Hjálp við farsímaval

Svara

Höfundur
jojoboyo
Nýliði
Póstar: 8
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2013 23:50
Staða: Ótengdur

Hjálp við farsímaval

Póstur af jojoboyo »

Hvor símanna reikniði með að muni reynast manni betur? HTC One eð iPhone 5s? Er vanur ios en veit þó af því að android er mjög einfalt og auðvelt að venjast. Er búinn að skoða flest reviews sem til eru af þessum tækjum en erfitt að velja!
Hvort er málið?
Skjámynd

hfwf
Of mikill frítími
Póstar: 1946
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við farsímaval

Póstur af hfwf »

Hverju ertu að leita eftir í síma?

capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við farsímaval

Póstur af capteinninn »

Ég er með LG G2 sem er alveg hreint frábær. Mjög gott batterí, góður skjár og tiltölulega lítið af bloatware (miðað við S4 o.sfrv.).

Hann er samt soldið stór, ég er samt að verða búinn að venjast honum alveg eftir aðeins meira en viku notkun
Skjámynd

eriksnaer
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 382
Skráði sig: Mið 01. Ágú 2012 12:28
Staðsetning: Mosfellsbær
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við farsímaval

Póstur af eriksnaer »

ég persónulega myndi fá mér HTC One.
15.6" Lenovo Y700 - 4k skjár, i7, DDR4

steinarorri
Gúrú
Póstar: 556
Skráði sig: Mán 25. Jan 2010 23:54
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við farsímaval

Póstur af steinarorri »

Báðir mjög góðir, persónulega færi ég í HTC One enda er ég miklu meira invested í Android (Google þjónustur, keypt öpp etc).
Ef þú hinsvegar ert búinn að kaupa mikið af öppum og/eða átt apple tölvur þá er iPhone örugglega góð kaup.

Þarftu ekki bara að prófa báða í verslun :)

Höfundur
jojoboyo
Nýliði
Póstar: 8
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2013 23:50
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við farsímaval

Póstur af jojoboyo »

Ég leitast aðallega eftir “smooth"leika símans, einföldum og þægilegum og svo finnst mér mikilvægt að hann sé flottur að útliti og þægilegt að handleika hann. Farinn að hallast að iPhone, en prófa þá samt í búðinni eins og þú bendir á.

DabbiGj
Gúrú
Póstar: 507
Skráði sig: Mið 10. Mar 2010 16:11
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við farsímaval

Póstur af DabbiGj »

er með htc one og í hvert skipti sem ég tek hann upp í kringum iphone eigendur dragast þeir að honum einsog mý að mykjuskán til að dást að honum

fallegasti síminn að mínu mati og sense er virkilega töff og þægilegt

Höfundur
jojoboyo
Nýliði
Póstar: 8
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2013 23:50
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við farsímaval

Póstur af jojoboyo »

Skil, skil. Takk fyrir góða hjálp!
Skjámynd

trausti164
Geek
Póstar: 854
Skráði sig: Lau 13. Okt 2012 23:43
Staðsetning: 271 Mosfellssveit
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við farsímaval

Póstur af trausti164 »

HTC ONE er einn flottasti síminn á markaðinum í dag imo.
Ryzen 5 2600x - Gtx 1060 6GB - Asus B350M TUF - 8GB Corsair Vengeance 2133Mhz DDR4 - Corsair CX550W

Monk
Græningi
Póstar: 35
Skráði sig: Sun 15. Des 2013 23:51
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við farsímaval

Póstur af Monk »

Ég hef líka verið að spá í HTC símanum. Ég kaupi sjaldan síma og læt þá duga eins lengi og þeir endast (eða þangað til þeir týnast)

Ég stefni á nýjann í janúar/febrúar þegar jólapeningaplottið er yfirstaðið og spurningin er hvort maður ætti að kaupa þennan síma þá eða bíða aðeins eftir arftakanum?

Hefur einhver kynnt sér HTC ONE 2 eða hvað sem þeir ætla að kalla hann? Hef lesið eitthvað af óstaðfestum orðrómum en ekki fundið neitt concrete ennþá.

Höfundur
jojoboyo
Nýliði
Póstar: 8
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2013 23:50
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við farsímaval

Póstur af jojoboyo »

Finnst frekar líklegt að hann muni heita HTC 2

Monk
Græningi
Póstar: 35
Skráði sig: Sun 15. Des 2013 23:51
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við farsímaval

Póstur af Monk »

Ég sá HTC M8 einhversstaðar líka. Kannski mismunandi eftir markaðssvæðum eða eitthvað
Svara