
Mynd af skriðdreka af sömu tegund.
Skriðdrekinn er í góðu ásigkomulagi, það er þó eitthvað að í hægra belti (sennilega er ein lega farin). Það er hægt að keyra skriðdrekann þrátt fyrir þetta. Drekinn er ekki götuskráður og erfitt gæti reynst að fá hann götuskráðan. Hann hefur að mestu staðið óhreyfður í geymslu frá 82.
Það fylgir eitt auka belti með og kennsla á drekann. Enginn skotfæri fylgja með og eru skotfærin ólögleg á Íslandi. Skriðdrekinn er í geymslu í Hafnarfirði. Það er hægt að koma að skoða hann á virkum dögum frá 8 - 16, eða eftir samkomulagi. Hringið bara á undan.