Mig vantar álit ykkar spekinga á eftirfarandi samsetningu. Frændi minn ætlar að setja saman vél fyrir fermingarpeninginn sinn og hún verður notuð í leiki og annað sem unglingum nú til dags dettur í hug. Budgetið er ca. 180-200k.
Mjög solid build hjá þér. Ef þetta væri mín tölva myndi ég velja annan kassa eins og td. Corsair Carbide 330R eða jafnvel Antel P280 bara fyrir silent.
ASUS X570-F | Ryzen 9 3900XT með Noctua NH-D15 | ASUS 1080ti | 32GB 3200MHz RAM | 2TB Samsung 970 EVO Plus NVMe
Ég hef ekki mikla þekkingu á því sjálfur og því spyr ég bara líka af almennri forvitni þar sem ég er að fara í sambærilegt mission á næstu mánuðum - vil segja að ég var með mjööög sambærilega vél nótaða niður hjá mér. En spurningin mín er, kemstu ekki af með ódýrara móðurborð?
Some0ne skrifaði:Ég myndi eyða minna í kassa, kaupa 770 kortið frekar, og 250GB ssd disk með.
Ósammála. Góður kassi getur lifað í gegnum margar uppfærslur. Er til að minda núna með þriðja setupið í P-180 kassanum mínum. Góður hljóðlátur kassi sem gott er að vinna í er eitthvað sem menn ættu að kunna að meta.
Some0ne skrifaði:Ég myndi eyða minna í kassa, kaupa 770 kortið frekar, og 250GB ssd disk með.
Ósammála. Góður kassi getur lifað í gegnum margar uppfærslur. Er til að minda núna með þriðja setupið í P-180 kassanum mínum. Góður hljóðlátur kassi sem gott er að vinna í er eitthvað sem menn ættu að kunna að meta.
Ég var ekki að segja honum að kaupa pappakassa, mér finnst bara 25k kassi vera utter waste of money.