga hdd þá skil ég kaupin á kassanum og aflgjafanum vel. En annars fengi ég mér frekar AMD 64 3400+ frekar en þennan örgjörva. Einnig betra skjákort, þetta voru bestu kaupin fyrir sumarið, eru það ekki lengur. Ef þig langar í kort sem endist þá myndi ég spá í kortunum sem voru að koma til landsins, 6800GT "Golden Sample". Mjög auðvelt að clocka þau upp í 6800 Ultra. kostar 54.000 kr. hjá http://www.tolvuland.com
Intel P4 2.4GHz - 2x512mb DDR333 Elixir - Asus P4S533-X - 80gb WD Caviar - FX5200 128mb - 550w Antec Truepower PSU - MX700 - ViewSonic Viewmate

Höfundur
sjarmi
Nýliði
Póstar: 18
Skráði sig: Sun 21. Des 2003 17:05
Staða: Ótengdur

Póstur af sjarmi »

Jæja þá er ég búinn að kynna mér þetta aðeins betur og endurbæta uppfærsluna. Núna er hún orðin svona:

CPU: Intel 3.4 GHz (775) 39.750 hjá @tt.is http://www.att.is/product_info.php?cPath=41_28_162&products_id=1142
PSU: 520W OCZ Powerstream 18.900 hjá Task.is http://www.task.is/?webID=1&p=93&sp=114&ssp=114&item=1214
Móðurborð: MSI 925X NEO Platinum 25.990 hjá @tt.is http://www.att.is/product_info.php?cPath=41_25_161&products_id=1137
Minni: Corsair ValueSelect pöruð 2x512MB DDR2 36.950 hjá @tt.is http://www.att.is/product_info.php?cPath=41_16_163&products_id=1154
Skjákort: X800 Pro 256MB 45.350 hjá Start http://start.is/product_info.php?cPath=80_25&products_id=680
Kassi: Lian-li V2000 40.000 sérpantaður http://www.lian-li.com/products/pcv2000.htm
Cd: NEC 16x DVD - Dual Layer 12.900 hjá Task.is http://www.task.is/?webID=1&p=93&sp=117&ssp=143&item=1258
Samtals 220.000

Er þetta þá ekki orðin rudda vél? :8)
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Póstur af Daz »

Ruddalega dýr vél jú. Þegar þú getur tekið 400mhz 512 mb * 2 á undir 20 þúsund, AMD64 3200+ á 25 þúsund og MSI k8n AMD64 móðurborð á 16 þúsund. Sparar 40 þúsund á því en færð ekkert hræðilega mikið verra performance.
Svo held ég að þessi aflgjafi sé ekkert vitlaus, ódýrari og líklega hljóðlátari.

wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af wICE_man »

Daz:
Ruddalega dýr vél jú. Þegar þú getur tekið 400mhz 512 mb * 2 á undir 20 þúsund, AMD64 3200+ á 25 þúsund og MSI k8n AMD64 móðurborð á 16 þúsund. Sparar 40 þúsund á því en færð ekkert hræðilega mikið verra performance.


Hann ætti að fá betri afköst í þeirri vinnslu sem hann talar um en með Prescott, að ég tali ekki minni hita sem er lykilatriði ef hann ætlar að hafa marga harða diska og ef hann ætlar að hafa tölvuna mikið í gangi.

Ég myndi fá mér AMD64 3400+ hjá hugveri á 29.900Kr, þetta sama móðurborð og GF 6800GT á 54.000 hjá tolvulandi.com, þá væri þetta orðin eins öflug vél og kostur er á og myndi í þokkabót ekki að kynda eins og kölski sjálfur.
Skjámynd

Voffinn
Vaktari
Póstar: 2249
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 17:41
Staða: Ótengdur

Póstur af Voffinn »

Eruði ekkert hræddir við að versla við svona smábúðir einsog tölvuland.com? Ég veit alveg að þessi aðilli er hérna á vaktinni og allt gott og blessað með það (hann getur þá kannski frætt okkur hvernig reksturinn gengur!). Hvað ef búðin fer á hausinn? Hvað verður um ábyrgðina?


/ekki fara að taka þetta illa.

Snorrmund
Of mikill frítími
Póstar: 1802
Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
Staða: Ótengdur

Póstur af Snorrmund »

sjarmi skrifaði:Ég þakka góð svör frá ykkur fyrir utan skítkastið frá Axyne og Snorrmund.. sumir bara hreinlega kunna sig ekki[. En ef við skoðum þetta aðeins betur þá langar mig að spyrja ykkur hina, mynduð þið frekar taka AMD64 en þennan Intel örgjörva? Hvaða móðurborði mynduð þið mæla með? Hvaða skjákort mynduð þið frekar taka? Er eitthvað sérstakt minni sem maður á að taka frekar en annað?
Ástæðan fyrir þessu PSU og kassa er að ég verð væntanlega með a.m.k. 10 hdd og þarf því öflugt PSU en þessi kassi tekur 12 hdd og 7 cdrom.

Endilega hafið umræðuna málefnalega strákar. fyrirfram þakkir.


Verð bara að segja fyrir mína hönd fyrirgefðu innirlega að ég var aðeins að grínast í Þér, án djóks þá mun þetta aldrei!, aldrei aftur gerast, ég skal sko alls ekki kasta í þig slíkum skít aftur! alls ekki!


P.s. ef þú hefðir skoðað broskallinn í bréfi 2 þá hefðiru kannski tekið eftir því að þetta var djók :) óþarfi að taka þessu svona illla...

En ef þetta á að vera gaming rig, þá myndi ég focusa meira á skjákort en kassa og annað sem skiptir ekki jafn miklku máli fyrir performance..
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

taktu AMD64. þetta er server, og hann þarf þar að leiðandi há minnisbandvídd. annað sem þú ættir að spá í er að skella diskunum í raid (mæli með raid5). þá gætiru verið að margfalda afköst serversins (það er að segja ef hann er á góðri tengingu.)
"Give what you can, take what you need."

Höfundur
sjarmi
Nýliði
Póstar: 18
Skráði sig: Sun 21. Des 2003 17:05
Staða: Ótengdur

Póstur af sjarmi »

ég er með 10 mbit upp og niður :D hvernig virkar svona raid5?

Pectorian
Fiktari
Póstar: 52
Skráði sig: Mið 23. Jún 2004 23:56
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af Pectorian »

Ég persónulega myndi taka amd 64 3400 en það er bara ég. Annars held ég að þetta verði flott vél, bara taka þann pakka sem þig langar mest í. Intel er alltaf öruggur kostur. Ég myndi samt velja eithvað annað minni því eins og einhver sagði hér að ofan getur þú fengið góða dual pakka á um 20 kall.

wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af wICE_man »

Taka AMD64 örgjörva og ódýr CL2.5 Merkjaminni, þú græðir hvort eð er ekki nema 1% á Rándýra CL2 minninu nema þú ætlir út í yfirklukk :)

axyne
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1695
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Póstur af axyne »

[quote="sjarmi"]Ég þakka góð svör frá ykkur fyrir utan skítkastið frá axyne og Snorrmund.. sumir bara hreinlega kunna sig ekki.[quote]

fyrirgefðu

var saklaust grín. ætlaði ekki að særa neinn.

2pac
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Mið 06. Okt 2004 17:10
Staðsetning: Hfj
Staða: Ótengdur

Póstur af 2pac »

Fínt enn róasig á kassa vona að það komi geimflaug eða eithvað með essum 40k kassa allaveganna ekki sparka í hann þegar þú verður fúll. Er þetta ekki einum of mikið fyrir kassa þetta er svona 1/4 ef verðinu

gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af gumol »

Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

2pac skrifaði:Fínt enn róasig á kassa vona að það komi geimflaug eða eithvað með essum 40k kassa allaveganna ekki sparka í hann þegar þú verður fúll. Er þetta ekki einum of mikið fyrir kassa þetta er svona 1/4 ef verðinu


GAUR! hvernig væri að vanda sig smá með póstana? þetta er næstum óskiljanlegt.
"Give what you can, take what you need."
Svara