Síminn telur allt gagnamagn

Svara
Skjámynd

g0tlife
1+1=10
Póstar: 1115
Skráði sig: Mán 05. Nóv 2007 15:57
Staðsetning: Sit í fanginu hans Guðjóns
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Póstur af g0tlife »

GuðjónR skrifaði:
roadwarrior skrifaði:Svo var önnur pæling hjá mér. Er ekki verið að tvírukka sama hlutinn.
Ef ég væri td með hugbúnaðarþróun og vinnufélagi minn væri á Akureyri og ég í Reykjavík og við að senda gögn á milli okkar þá væri verið að tvírukka fyrir sama hlutinn. Sá sem byggi á Ak væri rukkaður fyrir að senda gögnin frá sér og ég væri rukkaður fyrir að sækja þau. Double Wammy fyrir Símann
Ekki viss um að hinn allmenni íslendingur væri ánægður ef hann þyrfti að fara að borga fyrir það að það væri hringt í hann og á sama tíma væri sá sem hringdi rukkaður líka
Jú nákvæmlega, það myndi eitthvað heyrast ef þú færir á póstinn og myndir senda pakka, síðan myndi viðtakandinn líka greiða burðargjaldið.
Þeir gætu kallað þetta "sendingargjald (upload)" og "móttökugjald (download)" ... reyndar tíðkast þetta að hluta til með erlendar bögglasendingar, en þar er móttökugjald svokallað tollmeðferðargjald. Vona að ég hafi ekki verið að gefa Póstinum hugmynd.

''Er ætlunin að mæla bæði upp- og niðurhal innanlands með þessu? Ef ég held utan um öryggisafrit fyrir fjölskyldumeðlimi er þá bæði ég og þeir að borga fyrir t.d. upphal frá þeim til mín? Erum við þá í raun að borga tvöfalt fyrir hvert GB sem fer á milli véla hjá okkur hér innanlands?''

Ef annar sendir og hinn sækir fer umferðin vissulega beina leið í gegnum kerfið. Umferðin verður því klárlega talin enda er hún ekki stikkfrí á öðrum endanum, hún er alltaf umferð.
Öll internet umferð verður mæld frá og með 1.september. Innlend umferð í báðar átti og erlend umferð í báðar áttir.

kveðja,
Guðmundur hjá Símanum
Intel i9-10900KF // Nvidia RTX 3080 // 2x 1TB M.2 // 1TB Samsung 860 Evo // G.Skill 32GB Ripjaws V 3600MHz // ASRock Z490 Extreme4 // Samsung Odyssey G7 32''

My CPU's Hot But My Core Runs Cold
Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1065
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Póstur af Hargo »

Ætli það sé svo ekki planið að útrýma Netflix notkun og pína alla til að kaupa staka bíómynd á 595kr í VOD-inu hjá þeim.

Annars sýnist mér Síminn vera með starfsmann í fullri vinnu við að verja þessa ákvörðun á Facebook síðunni sinni.
Skjámynd

Sultukrukka
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 344
Skráði sig: Fim 26. Des 2002 23:38
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Póstur af Sultukrukka »

Lekið uppkast :O
Síminn mælir allt gagnamagn í september og stækkar netáskriftarleiðir ekki í takt við það

Þann 1. júlí stækkar Síminn gagnamagnspakka viðskiptavina varla svo um munar, því Síminn hyggst auka hagnað sinn og snuða viðskiptavini með því að mæla alla internetnotkun frá septembermánuði. Breytingin felur í sér að í stað þess að telja eingöngu gagnamagn sem sótt er erlendis verður allt internetgagnamagn talið, sem og upp- og niðurhal. Við þá breytingu verður algengt að gagnanotkun heimila mælist um þrefalt meiri en nú er. Hins vegar bregst Síminn við því með því að þrí- til fimmtánfalda stærð pakkanna frá 1. júlí. Aukið gagnamagn í áskriftarleiðunum nær miðað við það ekki utan um þessa breyttu mælingu og gerir gott betur í minni þjónustuleiðunum.

Er þessi þróun slæm fyrir viðskiptavini Símans? Öh, nauts....

• Viðskiptavinir hafa bent okkur á að erfitt geti verið fyrir þá að vita hvaðan efnið kemur og hvort það telur í mælingu eða ekki. Af hverju þá ekki rukka bara fyrir allt heila klabbið?
• Þá hefur verið erfitt fyrir neytendur að bera saman niðurhal milli keppinauta á fjarskiptamarkaði, þar sem sama myndbandið getur talist innlent hjá Símanum en erlent hjá keppinauti.
• Þessi leið að mæla allt er alls ekki óþekkt á íslenskum fjarskiptamarkaði því það er gert á 3G/4G netum fjarskiptafyrirtækjunum; og til dæmis í netþjónustu Nova, er allt talið. Við vitum að viðskiptavinir okkar gera engann greinarmun á hvernig gagnaflutningum er háttað og því kjörið tækifæri til að auka hið ímyndaða virði sem flutningur gagna hefur hér á landi.


Eru einhverjar líkur á að viðskiptavinir Símans tapi einhverju á þessu? Í raun og veru mun viðskiptavinir stórgræða á þessu og má kalla þetta nokkurskonar þjóðarátak. Þegar að gagnamagnið klárast eftir vikunotkun þá fara börn og unglingar út að leika sér, foreldrar geta loksins hætt að horfa á Netflix (Pssst, við rukkum ekki fyrir gagnamagn í gegnum Skjábíó. Af hverju að borga þúsund kall í mánaðaáskrift af netflix þegar að þú getur borgað okkur þann þússara fyrir að horfa á We‘re the Millers? Díll ársins, am I right?)
Við reiknum með að breytingin verði til þess að netnotkun mælist þrefalt meiri. Hins vegar stækkum við minnsta pakkann fimmtánfalt, sá næst stærsti sjöfaldast en aðrir þrefaldast – og standa því í stað. Því er auðvelt að sjá að stórnotendur verða hvað verst út úr þessu og það er bara flott mál. Hver vill viðskiptavini sem að nýta sér þá þjónustu sem greitt er fyrir?
Þessi tvö prósent viðskiptavina sem gætu fundið aukningu eftir breytinguna eru stórnotendur og standa undir 25% allrar notkunar á netinu. Þeir verða því að aðlagast nýju kerfi. Suck it, stórnotendur!

Af hverju þessi breyting? Við teljum þessa leið réttláta og í hag hluthafa okkar. Hún auðveldar allan samanburð neytenda og gerir það að verkum að netmæling er eins hvort sem er á farsímanetinu eða fastanetinu, þrátt fyrir að það er margfalt ódýrara fyrir okkur að flytja gögn yfir ljósið eða koparinn.
Þetta er alltsaman sagt í sprelli og er þessi texti með öllu ómarktækur.

Plís ekki kæra mig, Síminn. Þetta eru allt ógó flottar breytingar hjá ykkur.
Skjámynd

svensven
spjallið.is
Póstar: 445
Skráði sig: Þri 16. Mar 2010 16:10
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Póstur af svensven »

Hargo skrifaði:Ætli það sé svo ekki planið að útrýma Netflix notkun og pína alla til að kaupa staka bíómynd á 595kr í VOD-inu hjá þeim.

Annars sýnist mér Síminn vera með starfsmann í fullri vinnu við að verja þessa ákvörðun á Facebook síðunni sinni.
Smá pæling þegar Netflix er nefnt.. þeir sem nota nánast einungis Netflix græða þeir ekki á þessu ? Er upload í gangi þegar þú ert að horfa á netflix ? Ef að aðilli er aðallega að nýta tenginguna í erlendar síður, þá hlýtur hann að vera að græða eða er ég að misskilja ? :-k
Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4270
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Póstur af KermitTheFrog »

AntiTrust skrifaði:Það er ekki bara traffíkin um línurnar sem slíkar sem telur, þið eruð algjörlega að gleyma öllu backbone-inu á bakvið traffíkina. Þar erum við að tala um svissa, routera og netbúnað sem hleypur á tugmilljónum sem ISParnir reka yfirleitt sjálfir.
Það borga allir fyrir internetáskrift. Hvað er fasta mánaðargjaldið að borga? Og línugjaldið? Og routerleigan? (Btw hvað ætli ISP borgi fyrir stykkið af router? Tvöþúsundkall? Og hvað kostar að leigja þetta? 500 kall á mánuði? Meira?). Það er í raun hægt að "réttlæta" rukkun eftir gagnamagni erlendis frá þar sem við erum einöngruð eyja og þetta fer allt í gegnum sæstrengi sem þarf að reka. Aðrar aðstæður eru á meginlandinu. En það er með engu móti hægt að réttlæta þessa breytingu.
Tiger skrifaði:Er búinn að vera að velta þessu svolítið fyrir mér í dag. Er þetta svo slæmt? Vitið þið hvað þið downloadið/uploadið miklu total á mánuði? Deildu.is er horbjóðsléleg torrent síða þannig að ég geti sótt núna hundruðu GB erlendis frá finnst mér bara kostur.

Fyrir mitt leyti held ég að þetta breyti engu, nema til góðs fyrir mig. Samt er ég með backup af ljósmyndum ofl sem fara í upload en held samt að ég nái aldrei 600GB í mánuði. En það á bara eftir að koma reynsla á það, ef þetta er útí hött þá kemur það fljótt í ljós.
Eru allir íslendingar að fara að setja 1kB/s cap á upload hjá sér?

Er þetta ekki bara að fara að auka notkun Netflix og slíkra þjónusta. Ef þú getur fengið meira magn fyrir sama pening, afhverju að vera að eyða þessu í upload?
Ég er með Plex server heima svo ég get streymt media hvar sem ég er, mjög þægilegt (systir mín úti í DK horfir t.d. nær bara á efni af þeim þjóni). Þetta myndi aldrei fúnkera með þessum breytingum. Ég vona innilega að Tal fylgi ekki í kjölfarið.

Einnig væri gaman að sjá hversu mikið gagnamagn heimili með nokkrar fartölvur, borðtölvur, spjaldtölvur, síma og annað er að spæna í mikið upp+niður án alls torrent downloads.
Skjámynd

roadwarrior
Gúrú
Póstar: 539
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Póstur af roadwarrior »

Hvað með þá sem eru að spila tölvuleiki milli sín, ekki verða þeir hrifnir. PS4 og XboxONE með sitt miðlæga sölukerfi :)
Varðandi Netflix niðurhal/upphal þá er minn grunnskilningur á neti (lan) sá að net virki þannig að ip kerfið (tcp) tekur td 1mb skrá bútar hana upp í minni pakka td 25k, sendir hann, bíður eftir að netbúnaður viðtakanda sendi svar um að pakkinn hafi skilað sér rétt og sendir þá næsta pakka. Þetta gerist allt á brotabroti á sek. Er þetta ekki það sem er kallað PING?
Með öðrum orðum það er alltaf dálítill "bakleki" þegar þú horfir á eitthvað á netflix.
td mynd sem er 1gb í niðurhali að skila til baka til sendanda frá viðtakanda nokkrum mb , ekki kannski mikið en það telur.
Ef ég er að misskilja eitthvað endilega leiðréttið mig :D

digitronic
Nýliði
Póstar: 13
Skráði sig: Mán 18. Apr 2011 02:46
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Póstur af digitronic »

Til að Síminn mögulega bakki með þetta eða að hin fjarskiptafyrirtækin fylgi ekki þá þurfa sem flestir að hætta með netið hjá Símanum, eða að lágmarki að kvarta hávært yfir þessu.
Þannig endilega kynnið þetta fyrir eins mikið af fólki sem er ekki tæknivætt eins og þið getið og það væri gaman að sjá hvort Síminn bakki með þetta. Ef ekki þá vona ég að þetta verði til þess að minni símfyrirtækin stækki allverulega.

Xen0litH
Fiktari
Póstar: 87
Skráði sig: Lau 12. Jún 2004 21:17
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Póstur af Xen0litH »

Það verður ekki sældarlíf fyrir íslenskar torrent síður ef að þetta er framtíðin hjá íslenskum ISPs. Ekki er ég að fara að uploada í massavís allavega. Græt það ekki mikið, en samt smá.

Mencius
Nörd
Póstar: 126
Skráði sig: Fös 24. Sep 2004 02:03
Staðsetning: 221 hfj
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Póstur af Mencius »

roadwarrior skrifaði:Hvað með þá sem eru að spila tölvuleiki milli sín, ekki verða þeir hrifnir. PS4 og XboxONE með sitt miðlæga sölukerfi :)
Varðandi Netflix niðurhal/upphal þá er minn grunnskilningur á neti (lan) sá að net virki þannig að ip kerfið (tcp) tekur td 1mb skrá bútar hana upp í minni pakka td 25k, sendir hann, bíður eftir að netbúnaður viðtakanda sendi svar um að pakkinn hafi skilað sér rétt og sendir þá næsta pakka. Þetta gerist allt á brotabroti á sek. Er þetta ekki það sem er kallað PING?
Með öðrum orðum það er alltaf dálítill "bakleki" þegar þú horfir á eitthvað á netflix.
td mynd sem er 1gb í niðurhali að skila til baka til sendanda frá viðtakanda nokkrum mb , ekki kannski mikið en það telur.
Ef ég er að misskilja eitthvað endilega leiðréttið mig :D
Jú tcp virkar svona en það er ekki alltaf sem það er einn skrá í einu gæti verið fleiri í eini sendingu, síðan er líka udp, vod notar það þá sendir annar aðilinn bara pakkana einn af einum en bíður ekki eftir staðfestingu um að pakkarnir hafi borist. En þetta kallast ekki ping.
ASUS PRIME Z490M - Intel Core i5-10600 - 16gb CORSAIR Vengeance LPX 16GB 3600mhz - Kingston Digital 240GB SSDNow V300 - Samsung 840evo 500gb ssd - EVGA 1070gtx FE - 24" ASUS VG248QE 1ms 144Hz Gaming - Evga 750w - Phanteks
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Póstur af GuðjónR »

Ef það væri bara Vodafone og Síminn þá væri þetta mjög slæmt, en sem betur fer eru fleiri valkostir.
Besta leiðin til að mótmæla þessu er að segja sig úr áskrift, þeir gera breytt skilmálum hægri og vinsti en hvað ætla þeir að gera þegar þeir sitja uppi með fullt af fáránlegum skilmálum og enga viðskiptavini?
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Póstur af rapport »

Ég gerði stutt test með resource monitor = 825Mb pr. sólarhring ef fólk er með mbl.is opið hjá sér.

Að opna síðuna tekur þó miklu meira og það telur í hvert skipti.


Pressan.is virðist vera 4 sinnum meira = 3,2Gb á sólahring.

Ekki nema ég sé að reikna/mæla vitlaust
Skjámynd

roadwarrior
Gúrú
Póstar: 539
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Póstur af roadwarrior »

Athyglisvert að sjá munin milli US og Evrópu í net og símamálum.
US: þeir sem bjóða uppá netþjónustu sem eitthvað úmpf er í eru teljandi á fingrum annarar handar og basicly er þjónustan crap og mikið um skiptingu á markaði. Það sama á um td GSM þjónustu. Flókin og erfitt að finna út hvernig hlutum er háttað

Evrópa: Mýgrútur af internetþjónustu aðilum sem keppast um að bjóða sem mestan hraða og besta þjónustu fyrir sem minnstan pening. Slagsmál á GSM markaði, mörg fyrirtæki og mikil samkeppni.

Íslenskir net og símasalar virðast líta til US um fyrirmyndir og það er miður.
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Póstur af AntiTrust »

KermitTheFrog skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Það er ekki bara traffíkin um línurnar sem slíkar sem telur, þið eruð algjörlega að gleyma öllu backbone-inu á bakvið traffíkina. Þar erum við að tala um svissa, routera og netbúnað sem hleypur á tugmilljónum sem ISParnir reka yfirleitt sjálfir.
Það borga allir fyrir internetáskrift. Hvað er fasta mánaðargjaldið að borga? Og línugjaldið? Og routerleigan? (Btw hvað ætli ISP borgi fyrir stykkið af router? Tvöþúsundkall? Og hvað kostar að leigja þetta? 500 kall á mánuði? Meira?). Það er í raun hægt að "réttlæta" rukkun eftir gagnamagni erlendis frá þar sem við erum einöngruð eyja og þetta fer allt í gegnum sæstrengi sem þarf að reka. Aðrar aðstæður eru á meginlandinu. En það er með engu móti hægt að réttlæta þessa breytingu.
Ertu nokkuð að rugla saman heimilisrouterum og Core ISP routerum? Ég var einfaldlega að benda á þá staðreynd að þrátt fyrir að umferðin fari um línur sem fólk borgar í raun Mílu fyrir þá er stærsti og flóknasti búnaðurinn oftast í eigu fjarskptafyrirtækjanna sjálfra, svo það eykst vissulega kostnaður á fjarskiptafyrirtækin þegar innlend umferð eykst.

Ég er rosalega á báðum áttum með þetta sjálfur. Ef ég væri með net hjá Símanum þá þyrfti ég tífalt gagnamagn á við stærstu leiðina, svo það er vita gagnslaust fyrir stórnotendur eins og mig. Hinsvegar er fólk alltaf að notfæra sér meira og meira streymi erlendis frá, Youtube, Netflix, Vimeo, Twitch, Amazon Prime, Hulu.. Þetta eru langstærstu sugurnar á erlent niðurhal í dag, svo það eru allar líkur á því að þessi breyting gagnist mikið fleirum en ekki.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Skjámynd

Sultukrukka
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 344
Skráði sig: Fim 26. Des 2002 23:38
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Póstur af Sultukrukka »

AntiTrust skrifaði:
KermitTheFrog skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Það er ekki bara traffíkin um línurnar sem slíkar sem telur, þið eruð algjörlega að gleyma öllu backbone-inu á bakvið traffíkina. Þar erum við að tala um svissa, routera og netbúnað sem hleypur á tugmilljónum sem ISParnir reka yfirleitt sjálfir.
Það borga allir fyrir internetáskrift. Hvað er fasta mánaðargjaldið að borga? Og línugjaldið? Og routerleigan? (Btw hvað ætli ISP borgi fyrir stykkið af router? Tvöþúsundkall? Og hvað kostar að leigja þetta? 500 kall á mánuði? Meira?). Það er í raun hægt að "réttlæta" rukkun eftir gagnamagni erlendis frá þar sem við erum einöngruð eyja og þetta fer allt í gegnum sæstrengi sem þarf að reka. Aðrar aðstæður eru á meginlandinu. En það er með engu móti hægt að réttlæta þessa breytingu.
Ertu nokkuð að rugla saman heimilisrouterum og Core ISP routerum? Ég var einfaldlega að benda á þá staðreynd að þrátt fyrir að umferðin fari um línur sem fólk borgar í raun Mílu fyrir þá er stærsti og flóknasti búnaðurinn oftast í eigu fjarskptafyrirtækjanna sjálfra, svo það eykst vissulega kostnaður á fjarskiptafyrirtækin þegar innlend umferð eykst.

Ég er rosalega á báðum áttum með þetta sjálfur. Ef ég væri með net hjá Símanum þá þyrfti ég tífalt gagnamagn á við stærstu leiðina, svo það er vita gagnslaust fyrir stórnotendur eins og mig. Hinsvegar er fólk alltaf að notfæra sér meira og meira streymi erlendis frá, Youtube, Netflix, Vimeo, Twitch, Amazon Prime, Hulu.. Þetta eru langstærstu sugurnar á erlent niðurhal í dag, svo það eru allar líkur á því að þessi breyting gagnist mikið fleirum en ekki.
Sammála þessu.

Færði þetta inn í excel til að sjá hvernig þetta skalar. Frekar sjokkerandi.

Mynd

biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Póstur af biturk »

Jæja, nu skal stofna undirskriftir gegn þessu, hver er klár í að setja þannig upp?

Vona að ég geto farið með mitt til hringdu þó að ég sé með síma á léttkaupum hjá símanum

Btw, ég er búinn að vera með allt mitt hjâ símanum í tiu ár og farsíma í 15 ár, kaupa farsíma eingöngu hjá þeim, sennilega um 14 stykki og þar af 4 í kringum 100þúsund stykkið af snjall símum, og einir 4 befora snjallsímavæðing á 50+

Ég kaupi aldrei aftur ag þeim ef að þessu verður og losa mig við allt hjá þeim nema skjá símans

Strákar reinum að breita rétt og söfnum undirskriftum, höfum hátt um þetta, upplýsum fólk og mótmælum þessu, það er verið að ræna okkur á hábjörtum degi!!
ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!
Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6079
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Póstur af worghal »

AntiTrust skrifaði:
KermitTheFrog skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Það er ekki bara traffíkin um línurnar sem slíkar sem telur, þið eruð algjörlega að gleyma öllu backbone-inu á bakvið traffíkina. Þar erum við að tala um svissa, routera og netbúnað sem hleypur á tugmilljónum sem ISParnir reka yfirleitt sjálfir.
Það borga allir fyrir internetáskrift. Hvað er fasta mánaðargjaldið að borga? Og línugjaldið? Og routerleigan? (Btw hvað ætli ISP borgi fyrir stykkið af router? Tvöþúsundkall? Og hvað kostar að leigja þetta? 500 kall á mánuði? Meira?). Það er í raun hægt að "réttlæta" rukkun eftir gagnamagni erlendis frá þar sem við erum einöngruð eyja og þetta fer allt í gegnum sæstrengi sem þarf að reka. Aðrar aðstæður eru á meginlandinu. En það er með engu móti hægt að réttlæta þessa breytingu.
Ertu nokkuð að rugla saman heimilisrouterum og Core ISP routerum? Ég var einfaldlega að benda á þá staðreynd að þrátt fyrir að umferðin fari um línur sem fólk borgar í raun Mílu fyrir þá er stærsti og flóknasti búnaðurinn oftast í eigu fjarskptafyrirtækjanna sjálfra, svo það eykst vissulega kostnaður á fjarskiptafyrirtækin þegar innlend umferð eykst.

Ég er rosalega á báðum áttum með þetta sjálfur. Ef ég væri með net hjá Símanum þá þyrfti ég tífalt gagnamagn á við stærstu leiðina, svo það er vita gagnslaust fyrir stórnotendur eins og mig. Hinsvegar er fólk alltaf að notfæra sér meira og meira streymi erlendis frá, Youtube, Netflix, Vimeo, Twitch, Amazon Prime, Hulu.. Þetta eru langstærstu sugurnar á erlent niðurhal í dag, svo það eru allar líkur á því að þessi breyting gagnist mikið fleirum en ekki.
ég er ekki að sjá að þetta sé að gagnast þeim sem nota erlenda strauma eins og þú nefnir þarna meira, því núna verður innlenda gagnamagnið LÍKA að taka af heildinni, ekki bara erlenda.

núna eru bara einfaldlega FLEIRI hlutir að keppast um gagnamagnið þitt sem er ekki gott.
CPU: Intel Core i7 6700K MB: Asrock Z170 Extreme4 GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance LPX 2x8gb 3200Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL
Skjámynd

Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Póstur af Glazier »

Nú er ég ekki búinn að lesa í gegnum þráðinn eða kynna mér þetta neitt rosalega vel..

En ef ég skil þetta rétt þá verður gagnamagnið mitt hvað, þrefaldað og í staðinn telja þeir innlent og erlent download sem það sama?

Ef þetta er rétt skilið þá hentar þetta mér og minni fjölskyldu bara ágætlega, stærsti hluti netnotkunar okkar er erlend og þar vegur netflix mjög þungt.. eina íslenska niðurhalið er þetta klassíska vefráp, mbl, vísir, veður.is, og hvað fleyra?
Tölvan mín er ekki lengur töff.
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Póstur af GuðjónR »

Glazier skrifaði:Nú er ég ekki búinn að lesa í gegnum þráðinn eða kynna mér þetta neitt rosalega vel..

En ef ég skil þetta rétt þá verður gagnamagnið mitt hvað, þrefaldað og í staðinn telja þeir innlent og erlent download sem það sama?

Ef þetta er rétt skilið þá hentar þetta mér og minni fjölskyldu bara ágætlega, stærsti hluti netnotkunar okkar er erlend og þar vegur netflix mjög þungt.. eina íslenska niðurhalið er þetta klassíska vefráp, mbl, vísir, veður.is, og hvað fleyra?
Upload líka ...
Innlent niðurhal er drjúgt, miklu meira en fólk gerir sér grein fyrir.
Síminn er ekki að gera ykkur neinn greiða.

sfannar
Fiktari
Póstar: 73
Skráði sig: Sun 30. Jan 2011 15:25
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Póstur af sfannar »

Rúsínan í pylsuendanum er svo að það verða auðvitað verðhækkanir samhliða þessum breytingum.
Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6079
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Póstur af worghal »

í nóvember í fyrra, rétt fyrir árásina, þá var vodafone í 192% meiri hagnaði en 2012
http://www.visir.is/hagnadur-vodafone-j ... 3131119850" onclick="window.open(this.href);return false;
giska á að síminn hafi ekki heldur verið í einhverjum mínus.
CPU: Intel Core i7 6700K MB: Asrock Z170 Extreme4 GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance LPX 2x8gb 3200Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL

braudrist
vélbúnaðarpervert
Póstar: 993
Skráði sig: Mán 06. Sep 2004 13:22
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Póstur af braudrist »

Þetta er pottþétt gert til þess að drepa notkun Íslendinga á VPNs t.d. HideMyAss. Sáraeinföld uppsetning, mjög ódýrt, og eftir að HMA bættu við nýjum server á Íslandi, þá er hraðinn orðinn mjög góður. En nei, helvítis fasistarnir hjá Símanum græða ekki nógu mikið. Ég ætla líka að færa mig eitthvert annað.
Intel Core-i9 9900k @ 5GHz :: ASUS ROG Maximus XI Formula :: Corsair Vengeance 3200MHz - 32GB DDR4 :: ASUS ROG STRIX RTX 2080 Ti OC :: 1TB Samsung 970 Pro m.2-NVMe :: 27" Acer Predator XB271HU :: Corsair RM850x :: Cooler Master C700m
Skjámynd

GrimurD
spjallið.is
Póstar: 465
Skráði sig: Fös 01. Ágú 2008 13:17
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Póstur af GrimurD »

worghal skrifaði:í nóvember í fyrra, rétt fyrir árásina, þá var vodafone í 192% meiri hagnaði en 2012
http://www.visir.is/hagnadur-vodafone-j ... 3131119850" onclick="window.open(this.href);return false;
giska á að síminn hafi ekki heldur verið í einhverjum mínus.
http://www.vb.is/frettir/102979/" onclick="window.open(this.href);return false;

Búið að vera tap á þessu hjá þeim eins lengi og ég man.
Antec P182 | Asus Sabertooth Z77 | Intel Core i7 3770k @ 4.2ghz | Kingston HyperX 16gb DDR3 @ 1600mhz | Samsung 840 EVO - 240gb SSD | Gigabyte Radeon R9 290 OC 4gb | 3x 24" BenQ G2420HDB
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Póstur af AntiTrust »

worghal skrifaði:í nóvember í fyrra, rétt fyrir árásina, þá var vodafone í 192% meiri hagnaði en 2012
http://www.visir.is/hagnadur-vodafone-j ... 3131119850" onclick="window.open(this.href);return false;
giska á að síminn hafi ekki heldur verið í einhverjum mínus.
Fyrrum móðurfélag Símans, Skipti, sem nú hefur sameinast Símanum er búið að vera í tugmilljarðaskuld í fleiri ár. Skuldirnar nema ennþá um 27 milljörðum. Point being, það þarf að auka hagnað talsvert og halda honum uppi í verulega langan tíma þangað til verðlækkanir verða raunhæfar.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Skjámynd

Hörde
Ofur-Nörd
Póstar: 242
Skráði sig: Mið 12. Feb 2003 15:31
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Póstur af Hörde »

Ég veit bara það að 99% af allri vefsíðutraffík er niðurgreidd af auglýsingum. Og auglýsingar eru ekkert nema aukatraffík. Af hverju ætti ég ekki að adblocka alla auglýsingatraffík ef ég er sjálfur að borga fyrir hana? Ég er ekki mjög hrifinn af því að borga aukalega fyrir eitthvað sem er ætlað að selja mér hluti þegar ég actually græði á því að loka fyrir svoleiðis.

Þetta er hálfvitamove þegar allt tæknivitað fólk veit fullvel að bandvídd er að verða ódýrari og ekki dýrari. Og maður á ekki að predikera þetta hér heldur á Facebook.
Skjámynd

Xberg
has spoken...
Póstar: 158
Skráði sig: Sun 12. Feb 2012 02:16
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Póstur af Xberg »

Frábært... Ég er með ca.4.Tb 2.Tb Upp/Nyður umferð á mánuði. Aðalega Backup + FTP. Á maður þá að fara borga fyrir það einhvern 50.þús 30.Þús kall !!! Er nú þegar að borga fyrir Ljós á 2.stöðum.
Er maður ekki að borga nó ca. 3-10.þ í Netveitu & 2500+ Fyrir ljósleiðarann / kopar.

Þetta fer að verða eins og í Norður Kóreu . Allt síað, skoðað, vistað og takmarkaður aðgangur.. S.s Netpakkar með t.d 600.Mb U/N og öll umferð rukkuð.
Last edited by Xberg on Mið 04. Jún 2014 03:04, edited 2 times in total.
Pc 1: CPU: FM1 X4 A6-3650 Quad@2.6.GHz * Cooling: 92.mm 2x4.pipe * Móbo: FM1 GA-A75-D3H * 8GB DDR3 1600MHz 2x4GB * 120GB SSD * 40" FuLL HD
PC 2: CPU: AM3+ X8 FX-8350@4.2.GHz * Cooling: 2x120mm 2x6.pipe * Móbo: AM3 GA-970A-UD3 * 16GB DDR3 1600MHz 2x8GB * 120GB SSD + 4x2.Tb * 5x 120.mm Fans
Svara