Hvað þarf 1 einstaklingur að eyða í mat á mánuði?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Staða: Ótengdur

Hvað þarf 1 einstaklingur að eyða í mat á mánuði?

Póstur af hakkarin »

Hvað mynduð þið segja að sé nóg penningur fyrir 1 einstakling til þess að eyða í mat á mánuði? Þá meina ég mat sem er ekki bara eitthvað næringarlaust sorp en er samt ekki neitt voða dýr. Móðir mín sem alltaf hefur áhyggjur af mér þrátt fyrir að ég sjái alveg fyrir mér segir að ég ætti að draga frá svona 45-50 þús kall til að eyða í mat, en mér finnst það fáránlega mikið og trúi því ekki að það kosti það mikið að kaupa mat ef maður er ekki endalaust að fara út að borða.

Sjálfur að þá eyði ég svona sirka 40 þús kalli á mánuði að því að ég fer oft út að fá mér skindibita eins og KFC (er samt búinn að minka það, og er að reyna að minka það meira), en ég er að reyna að éta fyrir minni penning án þess að borða of lítið. Hvað mynduð þið segja að 1 einstaklingur þurfi að eyða í mat á mánuði til þess að fá sæmilega næringu?
Skjámynd

Plushy
Vaktari
Póstar: 2259
Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
Staðsetning: Grafarvogur
Staða: Ótengdur

Re: Hvað þarf 1 einstaklingur að eyða í mat á mánuði?

Póstur af Plushy »

45-50þ er alveg raunhæft, en að sjálfsögðu hægt að gera betur en ef það er miðað við morgunmat, hádegismat, 2x kaffi, kvöldmat og kannski eitthvað snarl á kvöldinn er 50þ raunhæft.
Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Hvað þarf 1 einstaklingur að eyða í mat á mánuði?

Póstur af intenz »

Sofa allan daginn, vakna um kvöldmatarleytið, henda sér á KFC og fá sér Zinger Tower á 1000 kjéll, henda sér svo aftur í bælið.

Sleppur með 30.000 kall!
i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64
Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Staða: Ótengdur

Re: Hvað þarf 1 einstaklingur að eyða í mat á mánuði?

Póstur af hakkarin »

intenz skrifaði:Sofa allan daginn, vakna um kvöldmatarleytið, henda sér á KFC og fá sér Zinger Tower á 1000 kjéll, henda sér svo aftur í bælið.

Sleppur með 30.000 kall!
En hvernig færðu penninginn ef að þú sefur allan daginn? :-k

Tesy
</Snillingur>
Póstar: 1064
Skráði sig: Mán 08. Feb 2010 01:20
Staðsetning: 108 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvað þarf 1 einstaklingur að eyða í mat á mánuði?

Póstur af Tesy »

Kaupir þér 20kr euroshopper no flavour núðlupakka í Bónus. Færð þér 4 pakkar á dag.
1 mánuð = 20*4*30 = 2.400kr. Færð þér kannski stundum eh fancy núðlupakka á 60kr.

Nei.. Ég myndi líklega eyða um 35-40þ á mánuði ef ég er ekki að borða hjá pa og ma enda er ég ekki huge og borða ekki mikið. Mér finnst 45-50 alveg raunhæft fyrir meðal maður.
ASUS X570-F | Ryzen 9 3900XT með Noctua NH-D15 | ASUS 1080ti | 32GB 3200MHz RAM | 2TB Samsung 970 EVO Plus NVMe
Skjámynd

daremo
spjallið.is
Póstar: 423
Skráði sig: Mið 27. Okt 2004 00:39
Staða: Ótengdur

Re: Hvað þarf 1 einstaklingur að eyða í mat á mánuði?

Póstur af daremo »

Ég næ að lifa fyrir uþb 15þús á mánuði ef ég þarf að spara.
Elda allt sjálfur (vill ekki bakteríur, plástra og annað ógeð í minn mat).

En.. Ég er grænmetisæta. Flest mitt prótein kemur frá baunum, sem eru frekar ódýrar. Veit ekki hvað kjöt kostar. Sennilega meira.

dawg
Ofur-Nörd
Póstar: 266
Skráði sig: Fös 12. Nóv 2010 16:54
Staða: Ótengdur

Re: Hvað þarf 1 einstaklingur að eyða í mat á mánuði?

Póstur af dawg »

daremo skrifaði:Ég næ að lifa fyrir uþb 15þús á mánuði ef ég þarf að spara.
Elda allt sjálfur (vill ekki bakteríur, plástra og annað ógeð í minn mat).

En.. Ég er grænmetisæta. Flest mitt prótein kemur frá baunum, sem eru frekar ódýrar. Veit ekki hvað kjöt kostar. Sennilega meira.
Endilega koma með innkaupalista og kanski yfirlit yfir hvað þú borðar á t.d einum degi.
Væri alveg til í að gerast tímabundin grænmetisæta til að spara pening.

Ég eyði umþb 60 þúsund á mánuði í mat, fer ekki á skyndibitastaði og elda alltaf en hinsvegar þá borða ég nokkuð mikið af hakki og og borða ég mig alltaf saddan.
nautahakk,pasta,kjúklingur og gríms plokkfiskur er minn helsti matur ef ekki eina það sem ég borða ásamt höfrum með mjólk í morgunmat.
Ef ég reyni að spara þá drýgi ég allt með hrísgrjónum.
Skjámynd

daremo
spjallið.is
Póstar: 423
Skráði sig: Mið 27. Okt 2004 00:39
Staða: Ótengdur

Re: Hvað þarf 1 einstaklingur að eyða í mat á mánuði?

Póstur af daremo »

dawg skrifaði:
daremo skrifaði:Ég næ að lifa fyrir uþb 15þús á mánuði ef ég þarf að spara.
Elda allt sjálfur (vill ekki bakteríur, plástra og annað ógeð í minn mat).

En.. Ég er grænmetisæta. Flest mitt prótein kemur frá baunum, sem eru frekar ódýrar. Veit ekki hvað kjöt kostar. Sennilega meira.
Endilega koma með innkaupalista og kanski yfirlit yfir hvað þú borðar á t.d einum degi.
Væri alveg til í að gerast tímabundin grænmetisæta til að spara pening.

Ég eyði umþb 60 þúsund á mánuði í mat, fer ekki á skyndibitastaði og elda alltaf en hinsvegar þá borða ég nokkuð mikið af hakki og og borða ég mig alltaf saddan.
nautahakk,pasta,kjúklingur og gríms plokkfiskur er minn helsti matur ef ekki eina það sem ég borða ásamt höfrum með mjólk í morgunmat.
Ef ég reyni að spara þá drýgi ég allt með hrísgrjónum.
Er ekki með innkaupalista við hendi, en get kannski gefið þér nokkrar tillögur um hvað ég borða daglega..

Indverskur matur - Kaupir bara 'paste' út úr búð, steikir lauk, setur svo paste út í, og tómata úr dós, kókosmjólk, linsubaunir, kartöflur og frosið grænmeti. MJÖG ódýrt. Frystir ef það eru afgangar.
Hummus, agúrkusalat og rautt kál í pítubrauði. Bý til hummus úr þurrum kjúklingabaunum (bragðast betur en úr dós og er ódýrara).
Mexíkósur matur. Fæ mér oft fajitas. Steiki lauk og papriku í pönnu og set í burrito ásamt hrísgrjónum og 'refried beans'.
Last edited by daremo on Þri 07. Jan 2014 02:30, edited 1 time in total.
Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2010
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Staða: Ótengdur

Re: Hvað þarf 1 einstaklingur að eyða í mat á mánuði?

Póstur af tdog »

Við kærastan fáum allt kjöt frá tengdó (hakk, gúllas, lærisneiðar og þessháttar), fisk kaupi ég nýjann í búðinni hér í hverfinu, ætli þetta sé ekki ca. 40þús á mánuði fyrir okkur bæði. Við eldum mikið sjálf, soðin ýsa, hakk og spag, pottréttir, pastaréttir, fiskréttir ýmiskonar og svo allskonar tilraunastarfsemi. Ef ég tríta mig kaupi ég harðfisk. Borða mikið gulrætur og perur milli mála.
MacBook Pro, Late 2011. 2.2 Ghz i7, 8GB 1333Mhz
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú
Skjámynd

Yawnk
Vaktari
Póstar: 2037
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvað þarf 1 einstaklingur að eyða í mat á mánuði?

Póstur af Yawnk »

Mikið rosalega gerir þessi þráður mann svangan!

DabbiGj
Gúrú
Póstar: 507
Skráði sig: Mið 10. Mar 2010 16:11
Staða: Ótengdur

Re: Hvað þarf 1 einstaklingur að eyða í mat á mánuði?

Póstur af DabbiGj »

fer með svona 80-150 þúsund á mánuði í mig og kærustuna, fer mikið eftir því hvort ég borði oft á veitingastöðum eða ekki

en ég held að það sé erfitt að fara undir 30 þúsund fyrir fullvaxinn karlmann
Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4264
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Staða: Ótengdur

Re: Hvað þarf 1 einstaklingur að eyða í mat á mánuði?

Póstur af chaplin »

Ég hefði haldið að menn væru að eyða meira.

Morgunmatur: 100-300
Kaffi: 100-300
Hádegismatur: 500 (vinnan niðurgreiðir)
Kaffi: 100-300
Kvöldmatur: 200-800
Snarl: 100-300

= 1.100-2.500 kr á dag, 33.000-75.000 mánuðurinn mv. 30 daga og engan skyndibita.

Algjörlega háð því hvort ég fái mér brauðsneið og vatn í morgunmat/kaffi og daginn með núðlum, eða hvort ég fái mér góðan morgunmat (beygla, djús, jógúrt) og sambærilega "máltíð" í kaffinu, og svo kjúkling og meðlæti í kvöldmat.
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Hvað þarf 1 einstaklingur að eyða í mat á mánuði?

Póstur af Daz »

Ég hef reyndar aldrei þurft að reka heimili fyrir einstakling, en ef svo væri þá myndi ég reyna að hafa nokkra rétti sem hægt er að elda í miklu magni og frysta, t.d. lasagna, pottrétti, súpur osfrv. Þá gæti maður borðað vel, en sæmilega ódýrt.
Annað sparnaðarráð væri að búa til vikumatseðla (fyrir allar máltíðir, ekki bara þær stóru) og reyna að fylgja þeim, þá nær maður betri yfirsýn yfir matarkostnaðinn.

Gislinn
FanBoy
Póstar: 763
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 01:07
Staða: Ótengdur

Re: Hvað þarf 1 einstaklingur að eyða í mat á mánuði?

Póstur af Gislinn »

Viðmið umboðsmanns skuldara er 43.025 kr. f. mat og hreinlætisvörur, Velferðarráðuneytið segir 42.330 kr. fyrir mat, drykkjarvörur og aðrar dagvörur til heimilishalds.

Ég og konan erum með eitt barn og erum að fara með ca. 90 þús á mánuði í mat (gefið upp sem 103.587 kr. hjá UMS og 101.917 kr. hjá Velferðarráðuneytinu). Ég hef gert svipað og Daz nefnir, elda mikið í einu og frysta, þá getur maður náð matarkostnaði enn meira niður. Þau skipti sem ég hef gert vikumatseðla þá hef ég einnig náð að spara slatta í matarkostnað.
common sense is not so common.
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað þarf 1 einstaklingur að eyða í mat á mánuði?

Póstur af GuðjónR »

Við erum fimm í heimili, er lengi búinn að ætla að taka þetta saman en hef ekki látið verða að því.
Held nú að fæstir nái þessum neysluviðmiðum.
Við þyrftum að vera með 1.250.000 í mánaðarlaun (fyrir skatt) til þess að ná þessum neysluviðmiðum. Þ.e. ef ég bæti við húsnæðiskostnaði.
Viðhengi
Screenshot 2014-01-07 09.59.01.png
Screenshot 2014-01-07 09.59.01.png (51.49 KiB) Skoðað 2296 sinnum
Screenshot 2014-01-07 09.55.01.png
Screenshot 2014-01-07 09.55.01.png (146.35 KiB) Skoðað 2296 sinnum

Gislinn
FanBoy
Póstar: 763
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 01:07
Staða: Ótengdur

Re: Hvað þarf 1 einstaklingur að eyða í mat á mánuði?

Póstur af Gislinn »

GuðjónR skrifaði:Við erum fimm í heimili, er lengi búinn að ætla að taka þetta saman en hef ekki látið verða að því.
Held nú að fæstir nái þessum neysluviðmiðum.
Við þyrftum að vera með 1.250.000 í mánaðarlaun (fyrir skatt) til þess að ná þessum neysluviðmiðum. Þ.e. ef ég bæti við húsnæðiskostnaði.
Viðmiðið í heild já, en matarviðmiðið er líklegast ekkert far off. :happy Umboðsmaður skuldara og Velferðarráðuneytið helst nokkuð vel í hendur hvað matarkostnað snertir en heildar upphæð viðmiðana skekkist mikið með auknum fjölda barna.
common sense is not so common.
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað þarf 1 einstaklingur að eyða í mat á mánuði?

Póstur af GuðjónR »

Gislinn skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Við erum fimm í heimili, er lengi búinn að ætla að taka þetta saman en hef ekki látið verða að því.
Held nú að fæstir nái þessum neysluviðmiðum.
Við þyrftum að vera með 1.250.000 í mánaðarlaun (fyrir skatt) til þess að ná þessum neysluviðmiðum. Þ.e. ef ég bæti við húsnæðiskostnaði.
Viðmiðið í heild já, en matarviðmiðið er líklegast ekkert far off. :happy Umboðsmaður skuldara og Velferðarráðuneytið helst nokkuð vel í hendur hvað matarkostnað snertir en heildar upphæð viðmiðana skekkist mikið með auknum fjölda barna.
Já ég er sammála því, gæti trúað (án þess að hafa tekið það saman) að við séum að eyða 120-150k á mánuði í mat og hreinlætisvörur, þannig að þetta viðmið virðist nokkuð á pari hvað það varðar.

En varðandi upphaflegu spurninguna, "Hvað þarf 1 einstaklingur að eyða í mat á mánuði" þá er það auðvitað hlutfallslega dýrast að vera einn.
Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1478
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Hvað þarf 1 einstaklingur að eyða í mat á mánuði?

Póstur af depill »

GuðjónR skrifaði: En varðandi upphaflegu spurninguna, "Hvað þarf 1 einstaklingur að eyða í mat á mánuði" þá er það auðvitað hlutfallslega dýrast að vera einn.
shit já, og það er ennþá frekar óhagkvæmt þegar við erum tvö. Við erum tvö á heimili, við borðum frekar mikinn kjúkling, borðum frekar mikið grænmeti og það fer í hendur að þegar ég eyk gæðin þá eykst verðið um leið. Ég geri eina virkilega ódýra máltíð í viku ( súpu ), reyni svo að hafa eitt kvöldið í viðbót sem er kjöt og fisklaust og eitt kvöldið fisk ( það tekst sumar vikur, en mér finnst leiðinlegt að fara í búðina og gleymi því stundum ). Mesti sparnaðurinn okkar byrjaði þegar við fórum að fara einu sinni í viku í búðina, það munar mjög miklu. Við erum að eyða ( 2 + hundur ) 10 - 11 þúsund krónum á viku í mat. Matseðilinn er svona nokkur vegin svona

Morgunmatur: Boost ( Hreint Skyr + Frosnir ávextir ( venjulega Mango ) + Djús ( venjulega engifer )
Hádegismatur: Afgangar frá deginu á undan eða einhvers konar salat.
Kvöldmatur: Ýmislegt, súpa, fiskur, kjúklingaréttir o.s.frv. Langdýrasti parturinn er kjúklingurinn, en hann er líka borðaður mest.
Millimál: Á yfirleitt til Skyr.is litlu dósinar sem eru örugglega verstu kaupin mín ( dýrast miðað við magn, langar að skipta því út fyrir heimatilbúið boost eða svipað ) í hverri viku, ætla reyna fara skipta því út.

Ég legg mikið uppúr skipulagi og hata að henda mat og geri það þess vegna hér um bil aldrei. Ég skipulegg vikunar frekar vel í mat. Ég er rosalega seasonal eater, þannig að á haustin fer ég venjulega með aðeins minni pening heldur en vorin ( undir 10 þúsund á viku ) þar sem þá er ég meira í hrísgrjónum, kjötsúpu, sláturmatri o.s.frv. Akkurat núna er ég að hreinsa mig eftir jólin og við erum að fara með þetta nær 11 þúsund krónur p. viku. Held ég gæti auðveldlega bætt við kjafti með aðeins öðruvísi innkaupum og haldið mér við svipað verð p. viku.

Eins og ég segi aðalmálið er að hafa einn innkaupadag p. viku og halda sér við hann og skipuleggja vel hvað þú ætlar að borða restinni af vikunni þá nærðu miklum sparnaði. Þessar innkaupaferðir hreinlega bara kosta pening.

Og já þetta er með öllum heimilisvörum líka, fyrir utan að ég myndi kannski segja að það fari 5000 kall á mánuði í óvænt útgjöld heimilisins ( samt ekki óvænt. þá er ég að tala um stóru tankana af þvottaefni í þvottavélina, magnpakning fyrir uppþvottavélina o.s.frv, eithvað sem ég er að kaupa á kannski 6 mánaða fresti ).

Cascade
FanBoy
Póstar: 728
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 00:02
Staða: Ótengdur

Re: Hvað þarf 1 einstaklingur að eyða í mat á mánuði?

Póstur af Cascade »

Millimál: Á yfirleitt til Skyr.is litlu dósinar sem eru örugglega verstu kaupin mín ( dýrast miðað við magn, langar að skipta því út fyrir heimatilbúið boost eða svipað ) í hverri viku, ætla reyna fara skipta því út.
Skipta þessu bara í hreint skyr. Ég kaupi alltaf 500 gr KEA hreint skyr, kostar rétt rúmar 200kr. Töluvert ódýrara en sykurskyrið
Þetta er alveg fljótt að venjast :)

axyne
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1695
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: Hvað þarf 1 einstaklingur að eyða í mat á mánuði?

Póstur af axyne »

Á mínu heimili (2 pers) höfum við verið að fara með ~80þús á mánuði í mat/áfengi/nammi og hreinlætisvörur.
skyndibiti og veitingastaður ekki meðtalin, förum svo sjaldan.

Erum nýbyrjuð að taka saman innkaupin og taka okkur á varðandi að skipuleggja vikuna og versla útfrá því. Ég tel að við eigum að geta dregið þessa tölu eitthvað niður. höfum verið alltof kærulaus :thumbsd
Electronic and Computer Engineer
Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Staða: Ótengdur

Re: Hvað þarf 1 einstaklingur að eyða í mat á mánuði?

Póstur af tlord »

það eru ekki góð kaup í litlum skyrdollum með bragði, frekar kaupa stórar með hreinu og bæta einhverju út í.

það er hagstætt að gera grjónagraut, 1 líter er undir 200kr, það er morgunmatur í 3 daga

öskjur með fiskflökum úr frystitogara eru líka flott kaup ef menn hafa sambönd

það er fínt hobbí að brugga bjór - tjekkið á fagun.is
Skjámynd

Jón Ragnar
Geek
Póstar: 835
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Hvað þarf 1 einstaklingur að eyða í mat á mánuði?

Póstur af Jón Ragnar »

Hef aldrei tekið almennilega saman hvað ég og konan eyðum í mat á mánuði.


Við étum bæði hádegismat í vinnuni.
Eldum í svona 80% tilfella e-ð ofan í okkur, pössum langoftast að eiga afgang. Kjúllapoki frá Euroshopper dugar lágmark í 2 máltíðir hjá okkur.
Ætli þetta sé ekki um 35-45k á mánuði með öllu.

CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video
Skjámynd

starionturbo
Gúrú
Póstar: 542
Skráði sig: Mán 24. Des 2007 11:23
Staðsetning: localhost
Staða: Ótengdur

Re: Hvað þarf 1 einstaklingur að eyða í mat á mánuði?

Póstur af starionturbo »

Shit, ég er alltof kærulaus í þessu greinilega.

Eina skiptið sem ég hef haft einhverja reglu á þessu, var þegar ég og konan vorum á paleo. Þá fórum við í búð fyrir vikuna og kostaði að meðaltali 10þ krónur hver ferð (kjúklingur, kjöt og grænmeti).

Núna fer ég bara út að borða ef ég hef ekki tíma til að elda, kaupi bara eitthvað útí búð og hendi mjög oft mat.

Maður þarf að fara hætta þessum tepruskap :)
Birkir Rafn Guðjónsson
Web Application Developer
HTPC: GA-73PVM-S2H # Intel E8200 @ 3.2Ghz # 2GB 800mhz
Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2010
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Staða: Ótengdur

Re: Hvað þarf 1 einstaklingur að eyða í mat á mánuði?

Póstur af tdog »

Eigum við ekki að hjálpast aðeins að hérna (amk. hjálpa þeim hugmyndasnauðu hvað varðar matargerð) og láta fylgja lýsingu og ca. uppskrift að einum góðum rétti sem gæti farið á vikumatseðil?

Fiskréttur a la t-d0g
* Tvö ýsuflök
* Karrý
* Rjómaostur
* Epli, gulrætur, blómkál, hvaða grænmeti sem þér dettur í hug
* Ostur

Setjið rjómaostin, karrý eftir smekk, og niður brytjað grænmeti í pott, hitið og hrærið saman. Raðið fiskflökunum í eldfast mót og hitið ofninn í 180°C, skóflið gumsinu yfir fiskinn og skerið ostsneiðar og setjið yfir. Bakið þar til osturinn er orðinn fallega brúnn.

Þennan rétt geri ég af og til í miklu magni og geymi þá afgangana, þeir endast okkur tveim í hádegismat og kvöldmat næstu þrjá dagana. Sérstaklega hentugt ef við sjáum fram á að vera lítið heima og ekki hafa mikinn tíma í að elda.
MacBook Pro, Late 2011. 2.2 Ghz i7, 8GB 1333Mhz
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú
Skjámynd

starionturbo
Gúrú
Póstar: 542
Skráði sig: Mán 24. Des 2007 11:23
Staðsetning: localhost
Staða: Ótengdur

Re: Hvað þarf 1 einstaklingur að eyða í mat á mánuði?

Póstur af starionturbo »

tdog skrifaði:Eigum við ekki að hjálpast aðeins að hérna (amk. hjálpa þeim hugmyndasnauðu hvað varðar matargerð) og láta fylgja lýsingu og ca. uppskrift að einum góðum rétti sem gæti farið á vikumatseðil?

Fiskréttur a la t-d0g
* Tvö ýsuflök
* Karrý
* Rjómaostur
* Epli, gulrætur, blómkál, hvaða grænmeti sem þér dettur í hug
* Ostur

Setjið rjómaostin, karrý eftir smekk, og niður brytjað grænmeti í pott, hitið og hrærið saman. Raðið fiskflökunum í eldfast mót og hitið ofninn í 180°C, skóflið gumsinu yfir fiskinn og skerið ostsneiðar og setjið yfir. Bakið þar til osturinn er orðinn fallega brúnn.

Þennan rétt geri ég af og til í miklu magni og geymi þá afgangana, þeir endast okkur tveim í hádegismat og kvöldmat næstu þrjá dagana. Sérstaklega hentugt ef við sjáum fram á að vera lítið heima og ekki hafa mikinn tíma í að elda.
Takk fyrir þetta! Ég held einmitt að aðalmálið sé einmitt hvað matur endist lengi í kæli eftir eldun.

Fiskur í osti 2-3 dagar, okei. En hvað með kjúkling t.d. eða hakkrétt?
Birkir Rafn Guðjónsson
Web Application Developer
HTPC: GA-73PVM-S2H # Intel E8200 @ 3.2Ghz # 2GB 800mhz
Svara