Ég og konan erum að hugsa um að fara erlendis að spóka okkur í sólinni - erum að hugsa um að fara lok ágúst/byrjun sept.
Ástæðan fyrir því að við erum byrjuð að pæla í þessu svona snemma er til þess að fá ferðina sem ódyrasta.
Við erum að pæla að vera í 10-14 daga á hóteli með allt innifalið.
Heimsferðir er í rauninni eina ferðaskrifstofan sem eg er með reynslu af og líkar hun ekkert alltof vel.
Þannig ég spyr ykkur,
Hvar er best að panta ?
Hverjir eru með bestu þjónustuna ?
og megið endilega koma með einhverjar ábendingar

takk fyrir