Hvaða skrifstofuprentara mælið þið með ?

Svara
Skjámynd

Höfundur
snaeji
Tölvutryllir
Póstar: 610
Skráði sig: Fös 05. Mar 2010 01:39
Staða: Ótengdur

Hvaða skrifstofuprentara mælið þið með ?

Póstur af snaeji »

Jæja ég vona að ég sé að skella þessu inn í rétt spjallborð.

Ég hef verið að skoða prentara og lesa review og er eiginlega engu nær enda reynslulítill í þessum málum.

Ég er með tæki sem er skanni og a3 svarthvitur prentari:
Hp Laserjet M5025 mfp
http://www8.hp.com/in/en/products/print ... b=features

Og einn lita a4 prentara:
Hp Color Laserjet 3550 (Ekki official stuðningur við windows 7 sem er algjört pain)
http://reviews.cnet.com/laser-printers/ ... 28747.html


Þessi tæki eða sérstaklega litaprentarinn eru komin vel á aldur, svo það er spurning hvort það sé einhver fróður
í þessum málum sem getur mælt með tæki sem gæti leyst þessi 2 af hólmi.

Er einhver rekstarhagkvæmni í því að hafa þetta í aðskildum tækjum ?

Öll hjálp vel þegin! og bæði tækin mögulega til sölu ef einhver hefur áhuga
Skjámynd

viddi
Stjórnandi
Póstar: 1306
Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 12:50
Staðsetning: <?php
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða skrifstofuprentara mælið þið með ?

Póstur af viddi »

Fjölnotaprentarar nota flestallir blekhylki sem er ekki beint hagkvæmt fyrir skrifstofur.
Einn flottur hér: http://www.elko.is/elko/is/vorur/Prenta ... etail=true

A Magnificent Beast of PC Master Race

Gislinn
FanBoy
Póstar: 763
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 01:07
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða skrifstofuprentara mælið þið með ?

Póstur af Gislinn »

Þú getur líka prufa að tala við Kjaran, þeir geta leigt þér prentarar og sjá um allt viðhald. Þegar allur rekstrarkostnaður er tekinn saman þá gæti það verið ódýrari kostur en að kaupa þetta sjálfur. Það sakar allavega ekki að heyra í þeim og fá að heyra verð.
viddi skrifaði:Fjölnotaprentarar nota flestallir blekhylki *snip*
Þetta er bara þvæla hjá þér. Þetta er kannski rétt ef þú skoðar eingöngu prentarana í Elko eða heimkaup en um leið og þú ferð að skoða prentara hjá fyrirtækjum sem sérhæfa sig í að þjónusta önnur fyrirtæki þá sér maður að þessi staðhæfing á ekki við nein rök að styðjast. Það er hægt að fá mjög fína fjölnota laser prentara fyrir undir 100.000 kr m/vsk.
common sense is not so common.
Skjámynd

viddi
Stjórnandi
Póstar: 1306
Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 12:50
Staðsetning: <?php
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða skrifstofuprentara mælið þið með ?

Póstur af viddi »

Var nú búinn að skoða Nýherja líka, en skoðaði greinilega ekki nógu vel.
http://www.netverslun.is/verslun/catalo ... r,550.aspx

A Magnificent Beast of PC Master Race
Skjámynd

Höfundur
snaeji
Tölvutryllir
Póstar: 610
Skráði sig: Fös 05. Mar 2010 01:39
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða skrifstofuprentara mælið þið með ?

Póstur af snaeji »

https://www.okbeint.is/hpbeint/ui/vorur ... ?id=CC522A

Mér líst best á þennan en að vísu finnst mér vera frekar mikið að setja milljón á hann þar sem hann fæst fyrir 3500 dollara í USA....

Væri það kannski geðveiki að flytja svona græju inn sjálfur ? :lol:

Farella
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Þri 21. Maí 2013 14:27
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða skrifstofuprentara mælið þið með ?

Póstur af Farella »

Epson Workforce bleksprauta frá Þór í Ármúla. Langlægsta verð pr. bls. m.a.s. lægra en á laserprentara, og þarf heldur ekki að skipta um prenthaus seinna meir.
http://www.thor.is/Pages/357" onclick="window.open(this.href);return false;

Keypti svona í fyrra eftir að hafa skannað markaðinn vandlega. Reiknaði út kostnað pr. bls. á mörgum týpum og endaði á þessum.
Nota mest sv/hv - tónerhylkin eru stór og hagkvæm - en hef samt alltaf möguleikann á litaprentun. Kemur í staðinn fyrir bæði litableksprautu og sv/hv laser.

Tek það fram að ég á engra hagsmuna að gæta - er bara rosalega ánægður með græjuna.
Og þungarokkarann sem seldi mér hana.

F.
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða skrifstofuprentara mælið þið með ?

Póstur af rapport »

http://prezi.com/krdsm_qkw2ym/kynning-a ... verfi-lsh/" onclick="window.open(this.href);return false;


Ég hef aðeins snert á þessum prentmálum og úthýsing s.s. leigja tæki og þjónusu er kostur svo lengi sem þú ert að prenta helling.

Ef þig vantar bara eitt tæki, þá mundi ég taka litla ljósritunarvél/prentara/skanna.

Þá skiptir bara máli að fá tæki sem virkar auðveldlega og er hagstætt í rekstri, framleiðandinn er ekki aðalatriði...


p.s. eina skiptið sem ég hef notað Prezi, en það sló í gegn á ráðstefnu Ríkiskaupa á Hótel Sögu að hafa þetta svona :klessa

BO55
Græningi
Póstar: 29
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða skrifstofuprentara mælið þið með ?

Póstur af BO55 »

https://www.okbeint.is/hpbeint/ui/vorur ... ?id=CN463A" onclick="window.open(this.href);return false;

Get mælt eindregið með þessum. Mögnuð græja sem er ótrúlega hraðvirkur og ódýr í rekstri.
Skjámynd

fannar82
spjallið.is
Póstar: 498
Skráði sig: Mán 04. Okt 2010 16:42
Staðsetning: 6° norðar en helvíti
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða skrifstofuprentara mælið þið með ?

Póstur af fannar82 »

lexmark.. klárlega, hef allavega haft bestu reynsluna af þeim síðustu 10 ár.
[b](\/) (°,,°) (\/) WOOBwoobwoobwoob![/b]

Farella
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Þri 21. Maí 2013 14:27
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða skrifstofuprentara mælið þið með ?

Póstur af Farella »

Ég nefndi Epson Workforce prentarann frá Þór. Ég er með litla skrifstofu og þarf ekki massífa prentun eða super-hraða.
Nágrannar mínir eru tveir, í bókhaldi, og prenta alveg slatta og þeir keyptu samskonar og eru mjög ánægðir með hann.
En ef þetta er orðin 10 manns + sem prenta allan daginn alla daga, þá er það orðin spurning hvort hraðinn sé nægur.
Ég bætti skanna-einingu við að ofan sem virkar flott (Dæmigerðir skannar eru orðnir svipaðir að gæðum - meira og minna sama kram í flestum)
Ef þú ert að skoða prentara fyrir SOHO umhverfi (small office/home office) þá er þetta græjan. Skelli hér inn mynd af samanburðinum sem ég gerði á laser prenturum sem ég ætlaði að kaupa - en Epson prentarinn skildi þá eftir í rykinu og getur auk þess prentað í lit.
Gangi þér vel með þetta.
http://www.flickr.com/photos/64613340@N06/12791011354/

jonandrii
Ofur-Nörd
Póstar: 280
Skráði sig: Mið 17. Mar 2010 23:01
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða skrifstofuprentara mælið þið með ?

Póstur af jonandrii »

er að nota þennann https://www.okbeint.is/hpbeint/ui/vorur ... ?id=CM750A" onclick="window.open(this.href);return false; hann er fínn.
Svara