Er glænýr hérna, svo ég vona að ég sé að gera allt rétt með því hvar ég staðset þennan þráð og hvernig hann er uppsettur

En þá beint að kjarna málsins, máli málanna!
Mig vantar "turntölvu" á verðbilinu 50.000 kr. - 80.000 kr. Er eingöngu að leita eftir einhverri þokkalegri vél til þess að keyra NAS á. Svo ef einhver hérna er með vél sem hann er að selja/er tilbúinn að selja á þessu verði - þá má sá hinn sami endilega senda á mig skilaboð eða svara hérna í þræðinum (og kannski taka fram í grófum dráttum hver vélbúnaðurinn er).
Ætla að prófa þessa leið núna, hef rekið mig á það oftar en einu sinni að kaupa vél upp á hátt í 300.000 kr. sem ég síðan nota bara til þess að skoða tölvupóstinn og fletta mbl.is
](./images/smilies/eusa_wall.gif)
Svo, endilega hafið samband sem fyrst, því fyrr því betra, ef þið eruð að losa ykkur við vélina og hún fellur innan þessa verðramma.
Takktakk!
