[TS] Asus RT-AC68U 1900mb/s þráðl. routerSamsung PRO SSD 1TB

ATH: Einungis er leyfð sala á tölvum og tölvutengdum búnaði.
VARÚÐ: Verðlöggur eru leyfðar með þeim takmörkunum að ýtrustu kurteysi er krafist af þeim.
Svara

Höfundur
ssddisk
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Mið 14. Maí 2014 23:47
Staða: Ótengdur

[TS] Asus RT-AC68U 1900mb/s þráðl. routerSamsung PRO SSD 1TB

Póstur af ssddisk »

Er með til sölu Asus RT-AC68U Dual-band Wireless-AC1900 Gigabit Router eins og hann heitir 'fullu nafni'.
Þetta er að mínu mati með betri routerum sem hægt er að fá til að nota með ljósleiðara sem og ljósneti (þó vissulega sé hann mjög góður fyrir ADSL líka, en ég myndi frekar mæla með honum fyrir ljósnets eða ljósleiðaratengingar.

Nær allt að 1900 mb/s hraða gegnum wifi, eða einfaldlega þráðlaust. Hann höndlar því gífurlega vel mikinn gagnaflutningshraða og getur haldið uppi heimaneti / neti í minni fyrirtækjum án þess að hraði eða annað slíkt sé skertur á neinum stað. Í honum eru jafnframt óteljandi stillingar leyfir ég mér að segja, en fítusarnir eru ótrúlega margir og þægilegir auk þess sem hann hefur ótrúlega þægilegt notandaviðmót til að setja inn stillingar og slíkt.

En ég held að fólk fái besta tilfinningu fyrir því hversu öflug græja þetta er með því að skoða hann á vefsíðu ASUS: http://www.asus.com/Networking/RTAC68U/

Er svo líka með eitt stk. 1 TB Samsung PRO SSD. Diskurinn er nýr og í pakkningunum. Hef enga verðviðmiðun hérlendis þar sem ég hef ekki fundið diskinn í neinni verslun, hvorki í sérpöntun eða á lager. Þetta verður fokdýr andskoti þegar þetta kemur í búðir hér, en ég fékk þetta sem replacement vegna CPU sem bilaði. Á einnig von á 3x slíkum diskum til viðbótar sem einnig eru replacement vegna vöru sem bilaði (móðurborð) og get ég hugsað mér að láta 2x þeirra. Ég er hins vegar að fá diskana talsvert ódýrara gegnum þetta hábölvaða replacement (vildi eiga hina hlutina!) og ég mun láta þá á því verði. Verðið per. disk er sennilega um 60-65 þúsund kr. eins og ég er að fá þá. Skoða öll skipti og óska eftir tilboðum. ATH.: öll gögn fylgja með, þ.e.a.s. ábyrgðarskírteini frá Samsung sem er til 3ja ára að því er ég best veit (ég mun leiðrétta það ef ég er ekki að fara með rétt mál, get samt ekki betur séð skv. gögnunum sem ég er búinn að fá send í tölvupósti að þetta sé rétt). Einnig fylgja allar upplýsingar um þetta "replacement", staðfesting í staðinn fyrir hvað þetta er að koma o.fl. sem ég er hreinlega ekki búinn að lesa.

Ég er helst til í einhver skipti (þó ég skrifi í subjectið "til sölu"). Ef þú ert með eitthvað í skiptum, endilega sendu mér PM, en áhugasamir mega að sjálfsögðu einnig gera tilboð í hann ef þeir vilja það. Er einkum að leita að SSD/RAM/mögul. örgjörva, en hins vegar ef þið eruð með eitthvað þá endilega ekki hika við að senda mér PM.

- Jón
Skjámynd

biggif89
Græningi
Póstar: 32
Skráði sig: Þri 30. Des 2008 23:43
Staðsetning: Kóp
Staða: Ótengdur

Re: [TS] Asus RT-AC68U 1900mb/s þráðl. routerSamsung PRO SSD

Póstur af biggif89 »

hvað viltu fá fyrir routerinn?? ég sendi þér pm virðist ekki eins og það hafi skilað sér
i5-3570K CPU Gigabyte GeForce GTX 660 Gigabyte Z77-D3H 16GB Mushkin DDR3 1333 120GB Samsung SSD 2TB Seagate 5900-RPM 2TB Samsung 7200-RPM Corsair GS800W PSU
Svara