Hvað er þá innlent niðurhal? Ef ég sæki uppfærslur eða ISO skrár af speglar.simnet.is, ftp.rhnet.is eða mirror.t.is er það ekki erlent? Sami hugsunarháttur.AntiTrust skrifaði:Ég sé ekkert að því að telja speglað gagnamagn sem erlent. Það sem stingur þó er að það er að reiknast erlent niðurhal á íslenskri IP tölu. Það getur haft varasöm áhrif á þjónustur/servera sem notast við IP filtera til að skilja að erlent/innlent. Það væri meira en athyglisvert að vita hvað PFS hefði um það að segja.
Þess fyrir utan þá er frekar lélegt að breyta því skyndilega, þ.e. að hætta að telja speglað efni sem innanlands sem það hefur gert í langan tíma afaik, án þess að láta fólk vita. Þeim er auðvitað ekki skylda til þess, en það myndi flokkast undir góða viðskiptahætti.
Hvernig er þessu háttað hjá Símanum, tal, hringdu, hringiðjunni?