Elko vs Tölvutek
Re: Elko vs Tölvutek
Ég hef nokkrum sinnum reynt að versla við Tölvutek, en mig virðist aldrei vanta neitt sem er "til á lager". Fór þangað síðast fyrir ca 2 árum síðan, og þeir létu mig bíða í 10mín í afgreiðslunni meðan þeir voru að leita að vöru, sem auðvitað var ekki til á lager. Fann svo sama skjáinn sem mig vantaði hjá Kísildal, 2þús kr dýrari reyndar, en viðskiptin tóku uþb 1 mínútu.
Re: Elko vs Tölvutek
Sæll aftur!Scavenger skrifaði:Sæll mainman,
Leiðinlegt að heyra hvernig fór með spjaldtölvuna þína.
Mér finnst ég knúinn til að benda á það að þú nefnir að svona spjaldtölva kostar 119.900.- kr. Sem stemmir ekki alveg. Hún var til sölu í Tölvutek á 99.900.- kr, en einnig var til 64GB útfærsla af þessari vél á 119.900.- kr. og versla ég 32GB útgáfuna á sérstöku kynningarverði til starfsmanna á 83.250.- kr þann 19.8.2012 eins og hefur komið fram, en lyklaborðsdokkuna kaupi ég 4. dögum seinna, eða þann 22.8.2012. Þar sem að ég kaupi tölvuna staka og trygginguna á spjaldtölvuna staka gildir tryggingin eingöngu fyrir spjaldtölvuna. Varðandi það að þú færð einungis 83.250.- kr frá tryggingafélagi er það vegna þess að það er "kaupverðið" spjaldtölvunni. Tryggingafélag endurgreiðir einungis fyrir greitt verð, ekki núverandi/þáverandi eða fullt verð. Nú þar sem þessi spjaldtölva er ekki fáanleg lengur hjá birgjum Tölvuteks er mér/þér endurgreitt að kaupverðmæti spjaldtölvunar.
Ef ég man rétt þá var þetta gífurlega flottur pakki sem innihélt spjaldtölvu, tryggingu, lyklaborðsdokku, 2x 32GB Class10 minniskort, bílfestingu, tösku og auka straumbreytir. Rétt um 6 mánaða gamalt. Samþykktum við ekki okkar á milli 90 þúsund? Mig minnir það
Þú þá nýtir tölvuna í rúmt ár og verður svo fyrir því óláni að tölvan verður fyrir tjóni en færð hana bætta að fullu fyrir mitt kaupverð á tölvunni sem lágmarkar þitt tjón í þessu.
Eins og ég sé þetta; þú keyptir dúndurflottan pakka á 90 þús. Notaðir hann í rúmt ár, tjónaðist, fékkst greitt 83.250.- kr sem gerir það að heildarkostnaði 6.750.- kr fyrir afnot af þessum búnaði fyrir ár. Nú í versta falli ef þú getur ekki útvegað þér svona spjaldtölvu átt þú samt sem áður 2x 32GB Class10 minniskort að verðmæti meira en 22.000 kr sem nýtist þér áfram, dýra og flotta 10" spjaldtölvu tösku, bílfestingu og USB straumbreyta sem þú getur notað á öll tæki sem taka við hleðslu í gegnum USB. -Ef þú spyrð mig er það ekki slæmt fyrir 6.750.- kr
Þar sem ég er að svara þessi í mínum frítíma ætla ég ekki að fara í orðkast út af þessu en skil bara ekki þína aðstöðu í þessu öllu saman.
Kv. Seljandi tölvunar
Þráður minn í þessu tilfelli var ekki að væla undan upphæðinni sem ég fékk.
Ég var að benda á muninn á þjónustunni á milli þessara tveggja fyrirtækja.
Í öðru tilfellinu gekk allt snuðrulaust fyrir sig á nokkrum dögum.
Í hinu tilfellinu var allt hummað og hæjað, reynt að komast hjá því að bæta hluti og síðan dregið eins og hægt var að bæta eftir að ákveðið var að bæta.
Svona hlutir eiga ekki að taka svona langann tíma.
þessi þráður var ekki gerður til að hneikslast á tölum heldur þjónustu.
Ég t.d. rek hjólbarðaverkstæði og flyt inn mikið af dekkjum.
Ef ég sel t.d. jeppadekk undir bíl og einhverju seinna kemur bíllinn aftur og sýnir mér nótu og eitthvað dekkið er gallað þá bæti ég það alveg sama hvort það var akkurat þessi maður sem verslaði dekkið eða ekki.
Og ef ég á ekki lengur til þessa tegund af dekkjum þá hringi ég á öll hin verkstæðin og reyni að finna svona dekk, sendi einhvern frá mér með hraði að kaupai það, set það undir bílinn, bið afsökunar á þessu og reyni að gera alla ánægða, það er það sem gerir kúnnann ánægðann og þá kemur hann aftur.
Ég hendi ekki í hann 50 þús kalli og segi honum að redda sér dekkinu sjálfur því ég nenni ekki að flytja það lengur inn eða segi honum að hann fái það ekki bætt því það var fyrri eigandi sem verslaði það hjá mér.
Þetta er meiningin á bakvið þennann þráð.
Munur á þjónustu.
-
- FanBoy
- Póstar: 785
- Skráði sig: Lau 14. Júl 2012 22:36
- Staðsetning: 404 - Location Not found.
- Staða: Ótengdur
Re: Elko vs Tölvutek
Talandi um hluti sem ekki eru til, Ég ætlaði að kaupa 2Tb disk hjá tölvulistanum og komst þá að því að einhver tæmdi lagerinn þann dag..
Mér sárvantaði 2Tb disk til að flytja yfir af disk sem er að feila.
Skítt svosem enn ég spurði hvort hann væri tilbúinn að lækka verðið á "Expansion 2TB 3.5 " þar sem mér vantaði bara diskinn og hann mætti svosem henda hýsinguni
og þá laus við alla ábyrgð. Hann sagði strax nei og ég tók strætó heim,
Nú sé ég þennan sama disk 200kr ódýrari enn ekki í usb með 2ára ábyrgð þá.
http://tl.is/product/expansion-2tb-35-usb3-svartur" onclick="window.open(this.href);return false;
Þannig að nú um mánaðamótin er ég að fara í tölvutek að versla.
Þú fékst góða þjónustu hjá elko verslaðu þá við elko, ef það feilar verslaðu hjá ormson.
tölvutek > tölvulistin > kísildalur etc.
Þangað til þú ert kominn hringinn.
Mér sárvantaði 2Tb disk til að flytja yfir af disk sem er að feila.
Skítt svosem enn ég spurði hvort hann væri tilbúinn að lækka verðið á "Expansion 2TB 3.5 " þar sem mér vantaði bara diskinn og hann mætti svosem henda hýsinguni
og þá laus við alla ábyrgð. Hann sagði strax nei og ég tók strætó heim,
Nú sé ég þennan sama disk 200kr ódýrari enn ekki í usb með 2ára ábyrgð þá.
http://tl.is/product/expansion-2tb-35-usb3-svartur" onclick="window.open(this.href);return false;
Þannig að nú um mánaðamótin er ég að fara í tölvutek að versla.
Þú fékst góða þjónustu hjá elko verslaðu þá við elko, ef það feilar verslaðu hjá ormson.
tölvutek > tölvulistin > kísildalur etc.
Þangað til þú ert kominn hringinn.
Re: Elko vs Tölvutek
Vaktin, er þetta orðið að einhverskonar væluráðstefnu? Ótrúlegt alveg hvað þið getið vælt yfir fáránlegustu hlutum, fyrirtækin gera í langflestum tilfellum (ef þú talar við yfirmann) allt sem þeir geta sem er SANNGJARNT.
Haldiði í alvöru talað að þetta sé svona? http://www.youtube.com/watch?v=CVhLQIBCckE" onclick="window.open(this.href);return false;
Pls. Öll fyrirtækin eru 100% að reyna sitt allra besta, hættið að væla.
Eins og þetta með Tölvulistann, afhverju á hann að selja þér 2TB flakkara á kostnaðarverði útaf þú þarft disk akkurat núna? Þetta er FYRIRTÆKI ekki charity, þeir þurfa að græða eitthvað á vörunum
Haldiði í alvöru talað að þetta sé svona? http://www.youtube.com/watch?v=CVhLQIBCckE" onclick="window.open(this.href);return false;
Pls. Öll fyrirtækin eru 100% að reyna sitt allra besta, hættið að væla.
Eins og þetta með Tölvulistann, afhverju á hann að selja þér 2TB flakkara á kostnaðarverði útaf þú þarft disk akkurat núna? Þetta er FYRIRTÆKI ekki charity, þeir þurfa að græða eitthvað á vörunum
-
- FanBoy
- Póstar: 785
- Skráði sig: Lau 14. Júl 2012 22:36
- Staðsetning: 404 - Location Not found.
- Staða: Ótengdur
Re: Elko vs Tölvutek
Auðvitað enn,Límband skrifaði: Eins og þetta með Tölvulistann, afhverju á hann að selja þér 2TB flakkara á kostnaðarverði útaf þú þarft disk akkurat núna? Þetta er FYRIRTÆKI ekki charity, þeir þurfa að græða eitthvað á vörunum
A eru þeir að selja hann núna á kost?
B ég er ekki ósáttur við að hann hafi sagt nei.
Ég vildi kaupa disk sem stóð á lager sem var svo ekki og þannig búinn að gera mér ferð eftir hlut sem var ekki til.
ég fór heim bara sáttur sko, Enn ég er ekki að fara gera mér aðra ferð.
Last edited by rango on Lau 01. Feb 2014 00:24, edited 2 times in total.
Re: Elko vs Tölvutek
Já ok, ég skil :prango skrifaði:Auðvitað enn,Límband skrifaði: Eins og þetta með Tölvulistann, afhverju á hann að selja þér 2TB flakkara á kostnaðarverði útaf þú þarft disk akkurat núna? Þetta er FYRIRTÆKI ekki charity, þeir þurfa að græða eitthvað á vörunum
A eru þeir að selja hann núna á kost?
B ég er ekki ósáttur við að hann hafi sagt nei.
Ég vildi kaupa disk sem stóð á lager sem var svo ekki og þannig búinn að gera mér ferð eftir hlut sem var ekki til.
ég fór heim bara sáttur sko, Enn ég er ekki að fara gera mér aðra ferð.
-
- FanBoy
- Póstar: 785
- Skráði sig: Lau 14. Júl 2012 22:36
- Staðsetning: 404 - Location Not found.
- Staða: Ótengdur
Re: Elko vs Tölvutek
Fyrirtæki þarf líka að vilja þig sem kúnna, Hvað ert þú tilbúinn að gera fyrir kúnnan.Límband skrifaði: Já ok, ég skil :p
Ef þú þjónustar ekki og sendir kúnna burt svektan þá bítur það í eftir á.
þeas þeir hefðu getað sagt við mig "heyrðu já þetta stendur hérna á lager og þetta er ekki til, Enn ég skal slá þúsund krónur af disk í boxi og allir eru sáttir" og ég hefði keypt hann á staðnum.
Þeir hefðu eflaust getað reynt aðeins meira gagnvart OP, enn svona gerist og ég held að OP sé ekki að fara kaupa aftur hjá tölvutek á næstunni.
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 613
- Skráði sig: Lau 04. Maí 2013 16:01
- Staða: Ótengdur
Re: Elko vs Tölvutek
Vá hvað ég vildi óska þess að öll fyrirtæki myndu hugsa svona !!!mainman skrifaði: Ef ég sel t.d. jeppadekk undir bíl og einhverju seinna kemur bíllinn aftur og sýnir mér nótu og eitthvað dekkið er gallað þá bæti ég það alveg sama hvort það var akkurat þessi maður sem verslaði dekkið eða ekki.
Og ef ég á ekki lengur til þessa tegund af dekkjum þá hringi ég á öll hin verkstæðin og reyni að finna svona dekk, sendi einhvern frá mér með hraði að kaupai það, set það undir bílinn, bið afsökunar á þessu og reyni að gera alla ánægða, það er það sem gerir kúnnann ánægðann og þá kemur hann aftur.
Ég hendi ekki í hann 50 þús kalli og segi honum að redda sér dekkinu sjálfur því ég nenni ekki að flytja það lengur inn eða segi honum að hann fái það ekki bætt því það var fyrri eigandi sem verslaði það hjá mér.
-
- Kóngur
- Póstar: 4270
- Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
- Staða: Ótengdur
Re: Elko vs Tölvutek
En ef viðkomandi myndi keyra á eitthvað og sprengja dekkið eftir árs notkun?mainman skrifaði:Ég t.d. rek hjólbarðaverkstæði og flyt inn mikið af dekkjum.
Ef ég sel t.d. jeppadekk undir bíl og einhverju seinna kemur bíllinn aftur og sýnir mér nótu og eitthvað dekkið er gallað þá bæti ég það alveg sama hvort það var akkurat þessi maður sem verslaði dekkið eða ekki.
Og ef ég á ekki lengur til þessa tegund af dekkjum þá hringi ég á öll hin verkstæðin og reyni að finna svona dekk, sendi einhvern frá mér með hraði að kaupai það, set það undir bílinn, bið afsökunar á þessu og reyni að gera alla ánægða, það er það sem gerir kúnnann ánægðann og þá kemur hann aftur.
Ég hendi ekki í hann 50 þús kalli og segi honum að redda sér dekkinu sjálfur því ég nenni ekki að flytja það lengur inn eða segi honum að hann fái það ekki bætt því það var fyrri eigandi sem verslaði það hjá mér.
Þetta er meiningin á bakvið þennann þráð.
Munur á þjónustu.
Þarna ertu að bera saman epli og appelsínur. Í þessu tilfelli vantaði þig nákvæmlega eins vél í dokkuna þína. Hún var hvergi fáanleg.
Ég vil taka það fram að þó ég vinni hjá Tölvutek þá endurspegla skoðanir mínar engan veginn skoðanir fyrirtækisins, né tala ég fyrir hönd fyrirtækisins.
Re: Elko vs Tölvutek
Mátt ekki gleyma því að viðkomandi er með tryggingu á hlutnum. Væri því ekki réttara að bæta því við spurninguna, t.d. ,,En ef viðkomandi myndi keyra á eitthvað og sprengja dekkið eftir árs notkun og það væri viðbótartrygging á dekkinu sem coverar skemmdir" eða eitthvað í þá átt.KermitTheFrog skrifaði:En ef viðkomandi myndi keyra á eitthvað og sprengja dekkið eftir árs notkun?
Tómatur, túmatur?
-
- Kóngur
- Póstar: 4270
- Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
- Staða: Ótengdur
Re: Elko vs Tölvutek
Jú það er rétt. En ábyrgð og viðbotartrygging er sitthvor hluturinn.hkr skrifaði:Mátt ekki gleyma því að viðkomandi er með tryggingu á hlutnum. Væri því ekki réttara að bæta því við spurninguna, t.d. ,,En ef viðkomandi myndi keyra á eitthvað og sprengja dekkið eftir árs notkun og það væri viðbótartrygging á dekkinu sem coverar skemmdir" eða eitthvað í þá átt.KermitTheFrog skrifaði:En ef viðkomandi myndi keyra á eitthvað og sprengja dekkið eftir árs notkun?
Tómatur, túmatur?
En burtséð frá því þá, í þessu tilfelli, var ekki hægt að útvega þessa tölvu. Í þeim tilfellum er fundin sambærileg eða betri tölva, sem er til á lager eða er hægt að útvega. Í þessu tilfelli vildi OP ekki fá aðra tölvu þar sem hans aðstæður (dokkan) hentuðu ekki.
Hann fékk greitt út meira en hann í rauninni hefði átt að fá mv árs+ gamla vél (ný kostaði 99900 en ekki 119900).
Skil ekki alveg réttlætingu þess rants. Biðtiminn er vissulega issue, en enn og aftur erum við að bera saman ábyrgð og tryggingu. Fleiri tengiliðir involved I tjonamalum osfrv. Ég get alveg vottað fyrir að það var enginn að reyna að skorast undan því að bæta þetta tjón.
Félagi minn var með viðbótartryggingu á skjá hjá elko og allt ferlið tók meira en mánuð.
Last edited by KermitTheFrog on Lau 01. Feb 2014 14:42, edited 1 time in total.
-
- FanBoy
- Póstar: 733
- Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
- Staðsetning: Reykjanesbær
- Staða: Ótengdur
Re: Elko vs Tölvutek
fyrir utan það að rantið þarf enga réttlætingu svo lengi sem að það er satt, þá er ekki bara verið að bera saman ábyrgð og tryggingu. Það er líka (og að mínu viti aðallega) verið að bera saman viðmót og þjónustu. Sumum er líklega alveg sama um svona hluti en í mínum heimi fengu þessi viðskipti algera falleinkun strax eftir fyrsta skítakommentið um að kærastan væri ekki xxx xxxson. Þar er búið að setja tóninn fyrir því hvaða þjónustulund þú mátt búast við.KermitTheFrog skrifaði: Skil ekki alveg réttlætingu þess rants. Biðtiminn er vissulega issue, en enn og aftur erum við að bera saman ábyrgð og tryggingu. Fleiri tengiliðir involved I tjonamalum osfrv. Ég get alveg vottað fyrir að það var enginn að reyna að skorast undan því að bæta þetta tjón.
Verðlöggur alltaf velkomnar.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1722
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Staða: Ótengdur
Re: Elko vs Tölvutek
Voðalega er snúið útúr öllu.
Ég las einu sinni yfir fyrsta póstinn og skildi nákvæmlega hvað hann var að meina. Svo jarðaði Klemmi þetta með tilvitnum í skilmála Tölvutek.
Þetta snýst ekki um krónur heldur þjónustu.
Ég hef lent í sambærilegu atviki með önnur fyrirtæki, og þar hef ég ekki verslað aftur síðan.
Það er eins og sumar verslanir einblýni aðallega á að hafa ódýrasta verðið til að lokka að kúnna, en svo þegar það kemur að ábyrgðum/tryggingum, þá þarf maður að standa í miklu ströggli við að fá sitt bætt.
Þetta er afar vitlaust viðhorf, því flestir sem lenda í svona veseni að fá vörur bætta, hætta viðskiptum við viðkomandi fyrirtæki.
Og ég fagna því að það er talað um þessa hluti, því það eru starfsmenn hérna inni frá flestum þessum fyrirtækja, og vonandi læra þeir af vitleysunni.
Ég las einu sinni yfir fyrsta póstinn og skildi nákvæmlega hvað hann var að meina. Svo jarðaði Klemmi þetta með tilvitnum í skilmála Tölvutek.
Þetta snýst ekki um krónur heldur þjónustu.
Ég hef lent í sambærilegu atviki með önnur fyrirtæki, og þar hef ég ekki verslað aftur síðan.
Það er eins og sumar verslanir einblýni aðallega á að hafa ódýrasta verðið til að lokka að kúnna, en svo þegar það kemur að ábyrgðum/tryggingum, þá þarf maður að standa í miklu ströggli við að fá sitt bætt.
Þetta er afar vitlaust viðhorf, því flestir sem lenda í svona veseni að fá vörur bætta, hætta viðskiptum við viðkomandi fyrirtæki.
Og ég fagna því að það er talað um þessa hluti, því það eru starfsmenn hérna inni frá flestum þessum fyrirtækja, og vonandi læra þeir af vitleysunni.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 15436
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Elko vs Tölvutek
Eitt sem sjaldan er talað um en það er hvernig við sem "kúnnar" högum okkur. Nú ætla ég ekki að leggja dóm á það sem að frama er skrifað en ég veit til þess að það eru til verslanir og þjónustuaðilar sem vilja ekki alla kúnna.
Get talað út frá eigin reynslu en 1999 stofnaði ég lítið trésmíðafélag með félaga mínum, nokkrum árum síðar var ég fenginn til að gefa manni tilboð í framkvæmd á lóðinni hans. Ég mætti á staðinn og mældi allt samviskusamlega upp, gerði smá riss mynd og fór yfir með eigandanum hvernig best væri að hafa pallinn og skjólveggina. Síðan gaf ég honum ítarlet og sundurliðað tilboð í efni og vinnu.
Nú líður heilt ár, en þá hefur hann samband við mig aftur og segist vera í startholunum, hvort ég geti ekki gefið honum uppfært tilboð, reyndar smá breyting á verkinu en svo lítil að ég þurfti ekki að mæta á staðinn. Ég þurfti hins vegar að hafa samband við Húsasmiðjuna/Byko og fá uppfærslu á efniskostnaðinn.
Svo líður annað ár, maðurinn hringir í mig í þriðja sinn og segist núna vera gallharður á því að byrja á verkinu. Spyr mig hvort ég geti ekki komið á staðinn aftur þar sem hann sé með breytingu á verkinu í huga, ég kem því kurteysislega frá mér að ég þurfi að rukka hann fyrir tímann ef hann ætli sér ekki að fara í farmkvæmdir, þetta sé að taka frá mér tíma. Hann sagðist hafa skilning á því en núna væri hann klár, ég mætti á staðinn og rissaðu upp breytingarnar sem hann vildi gera og fór með það heim, ég þurfti að gera nýtt tilboð nánast frá grunni svo miklar voru breytingarnar hjá honum.
Ár líður! en þá fæ ég tölvupóst frá honum í fjórða sinn þar sem hann spyr (án þess að skammast sín) hvort ég geti "uppfært" tilboðið, á þessum tímapunkti var ég búinn að fá nóg af manninum, ég hafði hvorki áhuga á því að senda honum uppfært tilboð né vinna verkið fyrir hann, á öllum mínum vinnuferli kom að því að ég neitaði "kúnna" um þjónustu! Sendi honum kurteysislegt bréf þar sem ég sagði honum að ég myndi ekki uppfæra tilboðið og myndi ekki vinna verkið, óskaði honum góðs gengis og kvaddi.
Hann sendi mér í kjölfarið þvílíkan dónapóst að ég hef aldrei, fyrr né síðar séð annað eins. Ætla ekki að skrifa hér fúkyrðinn sem hann notaði því þau eru ekki birtingarhæf. En hann endaði reiðilesturinn á því að óska þess að ég færi á hausinn og hann myndi segja öllum hversu mikla skítaþjónustu ég byði upp á.
Það getur vel verið að ég hefði á endanum fengið verkið, en miðað við fyrihöfnina ,frekjuna og eftirmálana í tölvupóstinum þá hafði ég ekki áhuga á því.
Hvert er pointið mitt með þessu? Það er að örugglega hefur fullt af fólki fengið "hans" útgáfu af því hversu ómöguleg þjónustan var án þess að ég fengi nokkurntíman að vita það né tækifæri til þess að sergja mína hlið, það eru alltaf tvær hliðar á öllum svona málum. Þess vegna segir þessi þráður mér ekkert um þjónustu Tölvuteks né ELKO, annar maður í sömu sporum með sama vandamál hefði hugsanlega upplifað þetta allt öðruvísi.
Get talað út frá eigin reynslu en 1999 stofnaði ég lítið trésmíðafélag með félaga mínum, nokkrum árum síðar var ég fenginn til að gefa manni tilboð í framkvæmd á lóðinni hans. Ég mætti á staðinn og mældi allt samviskusamlega upp, gerði smá riss mynd og fór yfir með eigandanum hvernig best væri að hafa pallinn og skjólveggina. Síðan gaf ég honum ítarlet og sundurliðað tilboð í efni og vinnu.
Nú líður heilt ár, en þá hefur hann samband við mig aftur og segist vera í startholunum, hvort ég geti ekki gefið honum uppfært tilboð, reyndar smá breyting á verkinu en svo lítil að ég þurfti ekki að mæta á staðinn. Ég þurfti hins vegar að hafa samband við Húsasmiðjuna/Byko og fá uppfærslu á efniskostnaðinn.
Svo líður annað ár, maðurinn hringir í mig í þriðja sinn og segist núna vera gallharður á því að byrja á verkinu. Spyr mig hvort ég geti ekki komið á staðinn aftur þar sem hann sé með breytingu á verkinu í huga, ég kem því kurteysislega frá mér að ég þurfi að rukka hann fyrir tímann ef hann ætli sér ekki að fara í farmkvæmdir, þetta sé að taka frá mér tíma. Hann sagðist hafa skilning á því en núna væri hann klár, ég mætti á staðinn og rissaðu upp breytingarnar sem hann vildi gera og fór með það heim, ég þurfti að gera nýtt tilboð nánast frá grunni svo miklar voru breytingarnar hjá honum.
Ár líður! en þá fæ ég tölvupóst frá honum í fjórða sinn þar sem hann spyr (án þess að skammast sín) hvort ég geti "uppfært" tilboðið, á þessum tímapunkti var ég búinn að fá nóg af manninum, ég hafði hvorki áhuga á því að senda honum uppfært tilboð né vinna verkið fyrir hann, á öllum mínum vinnuferli kom að því að ég neitaði "kúnna" um þjónustu! Sendi honum kurteysislegt bréf þar sem ég sagði honum að ég myndi ekki uppfæra tilboðið og myndi ekki vinna verkið, óskaði honum góðs gengis og kvaddi.
Hann sendi mér í kjölfarið þvílíkan dónapóst að ég hef aldrei, fyrr né síðar séð annað eins. Ætla ekki að skrifa hér fúkyrðinn sem hann notaði því þau eru ekki birtingarhæf. En hann endaði reiðilesturinn á því að óska þess að ég færi á hausinn og hann myndi segja öllum hversu mikla skítaþjónustu ég byði upp á.
Það getur vel verið að ég hefði á endanum fengið verkið, en miðað við fyrihöfnina ,frekjuna og eftirmálana í tölvupóstinum þá hafði ég ekki áhuga á því.
Hvert er pointið mitt með þessu? Það er að örugglega hefur fullt af fólki fengið "hans" útgáfu af því hversu ómöguleg þjónustan var án þess að ég fengi nokkurntíman að vita það né tækifæri til þess að sergja mína hlið, það eru alltaf tvær hliðar á öllum svona málum. Þess vegna segir þessi þráður mér ekkert um þjónustu Tölvuteks né ELKO, annar maður í sömu sporum með sama vandamál hefði hugsanlega upplifað þetta allt öðruvísi.
Re: Elko vs Tölvutek
Point taken.
En það var enginn reiður í þessu máli og ég man ekki hvort ég minntist á það en strákurinn sem var að gera við og þjónusta mig var óvenju þægilegur og virtist vilja gera allt fyrir mig.
Eini sem var með stælana var þessi sem tók á móti konunni minni í upphafi.
Mín skynjun á þessu var hins vegar sú að svona þjónustuferli virtist ekki hafa neinn forgang í fyrirtækinu.
Ég t.d. þurfti að hringja í endann og segja að núna þyrfti þetta ða gerast strax og að ég ætlaði ekki að bíða lengur. Þá allt í einu gerðist allt á núll komma einni.
Það má ekki gleima að eftir rétt um viku tíma var komin staðfesting á því að tryggingarnar ætluðu að bæta þetta.
Þar með átti bara að bæta þetta one way or another og Tölvutek gat síðan fengið þetta bætt í rólegheitum frá tryggingunum, það á ekki að láta kúnnann bíða eftir því.
En það var enginn reiður í þessu máli og ég man ekki hvort ég minntist á það en strákurinn sem var að gera við og þjónusta mig var óvenju þægilegur og virtist vilja gera allt fyrir mig.
Eini sem var með stælana var þessi sem tók á móti konunni minni í upphafi.
Mín skynjun á þessu var hins vegar sú að svona þjónustuferli virtist ekki hafa neinn forgang í fyrirtækinu.
Ég t.d. þurfti að hringja í endann og segja að núna þyrfti þetta ða gerast strax og að ég ætlaði ekki að bíða lengur. Þá allt í einu gerðist allt á núll komma einni.
Það má ekki gleima að eftir rétt um viku tíma var komin staðfesting á því að tryggingarnar ætluðu að bæta þetta.
Þar með átti bara að bæta þetta one way or another og Tölvutek gat síðan fengið þetta bætt í rólegheitum frá tryggingunum, það á ekki að láta kúnnann bíða eftir því.
-
- Wine 'em, Dine 'em, Sixty-Nine 'em
- Póstar: 69
- Skráði sig: Mán 12. Okt 2009 17:35
- Staðsetning: Selfoss
- Staða: Ótengdur
Re: Elko vs Tölvutek
Ég versla við þá sem eru með besta verðið og ef þeir eiga ekki hlutinn þá fer ég í næstu búð. Óþarfi að fara að grenja.
My favorite lake is coffee lake!
Re: Elko vs Tölvutek
Guðjon
Ertu rnnþa með fyrirtæki
Ertu rnnþa með fyrirtæki
ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!
-
- Stjórnandi
- Póstar: 15436
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Elko vs Tölvutek
Ef þú ert að spyrja hvort ég eigi kennitöluna ennþá þá er svarið já, en hún er ofan í skúffubiturk skrifaði:Guðjon
Ertu rnnþa með fyrirtæki
Ef þú hefur áhuga á því að fara eignast "clean" 15 ára gamla kennitölu í byggingum og mannvirkjagerð, með einhverju smá tapi sem fyrnist fyrir 2020 sendu mér þá PM.
p.s. afsakið offtopic.
-
- 1+1=10
- Póstar: 1162
- Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
- Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
- Staða: Ótengdur
Re: Elko vs Tölvutek
Eitt sem kom ekki fram í samanburði við tryggingar á bílum og tölvum, þegar þú selur bíl þinn, þá færðu endurgreitt þann tíma sem þú hefur greitt og farartækið ekki í þinni eigu.
Ef tryggingarfélagið tryggir eign og eignin skiptir um eigendur, þá annaðhvort þurfa þeir að tryggja hlutinn áfram fyrir hönd nýs eiganda eða endurgreiða upphaflega eiganda þann hluta sem af tryggingunni sem er eftirstandandi.
Að mínu mati amk.
Ef tryggingarfélagið tryggir eign og eignin skiptir um eigendur, þá annaðhvort þurfa þeir að tryggja hlutinn áfram fyrir hönd nýs eiganda eða endurgreiða upphaflega eiganda þann hluta sem af tryggingunni sem er eftirstandandi.
Að mínu mati amk.
Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það
Re: Elko vs Tölvutek
Ert þú Gervimaður Útlönd?GuðjónR skrifaði:Ef þú ert að spyrja hvort ég eigi kennitöluna ennþá þá er svarið já, en hún er ofan í skúffubiturk skrifaði:Guðjon
Ertu rnnþa með fyrirtæki
Ef þú hefur áhuga á því að fara eignast "clean" 15 ára gamla kennitölu í byggingum og mannvirkjagerð, með einhverju smá tapi sem fyrnist fyrir 2020 sendu mér þá PM.
p.s. afsakið offtopic.
MacBook Pro, Late 2011. 2.2 Ghz i7, 8GB 1333Mhz
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú
-
- Kóngur
- Póstar: 5917
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Elko vs Tölvutek
Hver vill stofna fyrirtæki með mér...
Neytendaþjónustan... svona einskonar Modus fyrir neytendur?
Neytendaþjónustan... svona einskonar Modus fyrir neytendur?
-
- Vaktari
- Póstar: 2259
- Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
- Staðsetning: Grafarvogur
- Staða: Ótengdur
Re: Elko vs Tölvutek
Skýra það bara Nodus þá?rapport skrifaði:Hver vill stofna fyrirtæki með mér...
Neytendaþjónustan... svona einskonar Modus fyrir neytendur?
-
- Stjórnandi
- Póstar: 15436
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Elko vs Tölvutek
hehehe ... já ég er útrásarvíkingur númer 1. ... my middle name is Tortola !!tdog skrifaði:Ert þú Gervimaður Útlönd?GuðjónR skrifaði:Ef þú ert að spyrja hvort ég eigi kennitöluna ennþá þá er svarið já, en hún er ofan í skúffubiturk skrifaði:Guðjon
Ertu rnnþa með fyrirtæki
Ef þú hefur áhuga á því að fara eignast "clean" 15 ára gamla kennitölu í byggingum og mannvirkjagerð, með einhverju smá tapi sem fyrnist fyrir 2020 sendu mér þá PM.
p.s. afsakið offtopic.
-
- Kóngur
- Póstar: 5917
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Elko vs Tölvutek
Plushy skrifaði:Skýra það bara Nodus þá?rapport skrifaði:Hver vill stofna fyrirtæki með mér...
Neytendaþjónustan... svona einskonar Modus fyrir neytendur?
Fyrirtækið mundi heita (-1/12)^2
Vegna:
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 230
- Skráði sig: Mið 22. Mar 2006 20:09
- Staða: Ótengdur
Re: Elko vs Tölvutek
Ég persónulega ætla aldrei að versla aftur við Tölvutek.
Ég keypti Dell vél þar fyrir nokkrum mánuðum síðan. Var einfaldlega ekki nógu sáttur með þá vél þannig ég fór með hana tilbaka og ætlaði að borga mismuninn uppí nýja vél. Þessi Dell vél kostaði 180 þús ef ég man rétt.
Kærastan mín henti óvart frauðplastinu sem kemur ofan á tölvuna í kassanum, þetta er minnsti hluti frauðplastsins sem er í kassanum.
Sölumaðurinn bókstaflega neitaði að taka við vélinni svona, eftir smá þras sagði hann að hann þyrfti að taka 10% af verðinu því það vantaði þetta. 18 þús fyrir frauðplast!!
Svona verkstæði fá inn helling af vélum, bilaðar og þessháttar, og það er enginn að segja mér að það sé ekki hægt að fiffa til eitt helvítis frauðplast af lagernum eða verkstæðinu.
Ég var alls ekki sáttur með það og eftir mikið þras við þennan mann og mikla óánægju hjá mér endaði þetta að ég borgaði 5 þús fyrir plastið. Í sárabót bauð hann mér 10% afslátt af vörum hjá þeim í framtíðinni sem ég ætla ekki að nýta mér.
Ég keypti Dell vél þar fyrir nokkrum mánuðum síðan. Var einfaldlega ekki nógu sáttur með þá vél þannig ég fór með hana tilbaka og ætlaði að borga mismuninn uppí nýja vél. Þessi Dell vél kostaði 180 þús ef ég man rétt.
Kærastan mín henti óvart frauðplastinu sem kemur ofan á tölvuna í kassanum, þetta er minnsti hluti frauðplastsins sem er í kassanum.
Sölumaðurinn bókstaflega neitaði að taka við vélinni svona, eftir smá þras sagði hann að hann þyrfti að taka 10% af verðinu því það vantaði þetta. 18 þús fyrir frauðplast!!
Svona verkstæði fá inn helling af vélum, bilaðar og þessháttar, og það er enginn að segja mér að það sé ekki hægt að fiffa til eitt helvítis frauðplast af lagernum eða verkstæðinu.
Ég var alls ekki sáttur með það og eftir mikið þras við þennan mann og mikla óánægju hjá mér endaði þetta að ég borgaði 5 þús fyrir plastið. Í sárabót bauð hann mér 10% afslátt af vörum hjá þeim í framtíðinni sem ég ætla ekki að nýta mér.
Cooler Master HAF932 - Gigabyte GA-X58A-UD7 - Intel i7 930 @3,8GHz - Kingston 6GB HyperX DDR3 1730MHz - Crucial RealSSD C-300 128GB og 2x1TB samsung spinpoint F3 í Raid0 - Gigabyte HD5770 1GB - Noctua NH-D14 - Cooler Master Silent ProM 850W - "25" Full Hd I-Inc