GuðjónR skrifaði:Garri skrifaði:Krónan er ekkert öðruvísi en hver annar gjaldmiðill. Hún er í raun aðeins nafn. Hefur ekkert blóð, engan heila, ekkert hjarta, þarf ekki einu sinni að vera eiginlegur hlutur, aðeins konsept.
Hvernig það er hægt að kenna krónu um lélega efnahagsstjórn hefur mér alltaf verið mikið umhugsunarefni. Aldrei skilið þá áráttu.
Alveg rétt, krónan er bara ávísun á verðmæti ekkert annað.
Krónan ekki orsök slæmrar efnahagstjórnunna en staða hennar er afleiðing slæmrar efnahagsstjórnunar.
Með öðrum orðum þá er hún er fínt tæki fyrir skussana að breiða yfir skítinn sinn.
Ef gengi hennar væri fest við annan miðil, t.d. NK eða DK þá strax væri búið að klippa á þann möguleika að misnota hana eins og gert hefur verið frá upphafi.
Þegar við tókum íslensku krónuna í notkun þá var gengi hennar það sama og gengi dönsku krónunnar.
Verðgildi hennar hefur rýrnað um 99.97% frá því að hún var tekin upp.
Rétt hjá þér. Krónan er ekki léleg. Ekki hægt að kenna krónunni um eitt eða neitt. Slæm efnahagsstjórn mun hinsvegar birtast m.a. í gengissigi krónunnar, en ekki bara.
Tökum aðeins það sem kemur framanlega fram þarna í þessu myndbandi.
Þessi maður skilur ekki hvað gengi krónu er og hvernig það stýrist. Hann heldur undir einhverju bleiku skýi að innkaup á flatskjám hafi styrkt gengið árið 2005. Auðvitað er það ekki svo. Ef landinn kaupir mikið erlendis frá, þá veikist gengið. Þver öfugt á við það sem hann heldur.
En auðvitað lætur svona jaxl slík smáatriði ekki stoppa sig og heldur áfram og næst sýnir hann línurit þar sem hann grenjar undan styrkingu krónunnar.
Aftur kennir hann krónunni um. En hvað. Hvað skyldi það vera sem styrkti krónuna?
Ööööhhhh.. jú, erlend lán frá ESB. Bankar, fyrirtæki, útrásin, borg og sveitarfélög tóku þúsundir miljarða að láni frá ESB bönkum. Þetta var hægt af því að við gengum í EES 1997 og eftir að hafa galopna fjármagnsmarkaðinn, þá flæddi inn erlend lán.. með þeirri augljósu niðurstöðu að krónan styrktist.
Ok.. þessi maður botnar eflaust ekkert í þessu enda rýmar það ekki við önnur tilfinningarök hjá honum. Það að það var upptaka okkar í EES sem olli því að hægt var að skuldsetja landið og styrkja krónuna er alltof óþægilegt og í raun bannorð hér á landi.
Hvað gerðist svo haustið 2008? Jú, krónan féll því við hættum að moka inn erlendum lánum frá ESB
Og hvar er græna svæðið á þessu línuriti sem sýnir alla þá miljarða sem það gengisfall hefur búið til handa CCP?
Síðan má spyrja sig. Hvernig heldur þessi jaxl að staða þessi fyrirtækis væri ef Ísland væri með fastgengi og miðað við árið 2000 sem dæmi?
More to come..