Einhver vélbúnaður sem er á lokasprettinum. Vinnsluminni og móðurborð er það sem mig myndi gruna helst.
Til að tjékka vinnsluminni er fínt að setja um Memtest á USB,
http://www.memtest86.com/downloads/memtest86-usb.zip" onclick="window.open(this.href);return false; < hlekkur á zip file með öllum nauðsynlegum hlutum (fyrir utan USB kubb

). Vilt keyra þetta þangað til að þú ert búinn að fá slatta af villumeldingum EÐA í lágmark 12 tíma. Vinnsluminni sem eru byrjuð að gefa sig eða eru að keyra á klukkutíðni sem þau höndla ekki nógu vel gefa ekki endilega villu í hverri aflestrar/skrif aðgerð og því þarf að framkvæma þær nokkuð oft til að fá niðurstöður sem eru áreiðanlegar. Ef þú ert með fleiri en einn minniskubb er líka gott að renna í gegnum prófið með öllum minnum, einu í einu, skipta um raufar, 2 af 3 í einu (eða M af N í einu þar sem N er fjöldi minniskubba og M er frá 1 upp í N-1).
Kíktu yfir móðurborðið, og þá sérstaklega á þéttana. (
https://www.google.is/search?q=comparis ... 66&bih=705" onclick="window.open(this.href);return false; < þarna finnast ágætar myndir, vilt helst tjékka hvort að leki sé eða bólgur)
Mögulega er þetta örgjörvinn, en ég er ekki með á hreinu hvernig besta leiðin er til að tjékka á því.
Hvernig aflgjafa ertu með? Oft eru þeir orsökin á vélbúnaði sem er að klikka. Ódýrir aflgjafar eiga það til að hafa mikið flökt í straumnum/spennunni sem þeir gefa af sér undir miklu álagi (eins og að spila Battlefield).
Annars er líka fínt að renna yfir þær upplýsingar sem að þú færð með Speedfan og Speccy.
Speedfan:
http://www.almico.com/sfdownload.php" onclick="window.open(this.href);return false;
Speccy:
http://www.piriform.com/speccy/download" onclick="window.open(this.href);return false;