Get ekki sett myndir úr myndavél í tölvuna

Svara

Höfundur
thorby
Græningi
Póstar: 48
Skráði sig: Mán 05. Des 2011 03:20
Staða: Ótengdur

Get ekki sett myndir úr myndavél í tölvuna

Póstur af thorby »

Sælir, ég er nýbúin að kaupa mér myndavél (digital ) en hvernig sem ég reyni þá tekst mér ekki að setja myndir inn í tölvuna, tölvan frýs og músin frýs og það kemur ekkert að tölvan hafi fundið new hardware. Sem sagt allt sem er USB tengt frýs, er með USB tengda mús, því músin á tölvunni virkar ekki.

Svo er reyndar annað, að tölvan er tekin upp á því að slökkva á sér í tíma og ótíma, bara allt í einu, virðist ekki vera tengt neinu sem ég er að gera, en hún hitnar all rosalega :fly
thorby tölvunörd

Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Staða: Ótengdur

Re: Get ekki sett myndir úr myndavél í tölvuna

Póstur af Bjosep »

Ertu viss um að þú sért með uppsetta rekla fyrir myndavélina? Það var þannig að maður gat þurft að setja upp rekla til þess að tölvan gæti lesið myndirnar af kortinu ef maður tengdi vélina við tölvuna. Hvernig myndavél er þetta annars?

Hefurðu prufað kortalesara í staðinn? Það er yfirleitt einfaldasta lausnin til þess að ná myndum af korti.

Þetta hljómar eins og tölvan þín sé bara í tómu tjóni og þú ættir kannski að reyna að draga fram frekar upplýsingar um það hvað er að gerast þegar hún klikkar svona svo hægt sé að hjálpa þér að bilanagreina greyið, hvort sem þú gerir það sjálfur eða ferð með hana í viðgerð.

himminn
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 375
Skráði sig: Mið 27. Maí 2009 14:20
Staða: Ótengdur

Re: Get ekki sett myndir úr myndavél í tölvuna

Póstur af himminn »

Er ekki líklegast að ef hún er að hitna án þess að vera að vinna mikið að einhver festing á kælingunni þinni sé laus eða kælikremið bara búið?
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Get ekki sett myndir úr myndavél í tölvuna

Póstur af Sallarólegur »

Byrjaðu á að prufa aðra tölvu :)
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Skjámynd

Stutturdreki
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1629
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Staða: Ótengdur

Re: Get ekki sett myndir úr myndavél í tölvuna

Póstur af Stutturdreki »

Getur prófað að uninstalla usb driverunum, windows ætti að installa þeim aftur þegar þú endurræsir. En annars heyrist mér þetta vera stærra undirliggjandi vandamál.
Svara