Stundum heldur hljóðið að spila áfram (en þá kemur BSOD ekki fram).
Þetta er ekki að gerast alltaf en það er líklegra að þetta gerist þegar búið er að vera "lengi" kveikt á tölvunni (2-3 klst+) en það er ekki algilt.
Þegar ég skoða BlueScreenView-er þá hafa komið IRQL_NOT_LESS_OR_EQUAL villur og síðan BSOD sem eru orsakaðar af nvlddmkm.sys (nvidia driverinn).
Ef ég skoða MEMORY.DMP þá sést villan:
Kóði: Velja allt
DEFAULT_BUCKET_ID: GRAPHICS_DRIVER_TDR_FAULT Ég hef prófað:
* Gamla og nýja drivera (er núna með 334.89)
* Underclocka (Core úr 732 -> 701, Memory úr 1900 -> 1805).
* Lengja TDR timeout-ið
en breytir engu.
Skjákortið virðist ekki vera óeðlilega heitt (ca 40° idle) þannig mér finnst það óeðlilegt að það sé að ofhitna (og þar sem þetta gerist nánast strax við 2D -> 3D skipti og ekkert "3D álag" er komið).
Hljómar þetta ekki eins og skjákortið sé að bila (eða hluti af því)?
Skjákort:
PNY GeForce GTX570 (keypt í mars 2011).
