Svartur skjár við 2D -> 3D - Bilað skjákort?

Svara
Skjámynd

Höfundur
Revenant
vélbúnaðarpervert
Póstar: 992
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Staða: Ótengdur

Svartur skjár við 2D -> 3D - Bilað skjákort?

Póstur af Revenant »

Ég er byrjaður að lenda í því oftar og oftar þegar ég fer úr 2D yfir í 3D leik að fá svartan skjá og allar viftur fara á fullt.
Stundum heldur hljóðið að spila áfram (en þá kemur BSOD ekki fram).
Þetta er ekki að gerast alltaf en það er líklegra að þetta gerist þegar búið er að vera "lengi" kveikt á tölvunni (2-3 klst+) en það er ekki algilt.

Þegar ég skoða BlueScreenView-er þá hafa komið IRQL_NOT_LESS_OR_EQUAL villur og síðan BSOD sem eru orsakaðar af nvlddmkm.sys (nvidia driverinn).
Ef ég skoða MEMORY.DMP þá sést villan:

Kóði: Velja allt

DEFAULT_BUCKET_ID:  GRAPHICS_DRIVER_TDR_FAULT 
sem bendir til þess að TDR hafi ekki virkað.

Ég hef prófað:
* Gamla og nýja drivera (er núna með 334.89)
* Underclocka (Core úr 732 -> 701, Memory úr 1900 -> 1805).
* Lengja TDR timeout-ið
en breytir engu.

Skjákortið virðist ekki vera óeðlilega heitt (ca 40° idle) þannig mér finnst það óeðlilegt að það sé að ofhitna (og þar sem þetta gerist nánast strax við 2D -> 3D skipti og ekkert "3D álag" er komið).
Hljómar þetta ekki eins og skjákortið sé að bila (eða hluti af því)?

Skjákort:
PNY GeForce GTX570 (keypt í mars 2011).
i7-2600K 3.4GHz @ 4.7GHz (103 MHz x 46) 1.416 V | ASUS P8P67 Pro | ASUS GeForce GTX1070 | Mushkin Blackline 8 GB CL9 1600MHz | Antec TruePower 750W | HAF X
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Svartur skjár við 2D -> 3D - Bilað skjákort?

Póstur af Klemmi »

Ef þetta gerist eingöngu við það að fara í 3D keyrslu að þá er auðvitað fyrsta gisk skjákortið.

Hins vegar tengist IRQL_NOT_LESS_OR_EQUAL almennt minninu, getur kannski verið grafíska minnið, en einnig er möguleiki á að þú sért sjaldan að nýta stóran hluta af minninu, en að einhver hluti þess sé bilaður og sá hluti fari í notkun þegar þú byrjar að keyra minnisfrekan 3D leik.

Ég myndi byrja á því að prófa að keyra tölvuna með 1x minniskubb og sjá hvort þetta komi einnig fyrir þá, víxla þá og prófa annan, til að útiloka minnið. Ef ekki, þá geturðu prófað hreina uppsetningu þó það sé auðvitað hassle og kannski einfaldara að fara með tölvuna á verkstæði og borga þeim fyrir bilanagreiningu.

Annars sýnist mér m.v. framleiðendurnar í undirskriftinni að megnið af dótinu þínu sé keypt í Tölvutækni og það eru ágætis líkur á að þetta skjákort sé í 3 ára ábyrgð sem renni þá út núna í mars 2014. Svo ef það er skjákortið sem er bilað að þá skiptir máli fyrir þig að koma því til þeirra áður en ábyrgðin rennur út (ef það er í 3 ára ábyrgð, þori ekki að fullyrða um það).
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
Skjámynd

Höfundur
Revenant
vélbúnaðarpervert
Póstar: 992
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Staða: Ótengdur

Re: Svartur skjár við 2D -> 3D - Bilað skjákort?

Póstur af Revenant »

Klemmi skrifaði:Ef þetta gerist eingöngu við það að fara í 3D keyrslu að þá er auðvitað fyrsta gisk skjákortið.

Hins vegar tengist IRQL_NOT_LESS_OR_EQUAL almennt minninu, getur kannski verið grafíska minnið, en einnig er möguleiki á að þú sért sjaldan að nýta stóran hluta af minninu, en að einhver hluti þess sé bilaður og sá hluti fari í notkun þegar þú byrjar að keyra minnisfrekan 3D leik.

Ég myndi byrja á því að prófa að keyra tölvuna með 1x minniskubb og sjá hvort þetta komi einnig fyrir þá, víxla þá og prófa annan, til að útiloka minnið. Ef ekki, þá geturðu prófað hreina uppsetningu þó það sé auðvitað hassle og kannski einfaldara að fara með tölvuna á verkstæði og borga þeim fyrir bilanagreiningu.

Annars sýnist mér m.v. framleiðendurnar í undirskriftinni að megnið af dótinu þínu sé keypt í Tölvutækni og það eru ágætis líkur á að þetta skjákort sé í 3 ára ábyrgð sem renni þá út núna í mars 2014. Svo ef það er skjákortið sem er bilað að þá skiptir máli fyrir þig að koma því til þeirra áður en ábyrgðin rennur út (ef það er í 3 ára ábyrgð, þori ekki að fullyrða um það).
Ég prófaði að keyra memtest86 án þess að fá villu þannig mér þykir það ólíklegt að þetta sé minnið (nema það sé random bit flip).
Ég keyrði einnig Video Memory Stress Test á skjákortið og það komu engar villur.
Það sem gæti mögulega verið að er að directx sé corruptað á einhvern hátt sem gæti útskýrt afhverju þetta gerist þegar intro myndböndin klárast.

Ég ætla að prófa að setja stýrikerfið aftur upp til að útiloka/staðfesta að þetta sé software issue.
i7-2600K 3.4GHz @ 4.7GHz (103 MHz x 46) 1.416 V | ASUS P8P67 Pro | ASUS GeForce GTX1070 | Mushkin Blackline 8 GB CL9 1600MHz | Antec TruePower 750W | HAF X
Skjámynd

Höfundur
Revenant
vélbúnaðarpervert
Póstar: 992
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Staða: Ótengdur

Re: Svartur skjár við 2D -> 3D - Bilað skjákort?

Póstur af Revenant »

Eftir mikið debug og google-fu þá tel ég mig hafa komið í veg fyrir þessi BSOD.

Ég hef verið að keyra tvo Samsung Spinpoint F3 (HD103SJ) í RAID-1 í gegnum Intel RAID stýringuna sem er á móðurborðinu.
Á sínum tíma þá gaf Samsung út firmware uppfærslu útaf compatibility vandamálum við P67 móðurborð (en diskarnir voru með uppfærða firmware-ið).
Ég prófaði því að fjarlægja diskana.

Það sem ég gerði:
  • Delete-aði raid arrayinu og breytti í RAID mode yfir í AHCI mode (gerði þar með Intel RAID controllerinn óvirkan)
  • Fjarlægði Spinpoint F3 diskana og setti einn nýjan Seagate disk í staðin.
  • Setti stýrikerfið upp á nýtt og setti EKKI upp driverina/hugbúnaðinn fyrir raid controlerinn.
Eftir þetta þá hef ég ekki fengið neitt BSOD útaf TDR villum.
i7-2600K 3.4GHz @ 4.7GHz (103 MHz x 46) 1.416 V | ASUS P8P67 Pro | ASUS GeForce GTX1070 | Mushkin Blackline 8 GB CL9 1600MHz | Antec TruePower 750W | HAF X
Svara