Minnka hávaða á milli hæða í blokk?


Höfundur
Fernando
Fiktari
Póstar: 92
Skráði sig: Mán 17. Okt 2005 19:02
Staða: Ótengdur

Minnka hávaða á milli hæða í blokk?

Póstur af Fernando »

Bý í blokk, finnst gaman að hlusta á tónlist. Nágrönnum mínum á hæðinni fyrir neðan mig finnst það ekki jafn skemmtilegt.

Einhver einföld ráð sem þið lumið á til að minnka hávaðann á milli hæða? Önnur en að lækka. Virkar t.d. að hafa teppi undir borðinu sem hátalarnir eru á, hjálpar það til?
Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4270
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Staða: Ótengdur

Re: Minnka hávaða á milli hæða í blokk?

Póstur af KermitTheFrog »

Hefur þú skoðað möguleikann á gæða heyrnartólum? Þráðlausum jafnvel.
Skjámynd

gullielli
has spoken...
Póstar: 187
Skráði sig: Mið 28. Júl 2010 18:23
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Staða: Ótengdur

Re: Minnka hávaða á milli hæða í blokk?

Póstur af gullielli »

Góður þráður og vonandi skapast góðar umræður um þetta þar sem það eru örugglega margir að spá í þessu og eða búa við sama vandamál..

Svona fyrsta sem ég finn á google:
http://www.soundisolationcompany.com/so ... pet-floors" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.wikihow.com/Reduce-Floor-Noise" onclick="window.open(this.href);return false;

Mér sýnist að þetta verður alltaf einhver "aðgerð" ef þú vilt gera þetta properly - annars hef ég ekki leitað mikið að lausnum, spurning að spurja einhverja faglærða í byggingaiðnaðinum eða jafnvel fólk sem vinnur í hljóðverum..
-Cheng

Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Minnka hávaða á milli hæða í blokk?

Póstur af Garri »

Ef þú hefur auka herbergi, þá smíðar þú bara alvöru studio þar. Notar hljóðdemprun á veggi, loft og gólf.

Þarft kannski ekki fara alla leið í svona kannski..

Skjámynd

AronBjörns
Bannaður
Póstar: 261
Skráði sig: Fim 22. Okt 2009 16:14
Staða: Ótengdur

Re: Minnka hávaða á milli hæða í blokk?

Póstur af AronBjörns »

Hljóðið berst aðallega með bassanum, ég myndi prófa að setja góðan svamp undir bassaboxið.

blitz
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1668
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Staða: Ótengdur

Re: Minnka hávaða á milli hæða í blokk?

Póstur af blitz »

Það mun alltaf heyrast.

Fjárfestu í góðum heyrnatólum ef þú vilt vera topp-nágranni :happy
PS4
Skjámynd

I-JohnMatrix-I
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Minnka hávaða á milli hæða í blokk?

Póstur af I-JohnMatrix-I »

blitz skrifaði:Það mun alltaf heyrast.

Fjárfestu í góðum heyrnatólum ef þú vilt vera topp-nágranni :happy
It´s not the same hehe. Það er stór munur á að heyra bassann og finna fyrir honum :D
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Minnka hávaða á milli hæða í blokk?

Póstur af Daz »

I-JohnMatrix-I skrifaði:
blitz skrifaði:Það mun alltaf heyrast.

Fjárfestu í góðum heyrnatólum ef þú vilt vera topp-nágranni :happy
It´s not the same hehe. Það er stór munur á að heyra bassann og finna fyrir honum :D
Það er líka stór munur á að vera góður og slæmur nágranni. Ódýrasta leiðin (miðað við gæði niðurstöðu) til að vera góður nágranni er að fá sér þráðlaus heyrnartól. Næst ódýrast miðað væri einhverskonar endurinnrétting/einangrun. Dýrast er að flytja í einbýlishús.

kjartanbj
Gúrú
Póstar: 559
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Staða: Ótengdur

Re: Minnka hávaða á milli hæða í blokk?

Póstur af kjartanbj »

Ef maður ætlar að vera svona tillitslaust fífl sem býr í blokk og spilar tónlist alla daga/nætur í botni þá getur maður bara flutt í einbýlishús og hætt að ónáða nágranna sína, ekkert meira pirrandi en að búa í blokk þar sem er lið sem býr sem heldur að það sé eitt í heiminum og spilar dúndrandi bassa tónlist alla daga, hef búið í blokk þar sem fólk virtist ekki átta sig á því að það byggi í blokk og var spilandi tónlist í botni langt fram á nætur , maður gat ekki sofið fyrir þessu, ekkert meira pirrandi


bottom line.. ef maður býr í blokk þá á maður bara að veita nágrönnum sínum það tillit að vera ekki að spila tónlist í botni, legg til að þeir sem fíla góða tónlist fái sér almennileg heyrnartól bara
Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 991
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Staða: Ótengdur

Re: Minnka hávaða á milli hæða í blokk?

Póstur af upg8 »

Þú þarft að fá þér tactile transducer til þess að setja undir stólinn þinn, getur notað þannig með heyrnatólum og þú víbrar allur í drasl.

Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"
Skjámynd

Hannesinn
Gúrú
Póstar: 564
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 16:48
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Minnka hávaða á milli hæða í blokk?

Póstur af Hannesinn »

- Hengja hátalarana upp í loftið. Hægt að nota keðjur og króka, eða bara hvað sem er.
- Hægt er að fá tappa eða grind til að setja hátalarana á og lyfta þeim frá gólfinu. Ég á svona 3x tappa sett sem ég setti undir hjá mér.
- Lækka tónlistina.

Headphones er seinasta og leiðinlegasta lausnin. Maður nennir ekkert að hafa headphones út um alla íbúð til að hlusta á tónlist, það er bara ömurlegt, alveg sama hversu góð þau eru.
Enjoy your job, make lots of money, work within the law. Choose any two.
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Minnka hávaða á milli hæða í blokk?

Póstur af Sallarólegur »

Það er ekki til neitt quick fix til þess að minnka hávaðann milli hæða.
Það eina sem þú getur gert er að þykkja veggina með steypu.

Þar sem það er líklega ekki möguleiki verðurðu bara að fá þér vandaða hátalara sem þú þarft ekki að hækka jafn mikið til þess að fá soundið sem þú sækist eftir. Svo eins og komið hefur fram, þarftu að lækka bassann því hann skín mest í gegn.
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 991
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Staða: Ótengdur

Re: Minnka hávaða á milli hæða í blokk?

Póstur af upg8 »

Það er líka hægt að nota tactile transducer ef þú ert að nota hátalara, þá þarftu ekki að hafa eins vakalega mikinn bassa.

Ef þú ferð að þykkja veggina og gólfin þá eru margar miklu betri lausnir en að bæta við steypu. Þú verður að setja eitthvað á milli laga ef þú ætlar að gera það almennilega, það eru til allskonar efni og frauð en þú getur líka notast við holrúm, það er mun áhrifaríkara en steypa eins og sér.

Þeim þéttari sem sameindir eru og nær hvor annari þá berst hljóðið betur í gegn. Hljóðeinangraðar rúður eru oft fylltar af þungum gastegunudum þar sem það er ennþá lengra bil á milli sameinda. Hugsaðu þér kúrekamyndirnar, indjánar að leggjast á jörðina til að hlusta eftir buffalóum eða járnbrautarlest...

Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"
Skjámynd

Hrotti
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Minnka hávaða á milli hæða í blokk?

Póstur af Hrotti »

AronBjörns skrifaði:Hljóðið berst aðallega með bassanum, ég myndi prófa að setja góðan svamp undir bassaboxið.
þetta fer nærri. Þú getur dempað þetta aðeins með því að smíða einvern smá pall fylltan með steinull sem að er undir (og slatta útfrá) hátölurunum.

Bottom line er samt, einbýli eða headphones. Ég mæli með einbýli, það er frábært að þurfa ekki að pæla í hvað öðrum finnst :D
Verðlöggur alltaf velkomnar.
Skjámynd

demaNtur
1+1=10
Póstar: 1165
Skráði sig: Þri 30. Nóv 2010 17:18
Staðsetning: 192.168.1.254
Staða: Ótengdur

Re: Minnka hávaða á milli hæða í blokk?

Póstur af demaNtur »

Skítt með nágrannana frá 9 á morgnanna til 11 á kvöldin!
i7 9700K - Asus ROG Strix Z390-I Gaming- Corsair Vengeance 2x16GB 3200MHz - GeForce 2070 Super
Asus 24.5" XG258Q 240hz - Glorious GMMK white ice - HyperX Cloud Alpha - Glorious Model-D - The Glorious 3XL
Skjámynd

MrSparklez
Tölvutryllir
Póstar: 613
Skráði sig: Lau 04. Maí 2013 16:01
Staða: Ótengdur

Re: Minnka hávaða á milli hæða í blokk?

Póstur af MrSparklez »

Fáðu þér bara góð heyrnatól, hætti sjálfur mestpartinn að nota hátalaranna eftir að ég fékk mér góð heyrnatól.
Skjámynd

Hrotti
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Minnka hávaða á milli hæða í blokk?

Póstur af Hrotti »

demaNtur skrifaði:Skítt með nágrannana frá 9 á morgnanna til 11 á kvöldin!


Svona gæjar minna mig á hvað það er nauðsynlegt að búa í einbýli.
Verðlöggur alltaf velkomnar.

Ulli
Kerfisstjóri
Póstar: 1278
Skráði sig: Fös 21. Ágú 2009 19:39
Staða: Ótengdur

Re: Minnka hávaða á milli hæða í blokk?

Póstur af Ulli »

Haha ég er í tvíbýli og nágrannarnir eru duglegir við að bánka í veggina ef ég hækka aðeins í Z623 settinu mínu,á móti fynst þeim sjálfsagt að rífast á hverjum deigi með öskur og berja í borð :face
Pólskir nágrannar.
I7-950 4.2Ghz1.4VStable! Rampage III Extream Corsair H70 Corsair Dominator 8-8-8-24 3x2Gb DDR3 1600 Asus R9 280x Samsung 470 series 64Gb SSD WD Green 2 TB Raven II Turn Beng Q V2420 Corsair AX850
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Minnka hávaða á milli hæða í blokk?

Póstur af rapport »

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3525
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Minnka hávaða á milli hæða í blokk?

Póstur af urban »

Ef að þú ætlar að losna við hávaða (sérstaklega vegna tónlistar spiluðum úr alvöru hátölurum) þá ertu að fara að eyða hundruðum þúsunda í einangrun, ull, vinnu við rafmagn og ný gólfefni.

ef að þetta er fyrir ofan þig, þá þarf að útbúa falskt loft (lækka loftið hjá þér) og það er óhemju vinna.
ef að þetta er fyrir neðan þig, þá þarf að margbæta hjá þér gólfefnin og setja alvöru efni undir þau.
Nú ef að þetta er við hliðina á þér, þá er einangrun besta lausnin, en það verður alltaf mikil vinna og kostnaður.

það aftur á móti er hægt að laga ótrúlega mikið með því að ganga almennilega frá hátölurum einsog menn hafa bent á, t.d. bara með því að láta þá ekki liggja á gólfi eða utan í veggjum.
en það breytir því samt ekki að þegar að þig langar virkilega að hækka, þá heyrist alltaf á milli.


En aftur á móti er líka hægt að stórbæta hlutina með því að vera með alvöru heyrnatól þegar að þú vilt njóta tónlistarinnar og spila lægra í hátölurunum.
það er líklegast alltaf ódýrasta lausnin :)
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Skjámynd

Nitruz
spjallið.is
Póstar: 416
Skráði sig: Mið 13. Júl 2011 19:14
Staðsetning: milli steins og sleggju
Staða: Ótengdur

Re: Minnka hávaða á milli hæða í blokk?

Póstur af Nitruz »

Hæðina fyrir neðan segir þú.. gæti hjálpað að setja eitthvað undir hátalarana einns og bent hefur verið á.
Komdu til mín í vinnuna og ég skal gefa þér nokkra gúmiplatta :happy
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Minnka hávaða á milli hæða í blokk?

Póstur af jonsig »

Hjá mér er það martin logan á dagin og grado á kvöldin , þú getur gleymt því að komast ódýrt útúr þessari klípu .
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic
Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2010
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Staða: Ótengdur

Re: Minnka hávaða á milli hæða í blokk?

Póstur af tdog »

Svo er líka ágætis púntkur að miða hátalaranum að þér þegar þú ert að hlusta.
MacBook Pro, Late 2011. 2.2 Ghz i7, 8GB 1333Mhz
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú
Skjámynd

tanketom
</Snillingur>
Póstar: 1015
Skráði sig: Fim 06. Jan 2011 12:39
Staða: Ótengdur

Re: Minnka hávaða á milli hæða í blokk?

Póstur af tanketom »

Ég leigði bara íbúð í Iðnaðarhúsnæði, þvílíkt frelsi! Horfi á bíómyndir eins og ég sé í bíó, allt nödrar, ryksuga eða set þvottavélina á stað þegar mér hentar ;-) Ég hef heldur aldrei sofið jafn vel og ég geri nú
[color=#BF0000]Twenty years from now you will be more disappointed by the things that you didn't do than by the ones you did do[/color]
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Minnka hávaða á milli hæða í blokk?

Póstur af jonsig »

Það er líka alveg hægt að sprengja í sér hljóðhimnurnar með góðum heyrnartólum og dac
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic
Svara