[Leyst] Mjög undarlegt vandamál með að ræsa vél

Svara

Höfundur
addi32
Ofur-Nörd
Póstar: 215
Skráði sig: Mið 29. Okt 2008 08:13
Staða: Ótengdur

[Leyst] Mjög undarlegt vandamál með að ræsa vél

Póstur af addi32 »

Kæru vaktarar, ég er ráðþrota og vantar aðstoð.

Tölvan byrjaði áðan að hegða sér mjög undarlega og ég hef reynt allt til að fá hana í gang.

1) Var inn á baði þegar ég heyrði 1 bíb í vélinni og hún var að ræsa sig upp (var slökkt á henni) allveg upp á sitt einsdæmi
2) Heyrði stuttu seinna aftur 1 bíb eins og hún hafi restartað sér.
3) Kíki á vélina þá restartar hún sér sí og æ. Kemst inn í windows en um leið og ég er kominn inn þá kemur annaðhvort shutting down eða restarting.
4) Tek alla diskana úr sambandi nema OS diskinn og reyni að keyra hana upp
5) Byrjar að restarta sér á fullu áður en BIOS keyrir upp (bara svartur skjár). Kemst stundum inn í BIOS-inn en þá restartar hún sér.
6) Búinn að taka batteríið á móðurborðinu úr sambandi og endusetja CMOS
7) Búinn að skipta um PCI rauf á skjákortinu
8) Búinn að taka minnin úr og hafa bara 1stk í einu og sitthvora raufina
9) Búinn að fjarlægja alla diska (OS líka) til að sjá hvort ég komist inn í bios
10) Núna vill hún ekki ræsa sig lengur. Inn á milli dettur hún í 1 sek í gang og slekkur aftur á sér þegar ég hef tekið rafmangið af henni og set það aftur á.

Var einnig farinn að restarta sér um leið og ég setti rafmagnið á PSU áður en ég ýtti á takann.

Hvað í andskotanum getur verið að? Var móðurborðið á gefa upp öndina?

Vélin er sú sem er í undirskrift nema ég er með HD7770 skjákort.

milljón stig í boði fyrir einhverja hjálp :happy
Last edited by addi32 on Fös 24. Jan 2014 09:03, edited 1 time in total.
3.6 GHz FX-4100 Bulldozer | ASRock 870 | GeForce 8800GTS | 8GB 1333mHz | 27"AOC LED
Skjámynd

mercury
Besserwisser
Póstar: 3298
Skráði sig: Fös 31. Júl 2009 16:15
Staða: Ótengdur

Re: Mjög undarlegt vandamál með að ræsa vél

Póstur af mercury »

Aetla ad giska a power supply
i9 10900k - asus maximus formula - RTX 3090 asus rog strix oc - TridentZ 32gb ddr4 4000 cl17 - 2tb 970 evo plus - phanteks enthoo 719 - be quiet dp 1200w - Full custom loop 2x360 2x480 2xd5 - Samsung odyssey G7
Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 991
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Staða: Ótengdur

Re: Mjög undarlegt vandamál með að ræsa vél

Póstur af upg8 »

Getur byrjað að prófa hvort það sé í lagi með þetta PSU, getur kveikt á því án þess að vera með það tengt við tölvun, þarf bara að tengja saman 2 víra. Annars gæti verið eitthvað sem leiðir saman í tölvunni hjá þér en kannski er móðurborðið búið að gefa sig.

http://www.instructables.com/id/How-to- ... hout-a-PC/

Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"

Höfundur
addi32
Ofur-Nörd
Póstar: 215
Skráði sig: Mið 29. Okt 2008 08:13
Staða: Ótengdur

Re: Mjög undarlegt vandamál með að ræsa vél

Póstur af addi32 »

Takk fyrir svörin. Ætla skoða PSU betur, er samt ekki 1 árs gamall. Vonandi enn í ábyrgð.
3.6 GHz FX-4100 Bulldozer | ASRock 870 | GeForce 8800GTS | 8GB 1333mHz | 27"AOC LED
Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 991
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Staða: Ótengdur

Re: Mjög undarlegt vandamál með að ræsa vél

Póstur af upg8 »

Er langt síðan þú skiptir um skjákort? Hvernig PSU ertu með? Gætir prófað að taka skjákortið úr og hlusta eftir því hvort eitthvað annað gerist þegar þú kveikir á tölvunni, kannski ekki sniðugt að prófa annað skjákort ef PSU er í rugli þar sem þú gætir skemmt það líka.

Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"
Skjámynd

nidur
Kerfisstjóri
Póstar: 1227
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Mjög undarlegt vandamál með að ræsa vél

Póstur af nidur »

Ertu með eitthvað plöggað á móðurborðinu vitlaust eins og usb3 td? taka allt það úr sambandi. Ekki margt annað en psu eða móðurborð eftir.
Everyone knows the phrases "time is money" and "money is power". That naturally concludes that time is also power. Time gives you the ability to learn how to do things, but people don't want the power in today's world. They want their time and money.

Höfundur
addi32
Ofur-Nörd
Póstar: 215
Skráði sig: Mið 29. Okt 2008 08:13
Staða: Ótengdur

Re: [Leyst] Mjög undarlegt vandamál með að ræsa vél

Póstur af addi32 »

Vildi bara koma með rétt svar við þessu vandamáli.

Afgjafinn var farinn þó hann var ekki orðinn 1árs. Var í ábyrgð hjá Kísildal og þeir redduðu þessu fyrir mig eins og algjörir höfðingjar. Settu alla vélina í gegnum test og rykhreinsuðu hana fyrir mig. Fá 1000 stig frá mér. Topp þjónusta. :happy
3.6 GHz FX-4100 Bulldozer | ASRock 870 | GeForce 8800GTS | 8GB 1333mHz | 27"AOC LED
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: [Leyst] Mjög undarlegt vandamál með að ræsa vél

Póstur af rapport »

addi32 skrifaði:Vildi bara koma með rétt svar við þessu vandamáli.

Afgjafinn var farinn þó hann var ekki orðinn 1árs. Var í ábyrgð hjá Kísildal og þeir redduðu þessu fyrir mig eins og algjörir höfðingjar. Settu alla vélina í gegnum test og rykhreinsuðu hana fyrir mig. Fá 1000 stig frá mér. Topp þjónusta. :happy
Like á það, alltaf gott að eiga góða að...
Svara