fokk já! ég er líka að vona að einhver nái að gera þetta fyrir ATI kort líka. Djöfull á pro tools eftir að deyja núna.. þetta er nánast það eina sem HD kerfin hafa haft framyfir ódýru kerfin, semsagt endalaust prosessing fyrir effecta.
Spáðu í því að núna getur maður verið með 2 tölvur með jafn mörgum rásum og jafn mikilli orku í effecta og þú ert að borga 100.000kr fyrir aðra en 2.000.000 fyrir hina
Veistu hvort þeir sem eru að gera þetta plugin eru GNU eða hvort þetta á kanski eftir að kosta morðfjár?
veistu hvað þannig kort kostar? ég hef oft verið að væla yfir því að hafa ekki svona kort.. sérstaklega þegar maður er kominn uppí 30+ rásir og með nokkra effecta á hverri rás. aldrei gaman þegar fyrsta höktið kemur
gnarr skrifaði:veistu hvað þannig kort kostar? ég hef oft verið að væla yfir því að hafa ekki svona kort.. sérstaklega þegar maður er kominn uppí 30+ rásir og með nokkra effecta á hverri rás. aldrei gaman þegar fyrsta höktið kemur
Þegar ég var að spá í þessu fyrir nokkrum árum Pulsar2 var ný komið þá.
Þá var gaurinn í Tónastöðinni að tala um einhver 280.000 fyrir Scope kortið, sem er með 14 DSP.
En með höktið hjá þér gnarr....eru það ekki frekar HDD sem eru ekki að gera sig ?
nei, sama og ekkert álag á hd. þeir virðast geta ráðið við alveg nokkurhundurð rásir án hökts. ég var einmit mjög hræddur um að þetta myndi hökta þegar ég var að byrja að smíða tölvuna.
ég hef meiraðsega verið að spila 16 rásir og taka upp á 16 á sama tíma og maxtorinn minn réð fínt við það.