P8p67 pro rev 3.1 VGA Led rautt ljós.

Svara

Höfundur
Moreno8
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Þri 12. Júl 2011 12:20
Staða: Ótengdur

P8p67 pro rev 3.1 VGA Led rautt ljós.

Póstur af Moreno8 »

Sælir drengir/stúlkur. Þannig er mál með vexti að ég var nýbúinn að kveikja á tölvunni í morgun, var að fara að skoða netið þegar hún drepur allt í einu á sér og svona 2 sek seinna ræsir hún sig sjálfkrafa. En ekkert gerist. Skjárinn svartur og segir "no video input". Svo skoða ég ljósin á móðurborðinu og þá er VGA_LED ljósið svona líka logandi rautt! Prófa að færa skjákortið í neðri raufina en það sama gerist. Prófaði að halda inni Mem_Ok takkanum inni (uppástunga á einhverjum tomshardware þræði) en aldrei kemur neitt á skjáinn. Er þetta móðurborð vandamál eða skjákorts? Ég hef ekki aðra vél til að prófa skjákortið né annað skjákort til að prófa móðurborðið.

Uppfærði tölvuna fyrir 3 árum minnir mig, setti hana sjálfur saman og þetta er í fyrsta skipti sem eitthvað vesen er á vélbúnaði.

Tölvan er þannig
P8P67 Rev 3.1
n570gtx
1333mhz ddr3 8gb
Corsair hx 850w aflgjafi
Man ekki nákvæmlega hvernig örgjörva ég var með en tók viftuna af(hun snerist) og finnst vera litið eftir af þessu kælikremi.

Getiði hjálpað mér? EF ég neyðist til að láta verkstæði kíkja á hana, með hvaða mæliði? Ódýru, fljótu og öruggu :) allir íhlutir keyptir (minnir mig 95%) í tölvutek.
Skjámynd

Nacos
Nýliði
Póstar: 24
Skráði sig: Mið 02. Maí 2012 23:04
Staða: Ótengdur

Re: P8p67 pro rev 3.1 VGA Led rautt ljós.

Póstur af Nacos »

Í fyrsta lagi, þá á ekki að vera mikið kælikrem. Og ef þú tekur kælinguna af þá áttu að skipta um kælikrem.

Þetta er síðan líklegast skjákortið sem er bilað, þar sem móðurborðið kemur með VGA error.
Samt ómögulegt að vera 100% viss án þess að prófa það.
Svara