Þannig er það að í augnablikinu hef ég ekkert Wi-Fi þar sem ég er, og hef þess vegna bara tengt símann minn (Samsung Galaxy Note 2) við tölvuna í gegnum USB og semsagt kveikt á USB-Tethering..
En í hvert skipti sem ég tengi hann þá þarf ég að gera "Roll Back driver" í Device Manager, því að tölvan tekur alltaf uppá því sjálfkrafa að updatea driverinn, og sá driver sem hún setur upp í staðinn er greinilega corrupt því að netið virkar ekki nema ég geri þetta..

Spurningin mín er semsagt, er einhver leið til að slökkva á þessu automatic update?
Öll hjálp vel þegin!

Takk