Þetta er klárlega mikil misskilningur hjá þér, sjáðu þetta reiknisdæmi.Hver er breytilegur kostnaður við aukið gagnamagn?
Ég held að hann sé nánast enginn.
Þegar allir innviðir netkerfis eru komnir og kerfið er "up and running" þá er rekstrarkostnaðurinn nær eingöngu rafmagn, viðhald og endurnýjun á búnaði.
ISP með 1000 notendur fyrir 2árum síðan. Flestir notendur voru bara að browsa netið (http) og samtímanoktun er 100kb/s per notanda til útlanda.
Það þýðir = 1000*100kbps = 100mbps samband dugar fyrir þennan ISP til útlanda. Fyrir það borgar hann ákveðið gjald til Farice.
Svo kemur netflix og 1000 notendur fara allt í einu að horfa á Netflix milli klukkan 21:00 til 23:00 á kvöldin. Flestir ná góðum gæðum, þeas 2mbps.
Það þýðir 1000 * 2mbps = 2gbps, núna þarf þessi ISP að kaupa 20sinnum stærra samband til útlanda. Annars fer allt að hökta og netflix virkar ekki hjá notendum.
Vissulega verður sambandið til útlanda ekki 20sinnum dýrara en það verður töluvert dýrara. => kostnaður eykst mjög mikið en sem betur fer koma tekjur á móti því að það er rukkað fyrir umferð til útlanda.
Og þetta virkar nákvæmlega eins fyrir innanlandssambönd og útlönd.
Ég vona að þetta dæmi sýni ykkur að kostnaður ISP eykst með aukinni umferð. Til þess að mynda netkerfi þarf að tengja saman búnað á öllu landinu. Þessi sambönd er dýr, og í þeim liggur helst rekstrarkosnaður fjarskiptafyrirtækja
Á rix.is er hægt að sjá umferðar gröf fyrir hluta af samtengiumferð á íslandi. Þar er hægt að sjá hvernig álag á kerfin er mest á kvöldin, og ISP þurfa að stækka sambönd eftir hámarksálagi.
Það myndi t.d. hjálpa ef allir myndu bara downloada torrent á nóttinni, þá myndi álag á sambönd jafnast út og minnka þörf á kostnaðarsömum stækkunum;)
Niðurstaðan er: Breytilegur kostnaður við aukið gagnamagn er mjög mikill!