Vantar ráðleggingar um kaup á videocameru

Svara
Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Vantar ráðleggingar um kaup á videocameru

Póstur af DoofuZ »

Mig sárvantar að kaupa videocameru fyrir laugardag og er að spá í að fjárfesta í Sony HDR-PJ330, verða það góð kaup eða vitiði um einhverja betri vél? Mig langar svoldið að eignast GoPro vél einhverntímann en veit ekki alveg hvort það sé rétta vélin fyrir það sem ég ætla að taka upp núna, ég er s.s. að fara að taka upp fyrst steggjun og svo heilt brúðkaup en ætla að sjálfsögðu að nota vélina svo eitthvað meira eftir það, er t.d. að fara í útilegu í sumar :) Er kannski eitthvað vit í að kaupa GoPro frekar þó maður sé líklega aðallega að fara að taka upp eitthvað hversdagslegt? :-k
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
Skjámynd

I-JohnMatrix-I
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Vantar ráðleggingar um kaup á videocameru

Póstur af I-JohnMatrix-I »

Finndu þér notaða canon 600d, frábær dslr myndavél sem tekur upp mjög flotta 1080p mynd.
Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Vantar ráðleggingar um kaup á videocameru

Póstur af DoofuZ »

Ég hef bara engan tíma í að finna notaða vél og hef alveg vel efni á nýrri. Væri líka til í að eiga eina almennilega og góða vél, á eina gamla fyrir en hún er ekki digital og straumbreytirinn fyrir hana er orðinn pínu lélegur. Er enginn hér sem á akkúrat þessa vél sem ég nefndi eða getur bent mér á einhverja betri kannski? Og ætti ég kannski frekar að kaupa GoPro? Hef svo lítinn tíma til að ákveða þetta svo ég mun líklega bara kaupa þessa Sony vél, væri bara betra að fá kannski smá umræðu um það hérna fyrst 8-[
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

322
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Mán 17. Jan 2011 19:33
Staða: Ótengdur

Re: Vantar ráðleggingar um kaup á videocameru

Póstur af 322 »

Það fer alveg eftir því hvað þú huxar þér að nota þetta í í framtíðinni.

DSLR vél gefur þér mun meiri möguleika í framhaldinu ef þú vilt fara að leika þér eitthvað. Það er til heill hellingur af búnaði sem færir DSLR vél mun nær kvikmyndatökuvél en nokkurntíman svona heimilisvél fyrir utan það að geta skipt út linsum.
En ef þig vantar bara vél til þess að grípa til við ákveðin tilefni eins og t.d. steggjun eða brúðkaup þá getur svona HD myndbandsupptökuvél hentað vel.
Grípur hana bara með og skellir á REC. Ódýr og þægileg lausn og þú ættir að vera nokkuð fljótur að læra á hana.

GoPro er svo annar handleggur og pælingarnar á bakvið þær vélar eru allt aðrar en á svona handy cam eða DSLR.

Það mætti setja þetta upp svona til að einfalda hlutina mikið:

Camcorder (t.d. Sony HDR-PJ330)
Einföld heimilisupptökuvél. Eitthvað sem maður grípur í við tækifæri. Lítil og þægileg vél, maður þarf ekki að hugsa of mikið. Áföst zoom linsa.

DSLR (t.d. Canon 600D, 60D, 6D, 5D MKII eða MKIII)
Ljósmyndavél / videoupptökuvél. Skiptanlegar linsur. Fyrirferðameiri og meira manual.
Möguleikar: Meiri stjórn á áferð og útliti myndbands þegar kunnátta og þekking þess sem stjórnar vélinni er orðin meiri. Heill hellingur af aukabúnaði til. Hellingur af linsum til. Getur tekið ljósmyndir (ég veit að þetta er ljósmyndavél fyrst og fremst en við erum að bera saman myndbandsupptökubúnað). Ýmsir möguleikar varðandi bætta hljóðupptöku til (hljóð úr öllum þessum vélum er mjög slappt). DSLR eru oft á tíðum notaðar sem B camerur í kvikmyndagerð. Hellingur af tutorials á youtube á DSLR vélum. Mun meiri möguleikar ef þú vilt fara að leika þér eitthvað meira.
Ókostir: Dýrari kostur en camcorder. 12 min (eða 4GB) hámarkslengd í upptöku í 1080p á hvern file.

GoPro er fyrst og fremst action vél. Hún er huxuð til þess að koma áhorfandanum nær fjörinu. Það er ástæða fyrir því að GoPro sjálfir selja allar þessar festingar á vélina (hjálmafestingar, sogskálar, vatnsþétt hús o.s.fr.). Þessar vélar eru kannski fyrst og fremst hannaðar með svona jaðarsport í huga. Snjóbrettakappar, fallhlífastökk, bílabrjálaði, hjólreiðakappar, hjólabrettagaurar, kafarar o.s.fr. Brilliant vél til þess að eiga með hinu dótinu.
GoPro er með áfastri linsu og ekkert zoom.
Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Vantar ráðleggingar um kaup á videocameru

Póstur af DoofuZ »

322 skrifaði:Camcorder (t.d. Sony HDR-PJ330)
Einföld heimilisupptökuvél. Eitthvað sem maður grípur í við tækifæri. Lítil og þægileg vél, maður þarf ekki að hugsa of mikið. Áföst zoom linsa.

DSLR (t.d. Canon 600D, 60D, 6D, 5D MKII eða MKIII)
Ljósmyndavél / videoupptökuvél. Skiptanlegar linsur. Fyrirferðameiri og meira manual.
Takk, þetta var akkúrat það sem mig vantaði að vita :happy Hef lítið að gera við svona DSLR vél þar sem ég er ekki mikið inní ljósmyndun og þess háttar, þarf bara einhverja cameru sem ég get notað til að taka upp bara svona hversdagslega hluti þannig að ég ætla þá bara að kaupa Sony vélina í dag :)
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
Svara