intenz skrifaði:Ég fékk hann frá vinnunni. Þetta er fínn sími en ég myndi bara fara í S4+ ... ekkert í þessu sem kallar á meira.
Það sem mér finnst að honum er:
- Hann er þungur
- Myndavélin að framan er hrikaleg ef birtuskilyrði eru ekki perfect
- Batterísending er ekkert stórkostleg (Eftir 13 klst er hann í 60% með 1 klst screen on)
- External SD breyttist með KitKat, liggur við ónothæft núna
- Menu takkinn er núna "recent apps" (þarf að long-pressa til að komast í menu)... hrikalega óþægilegt!
- Long-press "Home" er Google Now
Nú er hægt að fá hann á 110 þús, http://www.bestbuy.is/raftaeki/simar/sa ... xy-s5.html" onclick="window.open(this.href);return false;
En er ekki mikið meiri hraði og betri skjár? En er alveg sammála þér hata svona breytingar eins og með menu takkan.
þessi IP67 staðall á símanum er bara djók - það er gúmmíþéttikanntur á bakhliðinni, þannig það er nóg að að hafa ekki sett bakhliðina á alveg 100% (sem er nánast alltaf) og hann verður óvarinn.
Ég bíð spenntur eftir Z2 ... hafiði séð battery endinguna á honum?
starionturbo skrifaði:þessi IP67 staðall á símanum er bara djók - það er gúmmíþéttikanntur á bakhliðinni, þannig það er nóg að að hafa ekki sett bakhliðina á alveg 100% (sem er nánast alltaf) og hann verður óvarinn.
Ég bíð spenntur eftir Z2 ... hafiði séð battery endinguna á honum?
Not bad, já ég er líka spenntur fyrir honum, sony líka búnir að skipta alveg um gír í framleiðslumálum. En er nýkominn með s4+ og er ekki að fara breyta fyrr en eftir 2 ár sirka
Var að uppfæra úr S3 yfir S5. Þvílíkur munur. Eina sem ég get sett útá er eins og er búið að taka fram í þessum þræði, að menu takkinn sé recent apps.
Gerði Quadrant Standard Benchmark á bæði S3 og S5.
S3:
S5:
Það sem kom mér samt á óvart við þessi Benchmarks er að S3 skorar hærra bæði í 2D og 3D graphics (sjá hvíta barinn undir chartinu).
En ég finn það greinilega hvað örgjörvinn er töluvert betri í S5. Það var einmitt farið að bögga mig með S3 hvað hann var orðinn hægfara, sem er aðal ástæðan fyrir því að ég ákvað að uppfæra
Samsung hefur svindlað í þessum prófunum í langann tíma, þeir hættu því í 4.4 uppfærslunni. Þetta er eitthvað sem HTC gerði líka með One símann (ekki One V, S og X samt).