Samkvæmt þessu að þá kostar 1 flaska af tinvoda (vodki) 6.200kr, en að raunverð vörunar sé bara 500 kr. Síðan er afgangurinn bara áfengisskattur og vsk...
verð: 500kr
áfengisgjald: 3.800kr
Vsk: 1.260kr
Þetta er bara svo mikið fokking kjaftæði að þetta er ekki fyndið

Og verst er að núverandi stjórn virðist ekki hafa áhuga á að laga þetta þrátt fyrir að hafa gagnrýnt þetta bull eitthvað á meðan vinstristjórnin var.
Þá segja sumir: "en þetta hjálpar með því að auka skatttekjur ríkisins og þá kostar ekki eins mikið að reka spítala og svona!". Vandamálið er að þetta er kjaftæði. Sala á áfengi skreppur bara saman við svona öfga-skattlagninu og þá er ríkið væntanlega ekki að græða meira. Ef að þessi gjöld væru lærri að þá myndi gróði ríkisins fyrir eina staka sölu ekki vera eins mikil, en heildargróði samt væntanlega meiri það sem að fólk gæti leyft sér meira og myndi kaupa meira.
Eruð þið ánægðir með áfengisgjaldið?