Sælir/Sælar
Ég á c.a. fjögurra ára gamla Lenovo fartölvu, en viftan er orðin talsvert ofvirk, líklega vegna rykuppsöfnunar. Ég hef öðru hvoru blasið smá lofti inn í hana með þartilgerðum brúsa, en alltaf er viftan á fullu.
Mig langaði að vita hvort það meikaði sens að ég opnaði hana sjálfur og rykhreinsaði, frekar en að borga Nýherja 20k, eða einhverjum öðrum 10k sem ég veit ekkert um hvort sé kunnáttumaður.
Mín litla/meðallitla tölvuþekking er öll á hugbúnaðarsviðinu. Er enginn kunnáttumaður á vélbúnað. Reyndi einhvern tímann að opna Dell risaeðlu, en það virtist aðeins flóknara en að bara losa nokkrar skrúfur. Varð á endanum að hverfa frá verkinu.
Meikar DIY rykhreinsun á fartölvu sens?
Meikar DIY rykhreinsun á fartölvu sens?
Til sölu í augnablikinu: Sennheiser HD600 heyrnatól
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1022
- Skráði sig: Lau 14. Nóv 2009 14:38
- Staðsetning: 101
- Staða: Ótengdur
Re: Meikar DIY rykhreinsun á fartölvu sens?
ég hef farið með fartölvuna mína á löður og notað pressuna þar, meiri kraftur en í brúsunum og 200kr fyrir rykhreinsunina er nokkuð gott. það hefur alltaf dugað mér. tek hana ekki í sundur þegar ég fer þangað
Re: Meikar DIY rykhreinsun á fartölvu sens?
Svona gamla vél væri gott að taka í sundur rykhreinsa vel og skipta um kælikrem. Smá forvitni, hvaða týpa er þetta T60 - T61 - R týpan eða ?
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.
Re: Meikar DIY rykhreinsun á fartölvu sens?
Þetta er pínkulítil Thinkpad Edge fartölva.
Til sölu í augnablikinu: Sennheiser HD600 heyrnatól
Re: Meikar DIY rykhreinsun á fartölvu sens?
Ég hef verið að taka í sundur fartölvur og gera við í nokkuð mörg ár, lengi Dell tölvur en sl. ~3 ár oftast Lenovo vélar, mér finnst þetta mjög einfalt og það er gott að gera við Lenovo tölvurnar ekkert mál að taka þær í sundur. Best er að hafa tíma, vera skipulagður, hafa góða aðstöðu (borðstofu / eldhúsborð) gott ljós og gott skrúfjárn.
Finnur auðveldlega hjálpar myndbönd á youtube ef þú leitar.
Finnur auðveldlega hjálpar myndbönd á youtube ef þú leitar.
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.
Re: Meikar DIY rykhreinsun á fartölvu sens?
besta ráð sem ég get gefið þegar verið er að taka í sundur ferðavél, er það, að hafa nokkur hvít blöð fyrir framan sig, teikna "layoutið" á vélinni, og merkja inn með hringjum allar skrúfurnar, svo þegar byrjar að losa þær að setja þær á merkta staði, svo þegar ert kominn inn fyrir skelina, að teikna það sem sérð á næsta blað og svo koll af kolli..
AsRock TRX40 Taichi AMD Threadripper 3960X Asus GTX 980OC Strix 4GB G.Skill (4x8GB) Trident Neo 3600MHz DDR4 Western Digital RED 4TB stýrikerfi: 2x Corsair MP600 1TB raid0 50" Panasonic Plasma TV WD RED 4TB