Hugmynd að nýrri leikjavél

Svara

Höfundur
EliasAndri
Græningi
Póstar: 25
Skráði sig: Mán 15. Des 2008 16:09
Staða: Ótengdur

Hugmynd að nýrri leikjavél

Póstur af EliasAndri »

Er búinn að vera án leikjatölvu frekar lengi og hef þ.a.l. ekkert verið að fylgjast með hvað er gott í dag, en ég er búinn að lesa mig aðeins til, skoða review og comparison þræði á netinu og henti saman einni hugmynd með hlutum sem ég fann á verðvaktinni.

Tölvan myndi keyra á Windows 7, yrði aðallega notuð til þess að spila leiki eins og Minecraft, Diablo 3, Skyrim, Battlefield 4 o.fl. í 1920x1080 upplausn, en mig langar samt að hafa power í að geta spilað nýja og flotta leiki sem koma út á næsta ári. (helst mestu gæðum en ég gæti sætt mig við *næstum* mestu gæði)
Einnig væri ég mikið að spila tónlist bæði á Spotify og iTunes, vafra á netinu með marga tabba opna; Youtube, Facebook o.fl.
Mér finnst þægilegt að geta haft allt í gangi í einu og alt-tabba á milli og einnig mun ég fá mér annan skjá seinna meir og vera með 2x 24" skjái.
Langar helst að nota Intel, síðasta leikjavélin mín (2011) var AMD og mér fannst oft vanta driver uppfærslur, support og þess háttar fyrir nýja leiki. En ég er samt opinn fyrir sannfæringum.

Kassi: CoolerMaster Dominator 690 II Advanced
Aflgjafi: Cooler Master Silent Pro M 700W
Móðurborð: Gigabyte Z87X-D3H / ASRock Z87M Extreme4
Vinnsluminni: (8.0GB) 2x4 GB DDR3 2133MHz
Örgjörvi: Intel Core i5 4670K 3.4GHz
Skjákort: Geforce GTX 770 2048MB DDR5
Harður diskur: Seagate 2 TB 64MB 7200sn
SSD diskur seinna meir.

Síðan eru nokkrar vangaveltur eins og..
Þarf ég 700W aflgjafa? Væri 600W nóg?
Er betra að hafa 4x2GB minni í staðinn fyrir 2x4GB?
Er GTX 770 svona miklu betra en GTX 760? Alveg þess virði?
Ætti ég að fara alla leið í i7 örgjörva? Hef heyrt að tölvuleikir séu ekkert að græða á því, að i5 sé alveg nóg.
Var í bölvuðum vandræðum að velja móðurborð en eftir smá gúggul virtust þessu tvö standa upp úr. Er samt ekki 100% sannfærður.
**Edit: Ég ætla ekkert að overclocka vélina, ætti stock örgjörvakælingin ekki að vera nóg?

Hugmyndin var að greiða þetta íslensku leiðina og skella þessu í raðgreiðslur svo nokkrir þúsundkallar eru ekkert stress en auðvitað er alltaf þægilegt ef ég get sparað mér mikinn pening, þó svo ég geri ekki ráð fyrir að það sé möguleiki.
Verðhugmynd er á bilinu 170-200k

Vona að þetta séu nægilegar upplýsingar svo hægt sé að gefa mér ráðleggingar. :-)


Mbk,
Elías Andri
Last edited by EliasAndri on Fös 13. Des 2013 00:26, edited 3 times in total.
Skjámynd

trausti164
Geek
Póstar: 854
Skráði sig: Lau 13. Okt 2012 23:43
Staðsetning: 271 Mosfellssveit
Staða: Ótengdur

Re: Hugmynd um nýja leikjavél

Póstur af trausti164 »

Slepptu i7, taktu gtx 770, 700w aflgjafa og Asrock borðið og þá ertu As"Rock" solid!
Ryzen 5 2600x - Gtx 1060 6GB - Asus B350M TUF - 8GB Corsair Vengeance 2133Mhz DDR4 - Corsair CX550W

Höfundur
EliasAndri
Græningi
Póstar: 25
Skráði sig: Mán 15. Des 2008 16:09
Staða: Ótengdur

Re: Hugmynd um nýja leikjavél

Póstur af EliasAndri »

trausti164 skrifaði:Slepptu i7, taktu gtx 770, 700w aflgjafa og Asrock borðið og þá ertu As"Rock" solid!
Okei flott! :-)

Vaski
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 396
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 15:11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hugmynd að nýrri leikjavél

Póstur af Vaski »

Þú getur alveg óhræddur sparað þér 5000 kr og fengið þér 600w aflgjafa, þessi vél mun aldrei þurfa 700, og ekki nálægt því að þurfa 600 heldur. Skjákortið, sem er lang orkufrekasti hluturinn í tölvunni er að nota eitthvað um 200 í leikjum, sennilega hægt að koma því uppí 250 með einhverjum gpu stress testum, en in real life er það ekkert að fara yfir 200.
En 5000 kr er kannski ekkert til þess að stressa sig yfir, og óneitanlega er meira betra eins og alltaf, þannig að 700w hlítur að vera flottara en 600w.

Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hugmynd að nýrri leikjavél

Póstur af Garri »

Vaski skrifaði:Þú getur alveg óhræddur sparað þér 5000 kr og fengið þér 600w aflgjafa, þessi vél mun aldrei þurfa 700, og ekki nálægt því að þurfa 600 heldur. Skjákortið, sem er lang orkufrekasti hluturinn í tölvunni er að nota eitthvað um 200 í leikjum, sennilega hægt að koma því uppí 250 með einhverjum gpu stress testum, en in real life er það ekkert að fara yfir 200.
En 5000 kr er kannski ekkert til þess að stressa sig yfir, og óneitanlega er meira betra eins og alltaf, þannig að 700w hlítur að vera flottara en 600w.
Einasta ástæðan fyrir að fara í stærri aflgjafa er að ef menn vilja hafa möguleika á SLI / Crossfire. 2x250W + 150W í oc örgjörva gerir um 650W
Svara