Brotinn skjár - Keypti nýjan og hann virkar ekki

Svara

Höfundur
snoste
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Mið 12. Feb 2014 09:23
Staða: Ótengdur

Brotinn skjár - Keypti nýjan og hann virkar ekki

Póstur af snoste »

Fartölvan mín Lenovo T420 Thinkapad lennti í smá hrakföllum og skjárinn brotnaði. Nýherji bauð mér það frábæra tilboð að selja mér nýjan skja (betri en minn því ekkert annað var til) með nýrri snúru, því nýi skjárinn var með tengi annarstaðar... fyrir tæp 80þ.

Það er ekki séns að þessi tölvu standi undir þeim kostnaði svo ég fór og reif skjáinn úr og fann öll númer sem þarf til að pannta skjá af netinu. Ég var á leiðinni til US og keypti bara 2 skjái til að vera viss um að þeir pössu annarhvor (annar skjárinn var akkurat fyrir þessu tölvu, meira að segja fyrir þessu tölvu týpu (B9G, ef þið vitið hvað ég meina). Kostaði samanlagt 18þ. þannig ég lét mig bara aalveg hafa það fram yfir 80þ sem ég hefði annars borgað.

Núna er samt smá vesen. Skjáirnir virka hvorugur.. en backlight-ið virkar og ég get stjórnað birtustiginu. Fyrst koma svona smá litaðar línur sem síðan rólega hverfa.. þetta er allt rooosa skrítið..

Hvað getur verið að? Snúran? ég er grátandi hérna, tölvulaus :crying
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Brotinn skjár - Keypti nýjan og hann virkar ekki

Póstur af Sallarólegur »

Gætu verið bilaðir skjáir, snúran, skjástýringin á móðurborðinu.
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Svara