Innbyggðir stafrænir móttakarar

Svara

Höfundur
k0fuz
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Sun 05. Jún 2005 20:06
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Innbyggðir stafrænir móttakarar

Póstur af k0fuz »

Halló,

Ég keypti mér 42" philips LCD tæki fyrir um 3 árum og það er innbyggt í því DVB-T / DVB-T Lite og DVB-C móttakarar samkvæmt manual. En síðan stendur í manualinum að ég skuli athuga hvort mitt land sé eitt af þeim löndum á miða sem er aftaná tækinu, sem það er ekki. Nú er ég bara með coax snúru í vegginn (loftnet) og næ bara rúv (í hræðilegum gæðum). Ég hef heyrt að það sé verið að nota svona móttakara hérna á íslandi, getur verið að ég geti samt notað mótakarann eða er ég bara með of úrelta tækni í tækinu mínu? Ég hef ekki hundsvit á þessu svo allar upplýsingar vel þegnar :)
ASRock Z390 Phantom Gaming 4S | Intel i5 9600KF @ 4.6GHz | Noctua NH-D14 | ASUS ROG STRIX GeForce GTX1070 8GB OC | 2x8GB Corsair Vengeance LPX 3200MHz | 240GB Corsair MP510 NVMe & 250GB Samsung 850 EVO SSD | 2TB & 3TB Seagate | Philips 24" 242G 144Hz | 650W Corsair RM650x PSU.
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Innbyggðir stafrænir móttakarar

Póstur af appel »

RÚV er að byggja upp DVB-T og DVB-T2 dreifikerfi, en það verður ekki tilbúið fyrr en í lok ársins 2014.
http://www.ruv.is/hjalp/stafraent-sjonvarp" onclick="window.open(this.href);return false;
*-*
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Innbyggðir stafrænir móttakarar

Póstur af hagur »

Ég held þú ættir að ná stafrænum útsendingum hérna sem eru einmitt DVB-T. Digital Ísland afruglararnir eru DVB-T. Einu sinni þurfti örbylgjuloftnet til að ná þessu en ég held að þess þurfi ekki lengur.

Svo gætirðu þurft að stilla tækið á Digital tunerinn, það er kannski bara stillt á gamla analog draslið.
Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1478
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Innbyggðir stafrænir móttakarar

Póstur af depill »

Er Danski fáninn þarna ? Ef svo er þá virkar þetta. Ég er með 2005 LCD módel af LG sjónvarpi sem nær DVB-T útsendingum Vodafone(Digital Ísland ) fínt.

RÚV er ekki að byggja upp sitt eigið dreifikerfi heldur gerði bara samning við Vodafone um afnot af DÍ og að Vodafone skuldbindur sig til að fara í massíva uppbyggingu á dreifinetinu sínu á morgun. Það net er þegar til staðar. Hins vegar mun Vodafone setja upp DVB-T2 fyrir RÚV hérna á höfuðborgarsvæðinu sem ég held að sé ekki komið.
Skjámynd

GrimurD
spjallið.is
Póstar: 465
Skráði sig: Fös 01. Ágú 2008 13:17
Staða: Ótengdur

Re: Innbyggðir stafrænir móttakarar

Póstur af GrimurD »

hagur skrifaði:Ég held þú ættir að ná stafrænum útsendingum hérna sem eru einmitt DVB-T. Digital Ísland afruglararnir eru DVB-T. Einu sinni þurfti örbylgjuloftnet til að ná þessu en ég held að þess þurfi ekki lengur.

Svo gætirðu þurft að stilla tækið á Digital tunerinn, það er kannski bara stillt á gamla analog draslið.
Þarft ekki örbylgju, en það eru margfalt fleiri sjónvarpsstöðvar á örbylgjunni heldur en á greiðunni.

En sjónvarpið þarf að styðja DVB-T2 til þess að virka með nýja kerfinu þegar það kemur. Þarft líka að passa að þú sért með sjónvarpið stillt á að leita að digital stöðvum en ekki analog eins og hagur talaði um. Er valmöguleiki á flestum sjónvörpum og analog stöðin er í mikið verri gæðum en digital. En ef sjónvarpið er að finna ca 17 sjónvarpsstöðvar þá ertu nú þegar með það stillt á digital. Ef það er á analog þá á það bara að finna eina sjónvarpsstöð(rúv).

Hvaða land er valið skiptir annars ekki öllu máli, skv því sem ég hef heyrt þá er best að velja ítalíu því þeir eru með kerfi mjög svipað íslendingum. Flestir virðast velja danmörku og það hefur alveg virkað hjá fólki.
Antec P182 | Asus Sabertooth Z77 | Intel Core i7 3770k @ 4.2ghz | Kingston HyperX 16gb DDR3 @ 1600mhz | Samsung 840 EVO - 240gb SSD | Gigabyte Radeon R9 290 OC 4gb | 3x 24" BenQ G2420HDB

Höfundur
k0fuz
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Sun 05. Jún 2005 20:06
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Re: Innbyggðir stafrænir móttakarar

Póstur af k0fuz »

heyriði þetta er komið í gagnið :) ég valdi danmörku og fann þá helling eða 94 rásir. takk takk :happy
ASRock Z390 Phantom Gaming 4S | Intel i5 9600KF @ 4.6GHz | Noctua NH-D14 | ASUS ROG STRIX GeForce GTX1070 8GB OC | 2x8GB Corsair Vengeance LPX 3200MHz | 240GB Corsair MP510 NVMe & 250GB Samsung 850 EVO SSD | 2TB & 3TB Seagate | Philips 24" 242G 144Hz | 650W Corsair RM650x PSU.
Svara