Góðan daginn.
Ég þarf að keyra gamalt iðntölvuforrit í tölvunni hjá mér. En ég er með Windows 8.1 og það neitar að setja það upp.
Það eru allir sem eru með Windows 8 eða 8.1 sem geta ekki sett það upp. En það virkar fyrir Windows 7 og eldra.
Ég var að googla og eitthvað benti mér á Hyper-V Virtual Machine sem er innbyggt í Windows 8.1? Hefur einhver prófað það eða veit einhver um aðra leið til þess að láta þetta virka?
Gömul forrit á Windows 8.1 ? (Virtual Machine?)
Re: Gömul forrit á Windows 8.1 ? (Virtual Machine?)
Ertu búin að prófa compatabily mode? Annars þarft þú að setja upp Hyper-V í tölvunni, undir programs and features. Turn windows features on or off..
Kóði: Velja allt
"There's an adapter for that"
Re: Gömul forrit á Windows 8.1 ? (Virtual Machine?)
Ég átta mig ekki alveg á "compatabily mode". En ég er búinn að virkja Hyper-V í tölvunni hjá mér. En ég á í erfiðleikum með að setja það upp.upg8 skrifaði:Ertu búin að prófa compatabily mode? Annars þarft þú að setja upp Hyper-V í tölvunni, undir programs and features. Turn windows features on or off..
Er að reyna fylgja þessum leiðbeiningum. en stoppa á því að Hyper-V - Virtualiization Endabled in Firmware..
Ég þarf e-ð að reyna skoða þetta betur hjá mér. :/
-
- 1+1=10
- Póstar: 1109
- Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
- Staðsetning: Akureyri
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Gömul forrit á Windows 8.1 ? (Virtual Machine?)
Hef lent í vandræðum með 8.1, neitar að keyra upp Pervasive gagnagrunn sem ég nota með nokkrum gerðu af forritum. Réttara er að það installar forritinu en næst þegar vélin er endurræst, þá fer service-inn ekki í gang. Með því að innstallera aftur, þá er allt í fína... þar til slökkt er á gripnum.
Re: Gömul forrit á Windows 8.1 ? (Virtual Machine?)
Í þessu tilfelli þá stoppar uppsetningin í miðju ferli og maður sér progress barinn fara til baka og kemur með error.
Re: Gömul forrit á Windows 8.1 ? (Virtual Machine?)
Þú getur breytt compatability mode á uppsetningarforritum líka. Hægri smellir á setup, velur properties og þar er tab sem heitir compatility mode. Hvaða forrit ertu að reyna að keyra?
Kóði: Velja allt
"There's an adapter for that"
Re: Gömul forrit á Windows 8.1 ? (Virtual Machine?)
Villan sem þú ert að fá er til komin vegna þess að virtualization hefur ekki verið enableað í BIOS.
Re: Gömul forrit á Windows 8.1 ? (Virtual Machine?)
Ég þarf að prófa það. Takk fyrir ábendinguna.upg8 skrifaði:Þú getur breytt compatability mode á uppsetningarforritum líka. Hægri smellir á setup, velur properties og þar er tab sem heitir compatility mode. Hvaða forrit ertu að reyna að keyra?
En forritið heitir Unity Pro M - Útgáfa 7. ( er með Licence á það )
Ég var einmitt að enda við að klára stilla þetta.Nacos skrifaði:Villan sem þú ert að fá er til komin vegna þess að virtualization hefur ekki verið enableað í BIOS.
