Arduino Uno - Atmega328 + Crystal

ATH: Einungis er leyfð sala á tölvum og tölvutengdum búnaði.
VARÚÐ: Verðlöggur eru leyfðar með þeim takmörkunum að ýtrustu kurteysi er krafist af þeim.
Svara

Höfundur
steinadogg
Nýliði
Póstar: 13
Skráði sig: Sun 05. Jan 2014 20:35
Staða: Ótengdur

Arduino Uno - Atmega328 + Crystal

Póstur af steinadogg »

Góðan daginn
Til stendur að flytja inn Atmega328P-PU kubba til landsins í ákveðnu magni til landsins.
Þeir sem þekkja til vita að kubburinn er heilinn á bak við Arduino Uno. Til þess að geta nýst í Arduino borðið þarf að brenna Bootloader á kubbinn. Ég sé um það ásamt því að prufa hvern og einn kubb við komu til landsins. Ekki er verið að selja Arduino Uno borðið í heild sinni, aðeins tölvukubbinn.
Eigirðu Arduino Uno geturðu forritað gamla kubbinn að eigin ósk, og síðan einfaldlega fjarlægt úr Arduino borðinu, og komið fyrir í borði sem þú hefur smíðað sjálfur. Svo þarftu aðeins að smella nýja í og þú ert kominn með gamla Arduinoinn þinn til baka.
Þeir sem eru lengra komnir geta sleppt því að fá Bootloaderinn ábrenndan, séu þeir með aðgang að ICSP forritara.
Endalaust magn upplýsinga er hægt að nálgast af netinu (arduino.cc) t.d.) um hvernig skal nota þennan kubb á þennan hátt. Ég get verið innan handar gegnum tölvupóst upp að vissu marki.

Þessi sala verður í anda Hópkaups.Lágmark 30 eintök verða seld og sé markinu ekki náð verður ekkert af sölunni. Visanlegast pantið ekki nema ykkur sé alvara að greiða fyrir vöruna. Ég mun ekki taka við neinum greiðslum fyrr en við afhendingu hennar. Ég sendi vöruna með bréfapósti sé þess óskað, ykkur að kostnaðarlausu (en þá þarf náttúrulega að greiða fyrir vöruna fyrirfram). Annars er ég staðsett í Kópavogi.

Kubbinum fylgir frítt með 16.000 Mhz low profile kristall, en með þessu tvennu er hægt að setja upp Barebones Arduino borð, ásamt nokkrum þéttum, viðnámum og vírum sem fást auðveldlega hér á landi.

Þetta er frábær leið til að minnka kostnað við verkefni sem þyrfti annars að spreða heilum Arduino í, með usb tengi, led-um, headerum og fleiru sem annars myndi kosta hér á landi (svk. verðskrá "samkeppnisaðila" 5. jan 2014) = 6.224,8 kr

Biðtími er áætlaður 1-2 vikur
Verð er 900 kr stykkið.
Athugið að þegar varan er komin í þínar hendur hef ég greitt af henni sendingargjald, vsk, tollmeðferðargjald og póstsendingargjald (sé þess óskað)

Áhugasamir, sendið mér einkaskilaboð með
Nafni
Símanúmeri
Fjölda eintaka
og uppl um bootloader/sækja/senda

Sendið gjarnan spurningar á þráðinn ef einhverjar eru.
Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 991
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Staða: Ótengdur

Re: Arduino Uno - Atmega328 + Crystal

Póstur af upg8 »

Frábært framtak, ég sendi þér skilaboð þegar ég verð búin að ákveða hvað ég tek marga :)

Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"

Höfundur
steinadogg
Nýliði
Póstar: 13
Skráði sig: Sun 05. Jan 2014 20:35
Staða: Ótengdur

Re: Arduino Uno - Atmega328 + Crystal

Póstur af steinadogg »

Frábært, einn kominn í pottinn :-)

benediktkr
Ofur-Nörd
Póstar: 279
Skráði sig: Fim 16. Feb 2012 20:41
Staða: Ótengdur

Re: Arduino Uno - Atmega328 + Crystal

Póstur af benediktkr »

Hvers vegna ertu að fara að panta magn af þessum kubbum? Ertu nokkuð við HR?

Höfundur
steinadogg
Nýliði
Póstar: 13
Skráði sig: Sun 05. Jan 2014 20:35
Staða: Ótengdur

Re: Arduino Uno - Atmega328 + Crystal

Póstur af steinadogg »

Sæll Benedikt. Ég er ekki háskólagengin (enn sem komið er). Ég hef bara svo hrikalega gaman af svona rafmagnsfikti. Þetta hefur lika alltaf verið svo skemmtilega ódýrt hobbý en verðlag á Íslandi er á leiðinni í hundana og það finnst mér mjög miður. Þótt ódýrara sé að kaupa að utan getur verið dýrt að kaupa einn og einn hlut inn. Svo get ég aldrei haldið hlutunum fyrir sjálfa mig þegar ég verð upptekin af nýju hobbíi.. :)

Höfundur
steinadogg
Nýliði
Póstar: 13
Skráði sig: Sun 05. Jan 2014 20:35
Staða: Ótengdur

Re: Arduino Uno - Atmega328 + Crystal

Póstur af steinadogg »

3/30 stykki komin í bókun.
Á ekki einhver Arduino ofan í skúffu sem bíður þess að verða notaður í eitthvað spennandi verkefni? Nokkrar hugmyndir, sumt sem ég hef sjálf smíðað með viðeigandi hardware sem fæst á skít og kanel: RGB High Powered Led stýring, hitamælir með tveggja aukastafa nákvæmni, 8x8x8 led cube, viftustýring, mótorstýring, input fyrir tölvu (hægt er að uppfæra usb kubbinn á borðinu og nýta Arduino sem HID, lyklaborð eða mús, fídus sem aðeins var fyrst í boði á Due og Leonardo, sem kosta meira). Einnig er hægt að láta Arduino tala við hugbúnað á tölvunni þinni gegnum visual basic og eflaust fleiri tungumál, vélmenni af allskyns sortum, þinn eiginn segway, ljósasýningar, þjófavarnakerfi, tetris ljósakaffiborð. Möguleikarnir takmarkast bara af þínu ímyndunarafli. Það er að segja, ef Google væri ekki til ;)
Svara