Ég ætla að lýsa þessu fyrir ykkur eins vel og eg get. Málið er að allir gluggar sem eg er með opna í tölvuni, þeir verða svona eins og eg sé búinn að ýta annarsstaðar á skjáinn og þarf að ýta aftur á þá til að virkja þá. Þetta gerist á nokkurra sek fresti. Til dæmis þegar eg er í einhverjum tölvuleik þá fer hann niður en það slökknar ekki á honum alveg þarf bara að ýta á hann aftur niðri í barnum til að fá hann upp, sem gerir það ómögulegt að spilatölvuleiki. Vonandi lýsti eg þessu nógu vel fyrir ykkur og vonandi getiði eitthvað hjálpað.
Fyrirfram þakkir.
-Davíð
Skrítið vandamál
Re: Skrítið vandamál
Vildi bara taka fram eg er búinn að prófa að restarta tölvuni og scann hana all með vírusvörn.
Re: Skrítið vandamál
Opnaðu task manager og farðu yfir þau forrit sem eru í gangi. Slökktu á þeim, eitt í einu og þú munt líklega finna út hvaða forrit er að stela fókusnum.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Re: Skrítið vandamál
Nú er ég búinn að prófa það sem þú sagðir en þetta er enþá svona.
Re: Skrítið vandamál
Heyrðu pofaði þetta aftur og er búinn að komast að því að þetta er Wermgr.exe program sem blikkar alltaf á sama tima og vandamáliðAntiTrust skrifaði:Opnaðu task manager og farðu yfir þau forrit sem eru í gangi. Slökktu á þeim, eitt í einu og þú munt líklega finna út hvaða forrit er að stela fókusnum.
Re: Skrítið vandamál
Snilld Takk fyrir svarið AntiTrust eg er búinn að laga vandamálið. ætla að láta vita hvernig eg gerði það ef einhver lendir í þessu sjálfur.
Ég fór í services.msc og disable-aði Windows Error Reporting Service. Og þetta lagaðist
Ég fór í services.msc og disable-aði Windows Error Reporting Service. Og þetta lagaðist