Dagur 1.
Eftir smá vandræði við að setja tölvuna upp (aðalega aulaháttur í mér

En þegar þetta vesen var úr sögunni ákvað ég að reyna aðeins á tölvuna og sótti mér 3dmark 2001 og 2003. Skoraði ca 10.200 stig í 2001 og 2600 í 2003, sem mér þótti nokkuð gott enda bara keyrt þessi próf á gömlu Geforce 420 mx korti áður. Svo prófaði ég að sækja Omega reklana fyrir skjákortið sem á víst að vera voðalega fínstill, en ég skoraði bara 400 meira í 2001 og 40 meira í 2003, svo ég skipti aftur yfir í MSI reklana, einhvernvegin vil ég trúa að þeir passi kortinu aðeins betur, fyrst það munaði svona litlu á afkastagetunni.
En þegar ég var rétt búinn að setja upp skjáreklana uppá nýtt tók ég eftir að ég var orðinn of seinn í vinnuna og fæ ekki að sjá nýju fínu tölvuna mína aftur fyrr en á morgun

Já kannski ég gefi upp helstu mál á tölvunni:
1,7 GHZ Pentium M Dothan (2 mb cache osfrv)
512 333 mhz minni (einn kubbur)
Radeon 9600 64 MB mobile skjákort
60 GB 5400 RPM harður diskur
CDRW/DVD sambyggt drif
54 mb þráðlaust netkort
Fullt af öðru sem að flestum er nokk sama um
Stýrikerfislaus
Verð: 163.900 staðgreitt
Batterísending: Hef ekki hugmynd, ég hef ekki þorað að taka hana úr sambandi enþá

Einkunn (eftir 1 dag) 14 stjörnur af 5 mögulegum, ég hef ekki verið svona spenntur og kátur síðan um jólin 1986.