Að setja skjáfilmu á snjallsíma??

Svara

Höfundur
jardel
ÜberAdmin
Póstar: 1307
Skráði sig: Þri 26. Jan 2010 01:37
Staða: Ótengdur

Að setja skjáfilmu á snjallsíma??

Póstur af jardel »

Nú er ég búinn að kaupa tvær skjá filmur fyrir lg g2 símann minn og gengur illa að setja þær á lendi alltaf í því að fá loftbólur. Ég er eflaust bara svona klaufskur.
Mælið þið með einhverjum filmum sem eru betri en aðrar.
Eða vitið þið um einhvern söluaðila sem tekur að sér að setja filmuna á símann

kjartanbj
Gúrú
Póstar: 559
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Staða: Ótengdur

Re: Að setja skjáfilmu á snjallsíma??

Póstur af kjartanbj »

Tilhvers að nota svona skjáfilmu? skjáir orðnir fjandi góðir í dag, Gorilla glass and all that, ekki ein rispa á skjánnum á mínum S4 og engin skjáfilma þar

Höfundur
jardel
ÜberAdmin
Póstar: 1307
Skráði sig: Þri 26. Jan 2010 01:37
Staða: Ótengdur

Re: Að setja skjáfilmu á snjallsíma??

Póstur af jardel »

Það eru komnar rispur hja mer allavegana.
Kanski er skjárinn á lg g2 ekki jafn sterkur eins og s4 skjárinn?
Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6079
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Að setja skjáfilmu á snjallsíma??

Póstur af worghal »

jardel skrifaði:Það eru komnar rispur hja mer allavegana.
Kanski er skjárinn á lg g2 ekki jafn sterkur eins og s4 skjárinn?
nope [-X

en annars til að losna við loftbólur þá er besta að ýta þeim burt hægt og rólega með debit/credit korti, svo geturu líka notað kortið til að ýta niður á filmuna þegar þú leggur hana niður á skjáinn
https://www.youtube.com/watch?feature=p ... Qd70#t=199" onclick="window.open(this.href);return false;
CPU: Intel Core i7 6700K MB: Asrock Z170 Extreme4 GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance LPX 2x8gb 3200Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL
Skjámynd

oskar9
vélbúnaðarpervert
Póstar: 943
Skráði sig: Sun 08. Mar 2009 16:52
Staða: Ótengdur

Re: Að setja skjáfilmu á snjallsíma??

Póstur af oskar9 »

Ég hef nú átt snjallsíma síðan 2007 og hef aldrei lent í rispum á skjá, spurning að geyma ekki bíllyklana með símanum í vasanum
"I think the phrase rhymes with Clucking Bell!"

Höfundur
jardel
ÜberAdmin
Póstar: 1307
Skráði sig: Þri 26. Jan 2010 01:37
Staða: Ótengdur

Re: Að setja skjáfilmu á snjallsíma??

Póstur af jardel »

Ég hef alltaf símann einan og sér í vasanum
Skjámynd

hfwf
Of mikill frítími
Póstar: 1946
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Staða: Ótengdur

Re: Að setja skjáfilmu á snjallsíma??

Póstur af hfwf »

g2 er með gorilla corning glas 2 en s4 er með 3 og sama hér ekki rispa á honum né s2 símanum sem ég hef átt síðan 2011.
Skjámynd

GullMoli
Stjórnandi
Póstar: 2309
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Að setja skjáfilmu á snjallsíma??

Póstur af GullMoli »

Prufið að nudda sandi eða grjóti á þessa rispufríu skjái og sjáið til hvort hann verði rispulaus :D
|| Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || GTX 1070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1478
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Að setja skjáfilmu á snjallsíma??

Póstur af depill »

Ég á LG optimus g, búinn að eiga hann í ár. Fer ekki vel með hann, sé engar rispur á honum, allavega sem bögga mig. Mjóg ánægður með LGinn minn :)

Höfundur
jardel
ÜberAdmin
Póstar: 1307
Skráði sig: Þri 26. Jan 2010 01:37
Staða: Ótengdur

Re: Að setja skjáfilmu á snjallsíma??

Póstur af jardel »

skrýtið að það er engin sem tekjur þetta að sér að setja filmur á síma

Alex97
spjallið.is
Póstar: 499
Skráði sig: Lau 11. Feb 2012 17:22
Staða: Ótengdur

Re: Að setja skjáfilmu á snjallsíma??

Póstur af Alex97 »

GullMoli skrifaði:Prufið að nudda sandi eða grjóti á þessa rispufríu skjái og sjáið til hvort hann verði rispulaus :D
Þessir rispufríu skjáir eru ekki gefnir upp fyrir nema ákveðin styrkleika sem að er þó meiri en stál og svona en minni en sandur og grjót.
Svo að þú getur reynt að skera í síman þinn og það mun ekki virka (og já ég hef prófað það) en það getur komist sandur í vasa og þ.a.s. nuddast við síman og þá rispast hann í mökk
- Corsair 600t - MSI Z77 MPower - Intel i5 3570K - Evga Gtx 580, Gigabyte 280x, HD Radion 7950 - Corsair vengeance 16gb - Plextor M5 256GB SSD - Custom vatnskæling
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Að setja skjáfilmu á snjallsíma??

Póstur af jonsig »

Æfingin skapar meistarann . Nei þetta gorilla glass rispast eins og allt annað gler sé það í sama vasa og lyklarnir þínir .

kaupi mínar filmur í símabæ þarna í mjóddinni á 500kr minnir mig . Og það er 1/4 sem þær kosta í flestum síma okurbúllum landsins . Og þær endast í ca.1 ár
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic
Skjámynd

Squinchy
FanBoy
Póstar: 754
Skráði sig: Mið 05. Maí 2010 15:23
Staðsetning: Grafarholt
Staða: Ótengdur

Re: Að setja skjáfilmu á snjallsíma??

Póstur af Squinchy »

IMO finnst mér filmur peninga plokk, vill frekar passa upp á símann með því að hafa hann alltaf einan í vasanum (mikilvægt að inverta líka vösum þegar buxur eru settar í þvott/ryksuga upp úr þeim) og fá að njóta hanns til fulls frekar en að vera sífellt á bremsunni með sjúklega rispaða filmu og risa hulstur bara svo að næsti maður sem kaupir hann af manni geti fengið að njóta símanns?, en það er bara ég
Fractal Design R4 White | MSI Z270 Gaming Pro Carbon | i7 7700K @4.5GHz | Noctua NH-D15 | 32GB Corsair DDR4 @3200MHz | MSI GTX 1080 Gaming X+ 8GB | 250GB Samsung 850 EVO SSD | Corsair RM750x | 27" ASUS PG279Q | Presonus 22VSL | M-Audio BX5a

Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS

kjartanbj
Gúrú
Póstar: 559
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Staða: Ótengdur

Re: Að setja skjáfilmu á snjallsíma??

Póstur af kjartanbj »

ógeðslega ljótt finnst mér líka vera með svona filmu, og einhvernvegin breytir eiginleikum skjásins, það er ekki rispa á mínum skjá og hann er margra mánaða gamall, og oft eitthvað annað sem slæðist með í vasann heldur en bara síminn
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Að setja skjáfilmu á snjallsíma??

Póstur af jonsig »

Eftir að ég skipti um ytri skjá á galaxy s2 hjá mér þá er ekki séns að ég hafi ekki filmu . Ég missti símann og EINI steinninn á götunni vidi svo skemmtilega til að vera með ODD ofaná sér og gata skjáinn ,Hefði síminn haft filmu þá hefði hann hugsanlega sloppið, það munaði ekki miklu að hann hefði lifað þetta af .
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic

Höfundur
jardel
ÜberAdmin
Póstar: 1307
Skráði sig: Þri 26. Jan 2010 01:37
Staða: Ótengdur

Re: Að setja skjáfilmu á snjallsíma??

Póstur af jardel »

Það allavegana hefur reynst mér illa að hafa símann einan og séran í gallabuxna vasa.
það koma svona örfinar rispur á hann.
Skjámynd

stefhauk
spjallið.is
Póstar: 454
Skráði sig: Mið 20. Júl 2011 21:11
Staða: Ótengdur

Re: Að setja skjáfilmu á snjallsíma??

Póstur af stefhauk »

aldrei notað þessar filmur og þegar ég kauði mér síma er þetta það fyrsta sem ég ríf af honum, átti iphone 4 hann rispaðist en búinn að eiga S4 núna í að vera ár og ekki ein rispa á skjánum, síminn alltaf einn og sér í vasanum.
Skjámynd

audiophile
/dev/null
Póstar: 1393
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Staða: Ótengdur

Re: Að setja skjáfilmu á snjallsíma??

Póstur af audiophile »

depill skrifaði:Ég á LG optimus g, búinn að eiga hann í ár. Fer ekki vel með hann, sé engar rispur á honum, allavega sem bögga mig. Mjóg ánægður með LGinn minn :)
Sama hér. Minn Optimus G er algjörlega rispulaus á skjánum eftir meira en ár.

Sandur er það sem rispar skjánna eða álíka hart efni. Málmurinn í lyklum og þannig er of mjúkur til að rispa Gorilla gler. Eða ætti að vera það allavega.
Have spacesuit. Will travel.
Skjámynd

viddi
Stjórnandi
Póstar: 1306
Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 12:50
Staðsetning: <?php
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Að setja skjáfilmu á snjallsíma??

Póstur af viddi »

jardel skrifaði:Mælið þið með einhverjum filmum sem eru betri en aðrar.
Hér eru bestu filmur sem þú getur fengið.
http://www.zagg.com/invisibleshield/lg- ... ns-shields

A Magnificent Beast of PC Master Race
Svara