Endurræsingar á router
Endurræsingar á router
Sælir vaktarar. Ég er með VDSL tengingu hjá Hringiðunni með Thomson router. Við hann er línutengt smart sjónvarp og á þráðlausu 2-4 símar og 1-3 pc tölvur. Nú orðið þurfum við að endurræsa routerinn nokkrum sinnum á dag vegna þess að hve hraðinn á tengingunni er orðinn svo lítill og varla hægt að opna nokkra síðu. Við endurræsinguna hressist hann í nokkra tíma. Eru þessi fjöldi tækja farinn að trufla tengingarnar eða er routerinn að klikka ?
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6350
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Staðsetning: https://viktor.ms
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Endurræsingar á router
Hver setti þetta upp? Ertu með heimasíma? Er router tengdur beint í inntak?
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD
G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless
Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz
EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless
Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz
EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Re: Endurræsingar á router
Það kom maður frá Hringiðunni og setti þetta upp. Já það er heimasími. Routerinn er tengdur með splitter við símatengi sem heimasími er tengdur við líka (nokkuð löng símasnúra frá tenginu að router). Routerinn við sjónvarpið.Sallarólegur skrifaði:Hver setti þetta upp? Ertu með heimasíma? Er router tengdur beint í inntak?
Re: Endurræsingar á router
Hvaða notkun er í gangi á þessum tækjum? Svona heimilisrouterar ráða mjög illa við margar tengingar í einu, eins og t.d. þegar einhver notar torrent þá kannski talar viðkomandi við 50 peera, það eru 50 tengingar af kannski mögulegum 200 eða 300.
MacBook Pro, Late 2011. 2.2 Ghz i7, 8GB 1333Mhz
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú